Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 16.aug 2015, 19:54

Sælir

Það eru alltaf einhverjir snillingar hérna inni sem geta svarað vandamálum annarra :D

Ég er að leita af hentugu mekanísku olíuverki frá Bosch eða eitthvað sem ég gæti boltað beint í
stað núverandi olíuverks sem er tölvustýrt, árgerðin á bílnum er ekki nema 1996 og tegundin
er Chrysler Voyager 2.5 VM Diesel Turbo,

Olíuverkið er tölvustýrt með þriggja bolta hýsingu (þrír boltar sem festa það við blokkina)
en ég get ekki látið turbinuna boosta meira en orginal wastegate þrýsting sem er um 8pund
annars fer hann að ganga fáránlega, ég hef fundið út að Jeep Cherokee olíuverk passar
en það er vist bara dauðadæmt að finna þau í lagi hérna heima..

er einhver sem gæti vitað hvaða olíuverk væri hentugt að prufa? ég er til í vesen :p

Mynd af olíuverki með sömu gata fjölda við blokk og mig vantar.
Image


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Andrés
Innlegg: 25
Skráður: 02.apr 2013, 03:51
Fullt nafn: Andrés Ó Bogason
Bíltegund: Musso
Staðsetning: Seltjarnarnes

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá Andrés » 16.aug 2015, 20:50

hefurðu skoðað MMC 4D56 ?

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 17.aug 2015, 00:13

kominn með Peguot 1900cc diesel olíuverk lítur næstum eins út fyrir utan tölvustýringuna á mínu verki, ætla að prufa það
ef ég finn stað fyrir alternatorinn því hann rekst í punginn sem stendur himinn hátt uppúr olíuverkinu, myndin mín að ofan
er eiginlega bara nákvæmlega eins og þetta peugeot olíuverk...

Annars ef einhver lumar á olíuverki úr 2.7 terrano, þau eru víst keimlík þessu á myndinni minni.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá biturk » 17.aug 2015, 11:22

3.1 isuzu olìverk sýnist mér mjög svipað og á að vera mjög auðvelt að boosa með þvi
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 18.aug 2015, 01:09

Jæja nú er ég að fara yfir á geðdeildina!!!

Eg man eftir umræðu um vesen með tölvustýrt olíuverk, man ekki í hvaða bil það var eða tegund af vél það var
en man bara að Elli ofur var að brasa í þessu og aðrir voru að leggja honum hjálapar hönd í formi þekkingar
og einn sagði sögu sína af vandræði sínu með tölvustýrt olíuverk sem hljómaði nákvæmlega eins og vélin er
að gera hjá mér... ég finn ekki þennan þráð svo ég hendi þessu bara hingað inn...

Þannig er mál með vöxtum að vélin sem er með þetta blessaða tölvustýrða olíuverk virkar eins og skildi
með þrem öðrum hlutum sem eru spjaldstöðuskynjari sem er staðsettur á inngjöfinni, skynjara í fyrsta
spýssnum sem á að gefa 0.03volt frá sér þegar gormurinn leggst saman inní spýssinum og þá fær tölvan
þetta boð og sendir boð í olíuverkið til að opna fyrir meiri olíu allt þetta virkar svo með loftflæðiskynjara
sem nemur bæði magnið og hita loftsins. . .

vélin hoppar í gang og keyrir fint alla daga nema hvað að ég tók allti einu eftir því að hann gefur ekki olíu
eftir 2000sn. eða hann gefur olíu nóg til að hann löllast áfram en það er ekkert spark í rassin eftir 2000sn
hann er flottur fyrir 2000sn t.d. að gefa allt í botn í 2gír frá 900sn þá botnaru petalann og hann rífur sig áfram
upp í 2000sn þá bara eins og hann skrúfi fyrir turbinuna!! þessu tók ég bara ekki eftir fyrr en ég var að draga
fulla kerru af rusli á leið í sorpu þegar ég var í 3gír að reina að rogast upp brekku og þurfti að skipta niður í 2gír
(undir 2000sn) og hann stekkur bara af stað og allt draslið í kerrunni fór næstum úr henni og um leið og hann
hittir 2000sn þá bara aftur eins og einhver hafi skrúfað fyrir turbinuna gerist bara ekki neitt, skiptir eingu hvort
ég botn stíg petalann eða rétt snerti hann..

þegar ég er í hlutlausum og gef honum hressilega inn þá fer hann mjög fljótlega uppí snúning, bara til að hafa
þær upplýsingar með.

