Terrano spurningar varðandi ryð

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Snorrinn
Innlegg: 3
Skráður: 03.sep 2015, 09:44
Fullt nafn: Snorri Engilbertsson
Bíltegund: Nissan terrano 00

Terrano spurningar varðandi ryð

Postfrá Snorrinn » 09.sep 2015, 17:04

Góðan daginn.
Ég var að fjárfesta í 00' terrano 2.7 dísel (framleiddur á Spáni). Einn eigand, keyrður 160.000, smurbók góð, 2svar skippt um mælaborð. Mjög sprækur og óbreyttur. Honum er ekki ætlaðir stórir hlutir hvað torfærur varðar.
En það er ryð í sílsum aftast og ég sé litla bólu við frambrettið öðru meginn. Hefur einhver hér reynslu af þessu? Er hægt að leysa þetta ódýrt? Eru einhver verkstæði sem sérhæfa sig í ódýrum lausnum og hefur reynslu?
Hef lesið að það sé hætta á ryði á öðrum stöðum, eru þessir staðir útlistaðir einhverstaðar og eru þeir aðgengilegir áhugamanni eða þarf lærðan mann með aðstöðu til þess að skoða ástandið? Langar að koma honum í gott stand, er nokkuð handlaginn og langar að gera sem mest sjálfur en geri mér fulla grein fyrir því að stundum er best að láta fagmenn um hlutina.
Takk fyrir
Viðhengi
20150909_164042~2.jpg
20150909_164042~2.jpg (1.1 MiB) Viewed 1593 times




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Terrano spurningar varðandi ryð

Postfrá biturk » 09.sep 2015, 17:29

Þeir ryðga dáldið undan original köntunum veit eg, myndi taka þa af og þrifa vel drulluna undan þeim
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Terrano spurningar varðandi ryð

Postfrá ellisnorra » 09.sep 2015, 18:47

Þetta eru bílar sem ryðga allstaðar. Átti einn sem var orðinn mjög illa farinn, og ég hef aldrei séð ryð á öðrum eins stöðum. Framstæðan var öll götótt, innri bretti, ytri bretti, hvalbakur! Síðan þessir venjulegu staðir eins og botninn var farinn úr honum og hálfar hilðarnar og og sílsarnir voru á víð og dreif um landið. En hurðarnar voru sama og stráheilar, fyrir utan vindgnauðið við gluggana, þær skekkjast eitthvað eða vinda sig þessar hurðir og þá fer að blása með þeim. Hef séð það í fleiri terranoum.
En þetta eru ágætustu dósir, mjög góð vél og drifbúnaður afturúr en klafarnir eru handónýtir og mjög algengt að þeir misslíti dekkjum, séu þeir ekki hjólastilltir þeim mun oftar.
Ég kunni að mörgu leiti betur við terranoinn heldur en patrol flekann sem ég á núna.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Terrano spurningar varðandi ryð

Postfrá íbbi » 13.sep 2015, 15:58

þessir bílar haugryðga eins og fátt annað.


þú getur alveg reiknað með að fyrst að sílsinn er farinn svona að hann sé orðinn götóttur á fleyri stöðum.
mér hefur sýnst þeir flestir fara þarna. svo fara þeir á sumnum gólf/afturbretti undir afturstuðaranum, boddýfestignarnar losna frá grindini, innri brettin að framan ryðga í sundur aftan á hjólboganum, og ef þeir eru breyttir þá er yfirleitt hvalbakurinn götóttur líka, og stundum líka í óbreyttum, í einum af okkar var mótortölvan við það að detta inn í vélarrýmið.

þetta er í raun alger synd, því þetta eru þrælsterkir bílar, ég hef allavega fáu geta misboðið jafn mikið í drætti og flr eins og þessum bílum, en stálið í þeim er bókstaflega ónýtt
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Terrano spurningar varðandi ryð

Postfrá grimur » 13.sep 2015, 16:08

Taktu afturhjólin undan og bankaðu í grindina beggja vegna og alls staðar þar sem þú kemst að. Það borgar sig að útiloka ónýta grind fyrst af öllu, ef hún er ekki viðgerðarhæf er til lítils að nostra eitthvað við boddy.
Miðað við sílsana myndi ég ætla að grindin sé ekkert spes.
Kv
G


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 44 gestir