Hækkandi afgashiti

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 148
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Hækkandi afgashiti

Postfrá khs » 25.okt 2015, 16:26

Á síðari árum hefur afgashiti vélarinnar aukist miðað sem áður var og er hann fljótur upp við aukið álag. Hverjar eru mögulegar ástæður? Pajero 1998 2.8User avatar

jongud
Innlegg: 2202
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá jongud » 25.okt 2015, 16:35

Gæti verið stirðleiki í einhverju við "wastegate" ventilinn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá jeepson » 25.okt 2015, 17:32

Mögulega spíssar eða olíuverk að slappast eitthvað. Hvernig er aflið. Fer það eitthvað minkandi? Hefur t.d einhverntím verið farið í spíssa á honum?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 148
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá khs » 25.okt 2015, 17:49

Setti nýjar dísur í hann um helgina en mér fannst nú bara afgasið fara aðeins hækkandi við það. Hef ekki prufað aflið eftir þau skipti en hann var aðeins farinn missa afl en ekki mikið. Einnig er ég að berjast við hikst í kaldstarti. Er búinn að skipta um tank, allar leiðslur og hráolíusíu. Er að spá í hvort það tengist þessu því hikstið byrjaði á svipuðum tíma en aukist og þá þannig að hann hikstaði bara þegar var kalt úti en núna jafnvel í bílskúrshita. Hann nær snúningi en bara hikstar og þarf inngjöf yfir 2000rpm í ca 15 sek til að lagast. Er kominn með 12v dælu á milli tanks og síu. Orðinn þreyttur á þessu báðu og þarf að finna lausn. Endilega komið með tillögur að afgasinu. Mér dettur sjálfum í hug olíuverkið en það er það eina sem á eftir að prufa amk tengt hikstinu.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá Heddportun » 26.okt 2015, 00:02

Oliuverkið farið á tíma eða þrýstingur byrjaður að falla


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá Izan » 26.okt 2015, 00:55

Sæll

Of heitt afgas í diselvélum þýðir að það er of mikil olía miðað við loft svo að annaðhvort er olíuverkið að dæla meiru en það var að gera eða túrbínan ekki að skila sama þrýstingi inn á soggrein.

Kv JGH

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1228
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá svarti sambo » 26.okt 2015, 09:45

Ef vélin er að svelta á lofti á móti olíu, þá kemur svartur reykur undir álagi. En ef að hún er ekki að nýta olíuna nægilega vel, þá kemur ljós reykur og þá er hún að brenna ónýttri olíu í eldgrein. Þarft að spá í þetta, til að hægt sé að reyna að sjúkdómsgreina þetta.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá Startarinn » 26.okt 2015, 12:01

Afgashiti getur líka aukist útaf lélegum dýsum og of seinum tíma á olíuverki.

Ef loft kemst inná verkið , er smuga að það komi út eins og tímanum seinki, ef olíuverkið þarf að byrja á að byggja þrýsting áður en spíssinn opnar, en verkið ætti samt að ryðja þessu lofti úr sér fljótt. (hugsanlega ástæðan fyrir því að bíllinn skánar eftir að hafa verið gefið inn)

Nú veit ég ekki hvernig olíuverk þú ert með en amk stimpilverkin eru með einstefnuloka fyrir ofan hvern stimpil sem á að halda vissum þrýsting á lögninni að spíss , ef þessi loki slappast fellur þrýstingurinn í lögninni milli afl slaga og tíminn sem fer í að byggja upp þrýsting aftur í lögninni kemur út eins og seinkun á olíuverki. (vona að þetta skiljist)

Ein spurning, settir þú dýsurnar í sjálfur?
Ef svo er, stilltiru ekki örugglega á réttan opnunarþrýsting með þar til gerðum græjum?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 148
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá khs » 27.okt 2015, 16:12

Startarinn wrote:Afgashiti getur líka aukist útaf lélegum dýsum og of seinum tíma á olíuverki.

Ef loft kemst inná verkið , er smuga að það komi út eins og tímanum seinki, ef olíuverkið þarf að byrja á að byggja þrýsting áður en spíssinn opnar, en verkið ætti samt að ryðja þessu lofti úr sér fljótt. (hugsanlega ástæðan fyrir því að bíllinn skánar eftir að hafa verið gefið inn)

Nú veit ég ekki hvernig olíuverk þú ert með en amk stimpilverkin eru með einstefnuloka fyrir ofan hvern stimpil sem á að halda vissum þrýsting á lögninni að spíss , ef þessi loki slappast fellur þrýstingurinn í lögninni milli afl slaga og tíminn sem fer í að byggja upp þrýsting aftur í lögninni kemur út eins og seinkun á olíuverki. (vona að þetta skiljist)

Ein spurning, settir þú dýsurnar í sjálfur?
Ef svo er, stilltiru ekki örugglega á réttan opnunarþrýsting með þar til gerðum græjum?