Einhverjar aðrar vélar með svipað þessum búnaði og ég var að útskýra og einhver sem hefur verið að lenda í þessu? ég bara spyr :D
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá Sævar Örn » 18.aug 2015, 06:52

Eitt sinn glimdi eg við nakvæmlega þetta vandamal sem þu ert að lysa eins og klippt væri fyrir kraftinn a akveðnum snuning hja mer var það að visu a galloper jeppa og a 2300 sn/m en eftir mikið höfuðrask komst eg að þvi að hraoliurorið var að draga falskt loft, fattadi þetta með þvi að keyra bilinn með oliubrusa i huddinu þannig hann saug beint upp ur slöngu og þa bar ekki a neinu vandamali...

kannski þess vert að athuga er fljotlegt og einfalt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá svarti sambo » 18.aug 2015, 08:28

Miðað við myndina hér að ofan, þá sýnist mér að þessi vél sé með kaldstarti. Ef að kaldstartið er að hrekkja þig, þá getur hún hagað sér svona.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá ellisnorra » 18.aug 2015, 14:34

Þú ert sennilega að leita af þræðinum um þegar ég setti td27eti í hiluxinn minn.
Hann er hér viewtopic.php?f=26&t=9006

Til að gera langa sögu stutta þá var rifin intercoolerhosa að stríða mér þá. Túrbínan var það þétt og góð að eftir nokkur þúsund km akstur með þetta bilað var samt ekki vottur af olíusmiti þar sem það blés út. Fann þetta þegar ég fór að þrýstiprófa inn á gólfi.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 19.aug 2015, 00:12

Þakka fyrir upplýsingarnar strákar, ég ætla að prufa þetta með brúsa með diesel olíu í húddinu,
og svo næst væri það þá að þrýstiprófa lagnirnar eins og Elli ofur lennti í, þetta er bara svo skrítið
að það er hægt að stilla klukkuna eftir þessu, ALLTAF í 2000sn þá bara eins og slökkt sé á aflinu.

Ég tengdi í hann boost mæli og furðulega við það að þegar ég er í 2gír og hann er kominn í 2000sn
og ég er samt að botnstíga kvikindið út snúningssviðið þá fer hann úr stigmagnandi úr orginal blæstri (0.5bör) og uppí
1bar en svo þori ég ekki að stíga hann meira kominn hátt í 6500sn og skipti um gír og þá sama í 3gír
stíg hann í botn yfir 2000sn lööölla uppí 6000sn t.d. þá fer hann uppi cirka 0.9bör í þessi bæði skipti
gerist fátt í aflinu bara rétt kemst áfram en ég heyri að hann er að greinilega að blása vel því það er
bara 2m rör undir bílnum frá turbinu og að síls engir kútar (hélt þetta væri stíflað púst í upphafi)
Þannig mér dettur ekki annað í hug en að honum vantar olíu á móti og þetta tölvustýrða olíuverk er
að stríða mér...

nota bene áður en pústið fór undan þá heyrðist enginn blástur í turbinu eftir 2000sn samt fór boost
mælirinn uppí hátt í 1bar við botn inngjöf.

ég á nokkra slöngubúta og intercooler pipur ætla að beintengja turbinuna við inntakið og prufa hann þannig
í þessum bíl er stærsti intercooler sem ég hef á ævinni séð, dauðlangar að rifa hann úr bílnum og skoða hann :D
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá olei » 19.aug 2015, 01:34

Terrano 2,7 með tölvu-olíuuverki, lét mjög svipað hjá mér og þú lýsir. Það var loftflæðiskynjarinn sem var vandamálið. Mér virtist það virka þannig að þegar ákveðnu loftflæði var náð (álag og snúningur spila þar nokkuð saman) þá kúttaði hann á olíuna og meira gerðist ekki. Ég gat rólað á 90 um þjóðvegina án þess að finna neitt (óbreyttur ssk. bíll) en við framúrakstur þá bara gerðist ekkert... og maður þurfti gjarnan að hætta við slíkar tilfæringar. N.B þessu fylgdu engir bilanakóðar og ekkert óeðlilegt kom fram við tölvulesningu í rauntíma í lausagangi.

Auðvitað er alveg óvíst að það sé vandamálið hjá þér, en ef þú hefur tök á að prófa annan skynjara þá mæli ég með því.

