Skipta um olíuverk í Pajero - upplýsingar óskast

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Skipta um olíuverk í Pajero - upplýsingar óskast

Postfrá khs » 08.nóv 2015, 00:12

Er að fara að skipta um olíuverk í Pajero 1998 2.8 og vantar upplýsingar.

Eitthvað sem þarf að passa sig á?

Nóg að setja annað eins beint uppá?

Þarf að skipta um einhverjar pakkningar eða annað?

Eitthvað sem er hægt að hreinsa til eða skipta um í "nýja" olíuverkinu áður?

Er eitthvað númer á því sem ég get borið saman við það sem er í bílnum í dag? Mér var sagt að þetta væri úr eins bíl.

Allar upplýsingar vel þegnar.




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Skipta um olíuverk í Pajero - upplýsingar óskast

Postfrá Aparass » 08.nóv 2015, 16:17

Stilla vélina á merki, sérð það á stóra trissuhjólinu niðri
Finna punktinn sem er á einni tönninni á olíuverkinu, getur verið rosalega erfitt að finna merkið svo það borgar sig að tússa tönnina um leið og þú finnur hana.
Stilla tönnina á "T" merkið á olíuverkinu og þannig stingur þú verkinu inn.
Þú finnur að það snýst hjólið þegar þú stingur verkinu inn því tennurnar eru skátenntar en það á að gerast svo ekki hafa áhyggjur af því að tíminn sé vitlaus.
Taktu nógu mikið af drasli frá þegar þú vinnur þetta, vatnskassahlífina, rafgeymir, rafgeymaboxið og intercoolerinn, þá vinnst þetta betur.
Gangi þér vel.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir