Ryðguð grind í LC 90
Posted: 15.aug 2015, 20:34
Sælir félagar, ég var að fá mér minn fyrsta jeppa og, eins og mín heppni gefur til, fann ég einn með þessu líka fína ryðgati í grind bakvið afturdekk hægrameginn. myndi skella inn myndum en myndavélin á símanum er ekkert sérstaklega nothæf. Ég ætla mér að fara í að gera við í næstu viku að skera úr ryðið og sjóða nýtt í en myndi þiggja öll góð ráð varðandi hvernig stál ég ætti að nota og hvað sem er í sjálfu sér.... geri síðan þráð um bílinn eftir viðgerð ( eða íkveikju... fer eftir suðuhæfileikum mínum...)