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 20.aug 2015, 00:01

Olei er ábyggilega með þetta, fór út og setti bílinn í gang og keyrði hann aðeins um, lagði honum, opnaði húddið og tók loftflæðiskynjarann úr sambandi
gangur vélarinnar breyttist ekkert og hann lét nákvæmlega eins í akstri, þá tók ég skynjaran úr og skoðaði hann og það er brunalykt af honum!
Ohm mældi hann og það kom ekkert á mælinn hjá mér, búinn að finna annan skynjara á ebay en þetta er asnalega dýrt drasl 39þ komin heim

Ef einhver veit um 4 víra loftflæði skynjara sem er með plöggi sem er í laginu eins og strætó og með járnsmellu sem heldur því föstu á skynjaranum
þá megiði endilega benda mér á í hverskonar bifreið hann er að finna, kikti í vöku og þetta er ekki hægt að finna þar, man eftir svona plöggi í Toyotu
en það var spjaldstöðuskynjari á 4x4 Camry :/

Ég hlæ ef þetta er svo ekki þessi skynjari, svo græt ég.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá Sævar Örn » 20.aug 2015, 00:05

talaðu við þór í partar og þjónusta í hafnarfirði
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 20.aug 2015, 00:10

Athuga hann, takk fyrir það,

Tek mynd af skynjaranum á morgun og pósta því hingað ef ég finn þetta ekki
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 20.aug 2015, 00:12

Fann mynd á google.

Image
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá svarti sambo » 20.aug 2015, 00:18

Hann er svipaður og skynjarinn í Terrano, með bosch verkinu.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá ellisnorra » 20.aug 2015, 00:22

Wild shot, ég á einn nýjan svona uppí hillu úr mínu ævintýri... http://www.ebay.com/itm/New-GENUINE-Nis ... 3b&vxp=mtr

Reyndar ekki genuine nissan heldur aftermarket, kostaði 22þús hingað kominn. Eitthvað svipað og þitt plögg?

edit, þú skrifaðir annan póst á meðan ég skrifaði þennan :D
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 20.aug 2015, 01:10

Takk fyrir boðið Elli, en ég er búinn að finna annan skynjara frá bretlandi á cirka 18þ komin heim ætla samt að prufa eitt í viðbót
áður en ég fer að spandera, ég bara trúi ekki að þessi skynjari geti virkilega verið sökin á svona gömlum bíl :D

Hvaða bílar koma með svona skynjara í einum spýss sem þið vitið um? Er þetta í terrano lika?
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá ellisnorra » 20.aug 2015, 08:46

Já fyrsti spíss er með skynjara í terrano líka, bæði í bosch og zexel. Þú færð minn á umtalsverðum afslætti ef þú vilt hann, ég hef ekkert með hann að gera.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 23.aug 2015, 00:04

en hvað gerir þessi skynjari í Terrano, finn ekkert um það á google...

Er búinn að taka fram að ofan hvað þessi skynjari gerir hjá mér samkvæmt google og manualnum (fylgdi bók með bílnum) :D
En ég hef tekið allt úr sambandi sem ég gat tekið úr sambandi ánþess að vélin dræpi á sér og hann hagar sér nákvæmlega ein

tók spýssinn úr sambandi, loftflæðiskynjarann, olíuþrýstings skynjarann, og svo er einhver loft dælu memra tengd við tölvu sem
ég tók líka úr sambandi hún var tengd við EGR ventilinn til að opna og loka honum og brake boosterinn. Allt þetta var gert til að
athuga hvað þessi vél þarf tilþess að halda sér í gangi og keyra og var með það í huga frá byrjun að eyða út þessu tölvu rugli og
hend í þetta mekanísku olíuverki og hætta þessum óþarfa pælingum :D
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá ellisnorra » 23.aug 2015, 06:56

Airflow gefur merki 0-5v eins og hinir skynjararnir til að segja tölvunni hvað loftmagnið er mikið. Vélin gengur þó þú takir hann úr sambandi eða að hann sé bilaður, tölvan fær hinsvar ekki rétt merki og gefur ekki rétt magn af olíu. Hljómar kunnuglega? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá svarti sambo » 23.aug 2015, 11:02

