vandamál með dísel

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

vandamál með dísel

Postfrá Sævar Páll » 07.aug 2015, 21:59

Sælir. Mig vantar ráðleggingar í sambandi við díselolíufæðingu á vél. Málið er að ég held að dælan sem sígur uppúr tank sé orðin slöpp og nái því ekki alltaf að skaffa olíuverkinu næga olíu. Ég var að spá hvort það væri einhver séns að nota rafmagnsdælu sem dælir á milli tanka í venjulegum bílum til að fæða olíuverkið framí. Ég held að nokkur pund séu nóg, 3-5, en ég er ekki alveg viss. Eru einhverjar fleiri dælur í boði sem hægt er að nota í svona föndur?
Vélin er om 314 benz vél.



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: vandamál með dísel

Postfrá svarti sambo » 08.aug 2015, 00:35

Það skiftir mestu máli, magnið sem dælan dælir, þó svo að þrýstingurinn skiftir líka máli. Þarft að vita t.d. hvað orginal dælan er að dæla, og fá svo eitthvað sambærilega rafmagnsdælu. Þessar upplýsingar eru sjálfsagt á gömlu dælunni, eða hjá Mr. Google. En getur ekki verið að orginal dælan sé bara að draga falskt loft.
Fer það á þrjóskunni


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: vandamál með dísel

Postfrá Sæfinnur » 08.aug 2015, 08:15

Fæðidælan á Ram 2000 er rafmagnsdla sem er staðsett frammi í vélarsal. Hún ætti að duga þér hvað magn varðar og er ekki dýr. Bara vera viss að þú sért ekki að draga falskt loft.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vandamál með dísel

Postfrá jeepcj7 » 08.aug 2015, 10:37

Flestar rafmagns dælur virka í svona en ég myndi ekki nota dælu frá innspýtingu þar er óþarflega mikill þrýstingur í gangi.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: vandamál með dísel

Postfrá Sævar Páll » 08.aug 2015, 11:46

já ég veit að innspýtingardælurnar eru allt of háþrýstar, þess vegna var ég að spá í svona transfer dælu. Ég held ég sé búinn að leita af mér allan grun um falst loft, en mig grunar dæluna vegna þess að þegar ég tók olíutankinn undan og hreynsaði gruggglasið og síuna var svo ævintýralega mikið magn af skít og ógeði sem kom þarna út að það hlýtur að vera að dælan hafi tekið inná sig eitthvað. Veit annars einhver hve mikið mál er að taka í gegn fæðidæluna á svona olíuverki?
Er ekki vonlaust að reyna að nota bensíndælur í svona æfingar?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: vandamál með dísel

Postfrá svarti sambo » 08.aug 2015, 13:47

Ég geri ráð fyrir því, að þú sért að tala um dæluna, sem er utan á verkinu. Hún er bæði hand og fæðidæla, og það getur verið drulla í ventlunum í henni. Þá sullar hún bara í sjálfri sér. Þessar dælur eru mjög einfaldar stimpildælur, og það getur verið nóg að hreinsa hana. Það er líka spurning með mótþrýstilokann á verkinu. Ef að það er brotinn gormur í honum, þá byggist ekki upp þrýstingur í verkinu og vélin verður t.d. mjög erfið í gang. Ef að dælan er farin, þá myndi ég halda, að þú ættir að geta fengið hana hjá framtak-Blossi, á skynsamlegu verði. Myndi halda að þessar dælur, séu ekki mjög dýrar, þar sem að þær eru svo algengar og einfaldar.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vandamál með dísel

Postfrá jeepcj7 » 08.aug 2015, 19:54

Ég var með bensíndælu úr gömlum range rover í econoline við 6.9 diesel í nokkur ár bara virkaði.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: vandamál með dísel

Postfrá Sævar Páll » 08.aug 2015, 20:38

Ok takk fyrir. Var eitthvað búinn að skoða þessar dælur, fann eina á 400 dollara sem mér fanst full blóðugt. Kanski maður fari bara í að hreinsa hana upp, og sjái hvað það gerir.
Kærar þakkir fyrir ráðleggingarnar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir