Síða 1 af 1
Spíssaspurning Duramax
Posted: 10.nóv 2015, 19:54
frá uoa
Sælir reynsluboltar kunningi minn er með 2003 GMC Sierra og það kemur smá ljós reykur úr pústi,
bíllinn er ekinn 180 þ km spurningin er hvort spíssarnir séu að svíkja hvað er það mikil aðgerð
kostnaður vinna og varahlutir og hverjir eru helst í þessu.
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 11.nóv 2015, 00:16
frá Elmar Þór
Er bíllinn að tapa vatni ?
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 11.nóv 2015, 07:25
frá uoa
Nei hann þarf ekki að bæta vatni á kassann.
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 11.nóv 2015, 23:11
frá svarti sambo
Getur prófað að setja ísvara í tankinn, og sjá hvort að þetta breytist. Kemur líka ljós reykur ef eldsneytið er vatnsblandað. Þetta er ódýrasta byrjunar aðgerðin.
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 00:08
frá Billi
Ég er búinn að vera að skoða soldið af Duramax
http://duramaxhub.com/lb7Lestu þetta ... Það eru alveg líkur á að spíssarnir eru að syngja sitt síðasta. Spíssinn er svona í kringum 250$ fyrir orginal spíssa. En getur farið vel yfir 300$ með performance spíssa
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 05:28
frá Heddportun
Hvítur reykur er obrunnin olia(diesel) ef hann er ekki að tapa vatni
þeir eru byrjaðir að leka en þessi keyrsla er uþb þegar þarf að fylgjast með þeim
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 07:17
frá uoa
Hvaða verkstæði eru helst að skipta um spíssa
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 12:12
frá uoa
Ca 750 þús er það sanngjarnt vinna og varahlutir,hvað er þetta ca margir tímar í vinnu.
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 12:20
frá svarti sambo
Getur líka sent spíssana út og fengið skiftispíssa. Munar sennilega svona helming á verði, varðandi verð á skiftispíss hér heima. Var einmitt að skoða þetta í sumar, en er ekki búinn að gera þetta sjálfur ennþá.
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 12:38
frá uoa
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 13:15
frá biturk
http://www.commonraildiesels.com/?gclid ... wgodFyUBJAÉg hef pantað héðan með góðum árangri, ódýrt og traust, voru fljótir að senda, getur svo sent gömlu til þeirra og fengið endurgreitt nokkra dollara
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 12.nóv 2015, 19:27
frá svarti sambo
Ég myndi kíla á það og nota paypal, til að ganga frá greiðslu. Það er ákveðin trygging í því.
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 13.nóv 2015, 03:25
frá Heddportun
750þús er alltof mikið..
Uþb 800$ færð þú til baka ef þú sendir þá inn sem core
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 26.nóv 2015, 21:17
frá uoa
Takk fyrir skjót og góð svör
Re: Spíssaspurning Duramax MÁ EYÐA
Posted: 26.nóv 2015, 23:52
frá ellisnorra
Hér á jeppaspjallinu miðum við við að eyða ekki þráðum. Þessi þráður getur vel hjálpað einhverjum öðrum síðar meir og það er ekki nokkur ástæða til að eyða honum að öðru leyti. Við höfum þó eytt póstum eftir beiðnum, en þá eru góð og gild rök fyrir því.
Bara svona upplýsandi þar sem þráðarhöfundur merkir "MÁ EYÐA" við þennan póst.
Re: Spíssaspurning Duramax
Posted: 27.nóv 2015, 07:15
frá uoa
Þráðurinn má endilega lifa, búinn að breyta fyrirsögn