Set spurningarmerki við eitt atriði. Það hlýtur að vera þrýstiskynjari eða 6-8mm loftslanga frá soggrein að verki, þar sem að olíuverkin stjóna olíumagninu m.a. eftir þrýsting í soggrein. Ef að sú skynjun er ekki í lagi, þá fer allt í rugl. Sá þrýstingur stjórnar olíumagninu á eftir manual. Verkið virkar manual upp að ákveðnum snúning, síðan stjórnar túrbínuþrýstingurinn olíumagninu, eftir það. Gott að vera með boost pressure table fyrir viðkomandi vél, þegar að maður er í svona æfingum. Eitt lítið nálargat, getur sett allt í rugl. Gott að hella sápulög yfir soghlutann, og reyna að finna leka.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá ellisnorra » 23.aug 2015, 17:36

Ertu ekki eitthvað að við gamlat mekkaníst verk Elías? Þetta er tölvustýrt, meira að segja á mínum tölvustýrða terrano var ekki boost sensor (MAP (Manifold Air Pressure)) fyrir tölvuna (alveg 100% á hreinu) þannig að tölvan hafði ekki hugmynd um boost pressure í rauntíma. Mér fannst það mjög skrýtið.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá svarti sambo » 23.aug 2015, 21:57

elliofur wrote:Ertu ekki eitthvað að við gamlat mekkaníst verk Elías? Þetta er tölvustýrt, meira að segja á mínum tölvustýrða terrano var ekki boost sensor (MAP (Manifold Air Pressure)) fyrir tölvuna (alveg 100% á hreinu) þannig að tölvan hafði ekki hugmynd um boost pressure í rauntíma. Mér fannst það mjög skrýtið.


Elli. Gömlu vélarnar voru með slöngu á milli soggreinar og membru á verki, enn tölvustýrðu vélarnar eru með þrýstiskynjara. Allavega eru Volvo Penta tölvu bátavélarnar, með bæði loftflæði og hitanema í sama skynjaranum, ásamt þrýstinema í soggrein ( boost sensor ). Við búum til túrbínuþrýstinginn, með olíunni. En ekki bara með loftflæðiskynjaranum. Ef að ég hef skilið þessa fræði rétt, þá er loftflæðiskynjarinn, til að auka nýtinguna úr olíunni. Ná niður eyðslu. Ég er búinn að stúta tveimur loftflæðiskynjurum, í mínum Terrano, og ég hef alltaf getað náð honum upp á snúning, en hann verður vita máttlaus. Ég hef svo sem aldrei skoðað það, hvort að það sé þrýstiskynjari á soghlutanum, í terrano. Þessar dísel vélar hafa ekkert breyst í grunnin, þó svo að það sé komin tölva. Þær vinna ennþá á sama lögmálinu, eða allavega þessar vélar sem ég er að umgangast alla daga. Þó svo að það sé komið fullt af allavega rusli, til að bila og fá fleiri hestöfl.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá svarti sambo » 23.aug 2015, 23:00

Ef að það er einhvað að marka Mr. google, þá ætti hann að líta svona út í Nissan. þessi boost sensor.

22365EB30Aa.jpg
22365EB30Aa.jpg (566.88 KiB) Viewed 4908 times


Elli. Maður verður eiginlega að fara og skoða þetta betur hjá sér. Og sjá hvort að hann sé til staðar.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá sonur » 23.aug 2015, 23:09

elliofur wrote:Airflow gefur merki 0-5v eins og hinir skynjararnir til að segja tölvunni hvað loftmagnið er mikið. Vélin gengur þó þú takir hann úr sambandi eða að hann sé bilaður, tölvan fær hinsvar ekki rétt merki og gefur ekki rétt magn af olíu. Hljómar kunnuglega? :)


Er í raun nákvæmlega þetta sem er í gangi en alltaf á sama snúníng sem hann hættir að gefa olíuna, 2000sn.
ég var alveg á því fyrst að þetta væri loftflæðiskynjarinn en lika skynjarinn í spýssnum því hann á að virka á
svipuðum snúning þannig þetta gerir þetta ennþá leiðinlegra að finna út hvað þetta getur verið sem er að.

útí í heimi hafa menn lennt í nákvæmlega sama hlutnum en einginn var sem sömu útkomuna á vandræðinu
einn var með að spýssinn var ónýtur og skipti um hann og allt var í orden eftir það
einn var með að loftflæðiskynjarinn var ónýtur
og svo sá þriðji skipti um allt sem hægt var að skipta um þar á meðal tölvuna sjálfa og á endanum fann
hann það út að það var komið mikró gat á hosu uppvið intercooler, sem segir mér það að þetta tölvu rusl
er handónýtt það má ekkert vera að þá fer hann í limp móde!


svarti sambo wrote:
elliofur wrote:Ertu ekki eitthvað að við gamlat mekkaníst verk Elías? Þetta er tölvustýrt, meira að segja á mínum tölvustýrða terrano var ekki boost sensor (MAP (Manifold Air Pressure)) fyrir tölvuna (alveg 100% á hreinu) þannig að tölvan hafði ekki hugmynd um boost pressure í rauntíma. Mér fannst það mjög skrýtið.


