Síða 1 af 1
lím
Posted: 31.júl 2015, 11:51
frá teiturgu
Góðan dag.
Ég er í svolitlu veseni með að ná lími af húddinu hjá mér eftir að ég tók sportrendurnar af, sem voru bara plast límborðar.
Ég er búinn að prófa öll efni sem ég á til í skúrnum og ekkert gengur, margar tegundir af þynni og ýmsu öðru, er einhver með patent lausn á þessu vandamáli.
mbk. Teitur
Re: lím
Posted: 31.júl 2015, 11:58
frá hobo
Ég notaði einhverntíman naglalakkaleysi sem er held ég sama og aceton.
Þetta átti að vera gamalt húsráð og það svínvirkaði.
Re: lím
Posted: 31.júl 2015, 12:13
frá teiturgu
Stal acenton frá konunni en það virkaði ekki vel, veit ekki hvaða ofurlím þetta er fyrst ekkert virkar á það.
Re: lím
Posted: 31.júl 2015, 15:36
frá konradleo
Pròfadu míkíngarefni blandad í vatn 50/50 veit ad thd virkdi á límmrönd á hjólhísi skemmir ekki lakkid, ef thd virkar ekki pròfadu thá bremsuhreinsi en thad gjæti skemt lakkid med of mikklu nuddi.
Kvedja, Konni
Re: lím
Posted: 31.júl 2015, 19:00
frá villi58
Oft dugar að hita með hitabyssu og svo Asenton
Re: lím
Posted: 01.aug 2015, 07:14
frá grimur
Ertu nokkuð búinn að prófa WD40?
Hefur virkað hjá mér nokkrum sinnum á svonalagað þegar annað klístrar bara út límið og gerir ekkert gagn....
Acetone er svolítið varasamt stuff, getur leyst upp fleira en maður ætlar...
Kv
Grímur
Re: lím
Posted: 01.aug 2015, 18:23
frá lettur
WD 40. Láta það liggja á í ca 10 mínútur.