Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá thor_man » 18.nóv 2015, 21:31

Spjallfélagar!

Hafa einhverjir hér reynslu af þessu ryðleysiefni eða einhverjum viðlíka vatnsbaseruðum ryðleysiefnum? Eitthvað sem menn mæla sérstaklega með - eða á móti?




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá olei » 19.nóv 2015, 03:22

Ekki reynslu af því en ég hef oft séð að kaninn er ansi hrifinn af því.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá jongud » 19.nóv 2015, 08:24

Það er með þetta eins og margt annað; fylgja leiðbeiningunum.
Margir finna þessu allt til foráttu á ýmsum spjallþráðum, en þegar maður les síðan aðra þræði eftir þá sést að þeir eru að lenda í vandræðum af því að þeir nenna ekki að taka öll skrefin og eru að stytta sér leið.

Eitt sem ég rakst á varðandi ryðleysi sem ég notaði í sumar;
það þarf að þvo vel með vatni og/eða terpentínu áður en maður setur málningargrunn yfir.
Þessu klikka sumir á. Og þá tollir grunnurinn illa.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá Járni » 19.nóv 2015, 18:32

jongud wrote:Það er með þetta eins og margt annað; fylgja leiðbeiningunum.
Margir finna þessu allt til foráttu á ýmsum spjallþráðum, en þegar maður les síðan aðra þræði eftir þá sést að þeir eru að lenda í vandræðum af því að þeir nenna ekki að taka öll skrefin og eru að stytta sér leið.

Eitt sem ég rakst á varðandi ryðleysi sem ég notaði í sumar;
það þarf að þvo vel með vatni og/eða terpentínu áður en maður setur málningargrunn yfir.
Þessu klikka sumir á. Og þá tollir grunnurinn illa.


Hvaða gerð var það?
Land Rover Defender 130 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá biturk » 19.nóv 2015, 20:40

Royal purple ryðleisirinn er sa besti sem er hægt að fá
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá íbbi » 19.nóv 2015, 23:44

það væri gaman að fá meiri umræður um svona efni,

er að fara bæta aðeins í gólf á benz með boða fínni innréttingu sem er ekki í boði að tæta alla úr. vill sleppa við sem mest slíperí
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá jongud » 20.nóv 2015, 08:18

íbbi wrote:það væri gaman að fá meiri umræður um svona efni,

er að fara bæta aðeins í gólf á benz með boða fínni innréttingu sem er ekki í boði að tæta alla úr. vill sleppa við sem mest slíperí


Maður sleppir aldrei að slípa! Allt laust ryð þarf að fara burt!
Ryðleysi / ryðbreyti nota ég bara á það sem er eftir þegar búið er að pússa allt laust í burtu.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá íbbi » 20.nóv 2015, 13:34

já ég veit það nú, ég er að reyna lágmarka slípun, ekki sleppa henni

ég hef séð efni sem hafa unnið hrikalega vel á ryðinu, og leyst það nánast alveg upp þannig að það var hægt að skafa það af, og létt slípa svo málminn, mér hefur bara gengið illa að finna hvaða efni þetta er
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá thor_man » 22.nóv 2015, 22:22

biturk wrote:Royal purple ryðleisirinn er sa besti sem er hægt að fá

Er þessi seldur hérlendis og þá hvar?

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá Lindemann » 22.nóv 2015, 23:07

Stál og stansar selja Royal purple olíur allavega
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá biturk » 23.nóv 2015, 00:04

Stál og stansar selja hann og er vel þess virði
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá thor_man » 23.nóv 2015, 23:59

Takk fyrir upplýsingarnar, þær koma að góðum notum. Ætla að prófa þetta efni frá Stáli og stönsum sem fyrst, er orðinn þreyttur á ryðrykinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá jongud » 02.des 2015, 08:31

Járni wrote:
jongud wrote:Eitt sem ég rakst á varðandi ryðleysi sem ég notaði í sumar;
það þarf að þvo vel með vatni og/eða terpentínu áður en maður setur málningargrunn yfir.
Þessu klikka sumir á. Og þá tollir grunnurinn illa.


Hvaða gerð var það?


Kannski maður svari þessu þó seint sé :)
Þetta var einhver "no-name" í naglalakkskrukku sem ég keypti í Húsasmiðjunni, bara íslenskur miði á honum.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá grimur » 04.des 2015, 00:17

Mér sýnist menn eitthvað vera að rugla saman ryðleysi og ryðbreytum hérna. Ryðleysar vinna annað hvort með chelation efnahvarfi sem bindur efni í ryðleysinum við ryð og losar það frá málminum, eða sem sýra, oftast fosfórsýra, sem leysir ryðið upp en tærir málminn ekki svo mikið. Ryðbreytir er afturámóti hálfgerð málning sem á að breyta ryðinu í hlutlaust efni sem veldur ekki frekari tæringu.
Ryðbreyti hef ég ekki fengið til að virka almennilega.
EvapoRust sem er chelation efni hef ég notað en það er gagnslaust nema hægt sé að dýfa hlutnum á kaf í það, helst í 30°C í töluverðan tíma. Sýru má nota með þokkalegum árangri ef hún er svona gel sull en það er vandasamt að hlutleysa svæðið eftirá og ganga frá þannig að ekki verði frekari tæring.
Slípun er eiginlega alltaf fljótlegasta aðferðin en sóðaleg og hreint engin skemmtun frekar en hinar aðferðirnar.
Að pensla eitthvað með EvapoRust er algert bull sama hvað sölumaðurinn reynir að segja. Gæti tekið einhverja slikju en ekkert meira en það.
Ég vona að þetta hjálpi einhverjum.
Kv
Grímur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá íbbi » 04.des 2015, 01:04

ég fann aðilan sem var með efnið sem ég minnist á hérna að ofan, ætla kaupa flösku af honum og prufa þetta
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá biturk » 04.des 2015, 10:02

Hvaða efni er það
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Postfrá íbbi » 04.des 2015, 10:15

et bara ekki viss hva . það heitir, þetta er eh breskt dót sem þeir bera à grindur,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir