Síða 1 af 1
Chevrolet 6.5 TD 1995 aflaukning ?
Posted: 25.nóv 2015, 22:22
frá Turboboy
Góða kvöldið strákar :)
Hvaða leiðir hafa menn verið að fara til að fá aðeins meira útúr þessum mótorum ?
Eru þeir að þola að láta skrúfa aðeins upp í sér ?
Endilega komið með allar ráðleggingar og útfærslur :)
Re: Chevrolet 6.5 TD 1995 aflaukning ?
Posted: 10.feb 2016, 21:40
frá GylfiRunner
er búinn að lesa mig til um þetta aðeins á netinu, þeir tala um úti að fara í tölvukubb, sjálfur hef ég verið að spá í tölvukubb frá Heathdiesel hann er að fá gott lof úti
Re: Chevrolet 6.5 TD 1995 aflaukning ?
Posted: 10.feb 2016, 22:26
frá JHG
Hvað með vatns og methanol innspítingu? Það bæði kælir og gefur eitthvað :)
Re: Chevrolet 6.5 TD 1995 aflaukning ?
Posted: 10.feb 2016, 23:11
frá ellisnorra
Mér skilst að þessar vélar séu einkar viðkvæmar fyrir bakþrýsting, passa að blása ekki of mikið á of lítilli túrbínu. En ég þekki þessar vélar ekki það vel að ég sé að fullyrða þetta, rámar bara eitthvað í þetta, þú getur haft opin augun fyrir þessu þegar þú skoðar þetta betur.