Terrano spurningar varðandi ryð
Posted: 09.sep 2015, 17:04
Góðan daginn.
Ég var að fjárfesta í 00' terrano 2.7 dísel (framleiddur á Spáni). Einn eigand, keyrður 160.000, smurbók góð, 2svar skippt um mælaborð. Mjög sprækur og óbreyttur. Honum er ekki ætlaðir stórir hlutir hvað torfærur varðar.
En það er ryð í sílsum aftast og ég sé litla bólu við frambrettið öðru meginn. Hefur einhver hér reynslu af þessu? Er hægt að leysa þetta ódýrt? Eru einhver verkstæði sem sérhæfa sig í ódýrum lausnum og hefur reynslu?
Hef lesið að það sé hætta á ryði á öðrum stöðum, eru þessir staðir útlistaðir einhverstaðar og eru þeir aðgengilegir áhugamanni eða þarf lærðan mann með aðstöðu til þess að skoða ástandið? Langar að koma honum í gott stand, er nokkuð handlaginn og langar að gera sem mest sjálfur en geri mér fulla grein fyrir því að stundum er best að láta fagmenn um hlutina.
Takk fyrir
Ég var að fjárfesta í 00' terrano 2.7 dísel (framleiddur á Spáni). Einn eigand, keyrður 160.000, smurbók góð, 2svar skippt um mælaborð. Mjög sprækur og óbreyttur. Honum er ekki ætlaðir stórir hlutir hvað torfærur varðar.
En það er ryð í sílsum aftast og ég sé litla bólu við frambrettið öðru meginn. Hefur einhver hér reynslu af þessu? Er hægt að leysa þetta ódýrt? Eru einhver verkstæði sem sérhæfa sig í ódýrum lausnum og hefur reynslu?
Hef lesið að það sé hætta á ryði á öðrum stöðum, eru þessir staðir útlistaðir einhverstaðar og eru þeir aðgengilegir áhugamanni eða þarf lærðan mann með aðstöðu til þess að skoða ástandið? Langar að koma honum í gott stand, er nokkuð handlaginn og langar að gera sem mest sjálfur en geri mér fulla grein fyrir því að stundum er best að láta fagmenn um hlutina.
Takk fyrir