Öxull í klafahilux ´93

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Öxull í klafahilux ´93

Postfrá Tollinn » 01.des 2015, 18:15

Sælir félagar

lenti því að bíllinn hætti að snúa framdekkjunum. Eftir smá athugun kemur í ljós að öxulhosa niður við hjól farþega megin er farin í sundur og öxullinn virðist geta dregist það langt út úr liðdósinni að hann hættir að grípa, veit það einhver, á öxulhosan að halda öxlinum inní dósinni? Allavega grípur þetta fínt ef ég treð öxlinum inn í dósina en hann helst ekki þar. Ég ætla að sjálfsögðu að skipta um hosuna en er eitthvað meira sem ég þarf að gera?

kv Tolli




kaos
Innlegg: 125
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá kaos » 01.des 2015, 19:09

Veit reyndar ekki hvernig þetta er í HiLux, en ég hef enga trú á að öxulhosan eigi að halda einu né neinu. Það hlýtur þá a.m.k. að vera verulega vænna í henni en þeim öxulhosum sem ég hef séð undir öðrum bílum. Líklegra að það sé týndur einhverskonar hringur eða splitti, og það að öxullinn hefur farið að toga í gæti verið ástæðan fyrir að hosan rifnaði.

--
Kveðja, Kári.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá biturk » 01.des 2015, 19:24

Ónýtur splitthringur eða vantar, taktu i sundur og skoðaðu þetta betur :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


sean
Innlegg: 146
Skráður: 27.sep 2010, 15:54
Fullt nafn: Gunnar Sean Eggertsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá sean » 01.des 2015, 22:35

Tolli það er splitt-hringur sem á að halda þessu, ég myndi kaupa nýjann og setja í. ekki reyna nota gamla ef hann er enn til staðar. er ekki peningana virði að fara reyna rétta og fixa gamla hringinn


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá Tollinn » 02.des 2015, 13:56

Takk fyrir þetta

Gunni, ég var einmitt að komast að þessu eftir að hafa rifið þetta, Verst að það er ekki hægt að fá þennan hring svo Toyota ætlast til að maður kaupi bara allan öxulinn á 60 þús, hehe
Er nú samt að reyna að athuga með suzuki umboðið eins heimskulega og það hljómar en þá er þetta víst sami búnaður og í súkkunum.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá biturk » 02.des 2015, 18:15

Gæti verið sami hringur í ferozu líka
head over to IKEA and assemble a sense of humor


sean
Innlegg: 146
Skráður: 27.sep 2010, 15:54
Fullt nafn: Gunnar Sean Eggertsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá sean » 02.des 2015, 19:57

Ha getur þú ekki keypt hringinn sér?


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá Tollinn » 02.des 2015, 22:21

Þeir í Toyota eru ekki með þennan hring, bara allan öxulinn

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá Bskati » 02.des 2015, 23:11

þú getur keypt þetta hring splitti hjá toyota, en bara ekki eftir þessum bíl. Það er alveg eins splitti í Hilux með framhásingu og það fæst í lausu.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá grimur » 03.des 2015, 03:53

Hvar er svona splitti í hásingu?
Þetta er sko næstum 100mm í þvermál eða svo...ekki litla splittið á öxlinum sjálfum held ég...


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá Tollinn » 03.des 2015, 09:10

Þetta splitti er rúmlega 28 mm í þvermál, örugglega 30 mm. Þetta er splittið sem heldur öxlinum inn í liðhúsinu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá grimur » 04.des 2015, 00:32

Hmmm öxlinum í liðhúsinu já. Skil ekki hvað það hefur með hosuna að gera en já þá er annað mál í þessu...öxullinn út í hjól á klafabílnum er grennri en hásinga öxullinn, svo það gengur varla.
En, svona splitti er nú bara splitti, engin geimvísindi. Spurning um að taka mál og hringja í Fálkann, Fossberg, Landvélar og eitthvað þannig. Svo er þetta pottþétt til hjá MarlinCrawler.
Kv
G


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá Tollinn » 06.des 2015, 12:34

Sælir

Þetta er öxullinn

öxull.jpg
öxull.jpg (53.49 KiB) Viewed 2944 times


Mig grunar að hann sé ónýtur, virkar eins og hann hafi dregist út og svo hafa rillurnar rólega étið sig inn í hann án þess að ég hafi fundið fyrir neinu.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá villi58 » 06.des 2015, 12:58

Er þá mótstykkið ekki þá ónýtt ??


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Öxull í klafahilux ´93

Postfrá Tollinn » 06.des 2015, 13:00

villi58 wrote:Er þá mótstykkið ekki þá ónýtt ??


Ég er ekki viss um það því það lítur ágætlega út. Hins vegar kemur þetta saman hvort eð er svo ef ég þarf að fá anna öxul þá fæ ég væntanlega mótstykkið líka (þ.e. liðhúsið)

kv Tolli


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir