Síða 1 af 1

Ryðguð grind í LC 90

Posted: 15.aug 2015, 20:34
frá ÓskarÓlafs
Sælir félagar, ég var að fá mér minn fyrsta jeppa og, eins og mín heppni gefur til, fann ég einn með þessu líka fína ryðgati í grind bakvið afturdekk hægrameginn. myndi skella inn myndum en myndavélin á símanum er ekkert sérstaklega nothæf. Ég ætla mér að fara í að gera við í næstu viku að skera úr ryðið og sjóða nýtt í en myndi þiggja öll góð ráð varðandi hvernig stál ég ætti að nota og hvað sem er í sjálfu sér.... geri síðan þráð um bílinn eftir viðgerð ( eða íkveikju... fer eftir suðuhæfileikum mínum...)

Re: Ryðguð grind í LC 90

Posted: 11.sep 2015, 09:15
frá Axel Jóhann
Ég hef lagað þá ansi marga Pajero og nota ég alltaf 4-5mm stál plötu, þú getur ef þú gerir mát með pappaspjaldi farið og látið skera út fyrir þig stykki sem leggst alveg að grindinni og þá er þetta ansi snyrtilegt, númer eitt tvö og þrjú er bara að slípa allt ryð og ógeð í burtum, gott er að nota lofthamar (svona meitill sem gengur inn út) til að rústbanka og svo góða sklípiskífu og vírskífu á slípirokk. Svo bara ganga vel frá með grunn og underbody coat(tectýl)