Síða 1 af 1

Startari fastur í starti

Posted: 12.sep 2015, 19:45
frá hobo
Gott að nota tímann í veikindum til að komast yfir hugmyndir hvað gæti verið að í gömlum dísel Ferguson traktor.
Startarinn virkaði ekki, tók hann úr, skipti um kol og tengdi við rafgeymir upp á borði. Hann snérist án vandræða þar.
Svo þegar ég bolta hann við vélina, festist hann í starti. Þarf að aftengja rafgeymir til að stoppa hann. Búinn að prófa þetta tvisvar. Bæði tengdan við vél og startað með sviss, og einnig tengdan beint í rafgeymi.
Manni dettur helst í hug klikkuð segulspóla í startaranum en bilanalýsingin á við svo fá rök að styðjast.
Væri gott að fá hugmyndir um þetta.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 12.sep 2015, 21:15
frá biturk
Svissbotn slær saman kannski

Re: Startari fastur í starti

Posted: 12.sep 2015, 21:38
frá hobo
Prófaði startarann líka boltaðan við vél ótengdan við rafkerfi vélarinnar, og tengdur bara beint á geymi.
Þá snérist hann stjórnlaust, síðan losaður af settur á gólfið og þá virkar hann eðlilega.
Þess má geta að mínus er tengdur í jörð, ólíkt öðrum típum af Ferguson þar sem plús er í jörð.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 12.sep 2015, 22:00
frá Aparass
Snýr þá ekki startpungurinn öfugt ?
Solldið svoleiðis lýsing.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 12.sep 2015, 22:08
frá hobo
Held nú ekki, pungurinn er innbyggður í startaranum en ekki utan á eins og algengast er.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 13.sep 2015, 05:53
frá Startarinn
Ekki er þessi með startið í gírstönginni eins og bensin Ferguson er útbúinn?

Re: Startari fastur í starti

Posted: 13.sep 2015, 07:00
frá hobo
Nei lykill og sviss í mælaborði.
Annars er ég alveg búinn að útiloka svissinn, held að vandamálið sé í startaranum.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 13.sep 2015, 08:43
frá sukkaturbo
sæll er hann ekki bara að fá jörð ígegnum kolinn að þau nái út í belgin. Það á að vera einangrun utan um vírin sem liggur í kolin. Alla vega hann er að fá stöðuga jörð þegar hann er kominn á mótorinn. Prufa að mæla og leita að hvar hann nær í jörðina og skoða vel kanski klemdur vír á milli við kolatorinn

Re: Startari fastur í starti

Posted: 13.sep 2015, 08:54
frá hobo
Jú það hlýtur bara að vera, gaf því greinilega ekki nægan gaum þegar ég skipti um kolin. Fer í þetta um leið og ég hef heilsu til.
Samt skondið hvernig hann hegðar sér, boltaður og laus frá vél.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 13.sep 2015, 21:20
frá hobo
Tók allt í sundur í dag.
Eina sem ég sá athugavert var lítill stálhlutur í iðrum startarans sem var skorðaður fastur og var greinilega búinn að brenna sig fastan þar.
Fann hvergi hvar þessi hlutur átti heima svo ég var sigurviss að þetta væri sökin. Sett saman aftur en allt kom fyrir ekki, vandamálið er enn til staðar.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 15.sep 2015, 12:25
frá hobo
Niðurstaðan var nýr startari.
Samkvæmt vitrari manni eru þessir orginal algjör martröð við að eiga og svarar varla kostnaði að gera við þá.

Re: Startari fastur í starti

Posted: 17.sep 2015, 01:37
frá grimur
Lucas kannski...
Sagan segir að Bretinn hafi fundið upp svo góðan startara, að ákveðið hafi verið að smíða bíl utan um hann: Land Rover.
Það má kannski fylgja þessu að það er óheimilt að segja breskubílabrandara nema að hafa átt einn slíkan .....:-)

Gaman að fá traktoraþráð hérna inn. Kannski pínu off topic, en mér finnst það bara alveg allt í lagi.
Áfram Jeppaspjall!!!

Kv
Grímur

Re: Startari fastur í starti

Posted: 17.sep 2015, 08:03
frá Járni
Traktoraspjall.is! Ekkert að því

Re: Startari fastur í starti

Posted: 17.sep 2015, 08:06
frá jongud
grimur wrote:Lucas kannski...
Sagan segir að Bretinn hafi fundið upp svo góðan startara, að ákveðið hafi verið að smíða bíl utan um hann: Land Rover.
Það má kannski fylgja þessu að það er óheimilt að segja breskubílabrandara nema að hafa átt einn slíkan .....:-)

Gaman að fá traktoraþráð hérna inn. Kannski pínu off topic, en mér finnst það bara alveg allt í lagi.
Áfram Jeppaspjall!!!

Kv
Grímur


Hvað eru Pajero þræðirnir annað en traktoraspjall?

Re: Startari fastur í starti

Posted: 18.sep 2015, 06:00
frá grimur
Hahahahaha!!!! Nákvæmlega!!!!!
Æjæjæ þetta bjargaði alveg deginum hehehe

Ég myndi nú samt setja Patrol í traktors sæti númer eitt ef það er spurningin :-)

Haha, ótrúlega gaman að svona ómálefnalegum tegundaríg.