Díselolíuleki í Patrol
Posted: 02.sep 2015, 14:25
Er einhver sem getur aðstoðað mig með eftirfarandi vandamál?
Ég er með Patrol Y60 2,8 TD en það lekur dísilolía út úr olíuverkinu á honum. Sami hlutur gerðist í fyrra en þar sem ég átti bilaða vél þá skipti ég um olíuverkið. Og nú er sem sagt sami hlutur kominn upp aftur.
Hann lekur bara þegar hann er í gangi. Ég margprófaði að blása alla olíu í burtu og fylgjast með hvaðan hún kemur. Ég sé ekki betur en olían komi út um samskeyti á olíuverkinu. Ég fann mynd af svona olíuverki á netinu og merkti inn á hana leka staðinn. Ég man ekki betur en gamla olíuverkið hafi lekið á svipuðum stað.
Er einhver sem veit hvað er að gerast og hvernig er hægt að laga það?
Ég er með Patrol Y60 2,8 TD en það lekur dísilolía út úr olíuverkinu á honum. Sami hlutur gerðist í fyrra en þar sem ég átti bilaða vél þá skipti ég um olíuverkið. Og nú er sem sagt sami hlutur kominn upp aftur.
Hann lekur bara þegar hann er í gangi. Ég margprófaði að blása alla olíu í burtu og fylgjast með hvaðan hún kemur. Ég sé ekki betur en olían komi út um samskeyti á olíuverkinu. Ég fann mynd af svona olíuverki á netinu og merkti inn á hana leka staðinn. Ég man ekki betur en gamla olíuverkið hafi lekið á svipuðum stað.
Er einhver sem veit hvað er að gerast og hvernig er hægt að laga það?