Elli. Gömlu vélarnar voru með slöngu á milli soggreinar og membru á verki, enn tölvustýrðu vélarnar eru með þrýstiskynjara. Allavega eru Volvo Penta tölvu bátavélarnar, með bæði loftflæði og hitanema í sama skynjaranum, ásamt þrýstinema í soggrein ( boost sensor ). Við búum til túrbínuþrýstinginn, með olíunni. En ekki bara með loftflæðiskynjaranum. Ef að ég hef skilið þessa fræði rétt, þá er loftflæðiskynjarinn, til að auka nýtinguna úr olíunni. Ná niður eyðslu. Ég er búinn að stúta tveimur loftflæðiskynjurum, í mínum Terrano, og ég hef alltaf getað náð honum upp á snúning, en hann verður vita máttlaus. Ég hef svo sem aldrei skoðað það, hvort að það sé þrýstiskynjari á soghlutanum, í terrano. Þessar dísel vélar hafa ekkert breyst í grunnin, þó svo að það sé komin tölva. Þær vinna ennþá á sama lögmálinu, eða allavega þessar vélar sem ég er að umgangast alla daga. Þó svo að það sé komið fullt af allavega rusli, til að bila og fá fleiri hestöfl.



Ég er búinn að stinga hausnum bakvið mótorinn og þreyfa eftir einhverjum þrýstings skynjara á inntakinu það er nefnilega
engin slanga frá turbinu inná inntak né frá einhver slanga frá olíuverkinu bara tölvu vírkar tvö plögg, ég tengdi sjálfur boost
mælir inná turbinu með að skera þessa einu slöngu sem var á turbinunni sem var tengd frá inntaki turbinu yfir á wastegateið
og setja "T" stikki á milli og slöngu inní bíl.

Ég skildi það nefnilega ekki sjálfur hvernig gat olíuverkið vitað hve mikill þrýsting turbinan væri að blása til að vega á móti
með diesel olíu en þá á vist þessi skynjari í spýssinum að koma sterkur inn einhvernveginn sem ég skil heldur ekki hvernig
á hann að vita eitt né neitt nema að olíuverkið gefi fullan þrýsting inná spýssana þá á þessi skynjari í spýssinum að gefa boð
í tölvuna þannig þetta er allt farið að snúast að loftflæðiskynjaranum aftur hjá mér ef að hann nær ekki að nema loft magnið
inná mótorinn þá gefur tölvan ekki rétt boð í olíuverkið og olíuverkið opnar sig ekki eins og það á að gera.....
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá svarti sambo » 23.aug 2015, 23:23

Þessi skynjari, sem er oft bara á fremsta spíss, vinnur með sveifarásskynjaranum. þeim á að bera saman, þannig að verkið sé t.d. ekki að dæla of miklu magni og rugla olíutímann. Þá opnar spíssinn of snemma. Það er líka gott að vera með tvo títiprjóna og stinga í gegnum víra sem á að mæla, meðan vél er í gangi, og fá þannig raun gildi. Svo að maður þurfi ekki að búa til milljón mæliskott. Tölvuvélar eru mjög viðkvæmar fyrir breytingum á viðnámum. t.d. í köplum og fl.
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Vændræði með Bosch diesel olíuverk

Postfrá grimur » 24.aug 2015, 22:35

Það eru oftast annað hvort loftflæði eða þrystiskynjarar á vélum, ekki bæði. Loftflæðiskynjari mælir inn allt loft, hvort sem því er svo þjappað inn á soggrein eða ekki. Þannig er MAP sensor eiginlega óþarfur.
Olían er svo skömmtuð inn miðað við loftið.
Svo er hin leiðin að gera þetta eins og megasquirt, að nota bara MAP sensor, sem er líka ágætt.

Kannski er í einhverjum tilfellum notaður MAP sensor til að skipta á milli styringa eins og nefnt var hér að ofan, þannig að fyrir ofan t.d. vissan þrýsting fari loftflæðiskynjarinn að taka við. Þannig system gætu einmitt hagað sér undarlega þegar flæðiskynjari er bilaður og tekur ekki við.
Kv
G


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 65 gestir