Sæll. Framtak sá um dísurnar en félagi minn sjá um að setja þær aftur í vélina.

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 148
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá khs » 27.okt 2015, 16:15

svarti sambo wrote:Ef vélin er að svelta á lofti á móti olíu, þá kemur svartur reykur undir álagi. En ef að hún er ekki að nýta olíuna nægilega vel, þá kemur ljós reykur og þá er hún að brenna ónýttri olíu í eldgrein. Þarft að spá í þetta, til að hægt sé að reyna að sjúkdómsgreina þetta.


Sæll. Bíllinn reykir nánast ekkert. Elskar umhverfið ;) Við hikstið á morgnana að þá kemur blár reykur. Hann jafnar sig við inngjöf en byrjar svo aftur eftir nokkrar mín ef ég tek ekki af stað.


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá bragig » 27.okt 2015, 17:59

Fyrir utan það sem fram hefur komið í þessari umræðu, þá er mögulegt að hækkandi afgashiti stafi af lélegri þjöppun á einum eða fleiri strokkum. Léleg þjöppun getur stafað af brunnum ventlum eða stimpilhringir orðnir lúnir.
Eins og fram hefur komið þá hækkar afgashiti þegar of lítið loft er á móti olíu. Léleg þjöppun orsakar að minna loft er til staðar þegar bruni á sér stað.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1228
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá svarti sambo » 27.okt 2015, 21:44

Blár reykur, segir okkur að þú sért að brenna smurolíu. Þá er það spurningin, hvort að það sé vegna stlits í cylendrum og hættir þegar vélin hitnar eða það getur verið vegna slits í túrbínu ( legur orðnar rúmar og smurolía að leka í soggrein ). Skoðaðu lofthjólið í túrbínu og ef það er engin smurolía þar, þá skaltu láta þjöppumæla hana og sjá hvort að hún standist lágmarks þjöppu. Það er ekki nóg að hún sé jöfn á öllum cylendrum. Þetta getur líka verið út af hörðum ventlaþéttingum og slit í ventlastýringum. Er hún nokkuð að blása niður, þá kemur púst lykt út um öndunina og rok ef hún er rifin eða mjög slitin á cylendrum.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá Startarinn » 28.okt 2015, 10:52

Blái reykurinn getur líka verið útaf spíssunum, en lyktin er öðruvísi.

Blésuð þið út úr lögnunum með þrýstilofti þegar þið settuð saman?

Ég hef sjálfur eyðilagt nýja dýsu með því að sleppa þessu skrefi, dýsurnar þola ENGA!! drullu í lögnunum, eitt lítið korn sem þið sáuð ekki er nóg til að valda skaðanum, og við því er ekkert annað að gera en að skipta aftur um þá dýsu.

Miðað við lýsingarnar hljómar þetta eins og hann gangi ekki á einum frekar en hann sé að hiksta, ég myndi byrja á að skoða hitunarkertin, ef þau reynast í lagi myndi ég skoða spíssana aftur og þjöppumæla vélina í leiðinni, hækkandi afgashiti gæti verið útaf lægri þjöppu.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá Örn Ingi » 30.okt 2015, 16:18

Ég á svona pajero sem lét svona, vandamálið í mínu tilfelli var tvíþætt annars vegar var hann að ná að draga loft með banjo boltanum á olíuverkinu sem olli því að hann var seinn í gang og leiðinlegur kaldur. Hann misti niður olíuna þegar að hann var stóð í nokkrar klst.
Hinsvegar var það litla fínsíann sem að er undir banjóboltanum á olíuverkinu hún var pökkuð af drullu, ég var svo grófur að ég fjarlægði hana enn það þarf auðvitað hver að dæma fyrir sig.

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 148
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hækkandi afgashiti

Postfrá khs » 08.apr 2016, 23:14

Best að loka þessum þræði. Skipt var um olíuverk(fékk notað hjá Partalandi) og einnig var ónýt skinna hjá einum spíssnum sem var skipt um. Nú er hann hættur að hiksta, reykja og vera með tómt vesen :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir