Síða 1 af 1

driflokur

Posted: 16.jan 2011, 21:58
frá LeibbiMagg
sælir mig vantar upplýsingar hjá ykkur

ég er að spá í að taka ut þetta vagoom kerfi í troopernum hjá mér og setja undir hann handvirkar driflokur

nr 1 er það mikið vesen mér var sagt að það væri ekkert mál

nr ég setti driflokur undan patrol á 4 runner ætli þær passi ekki á trooperinn ?

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 22:01
frá Stebbi
Afhverju viltu setja lokur á bílinn???? Ef að það er eitthvað vacuumstýrt við framdrifið þá lagarðu það ekki með því að setja lokur á bílinn.

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 22:11
frá LeibbiMagg
ég var ekkert að tala um að laga eitt ne neitt ég ætlaði að skipta þessum búnaði ut setja handvirkar driflokur i staðin fyrir vacuum mér finst þetta vacuum kerfi leiðinlegt mér var sagt að það væri hægt og það var það sem eg var að spurja að

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 22:52
frá helgiaxel
Þetta er mjög snjallt hjá þér, orginal lokurnar virka þannig að hann er í lokunum þangað til að vakumi er hleypt á hana og þá fer hann úr, þannig að ef þú aftengir bara vakumið þá geturu notað manual lokur, þú þarft auðvitað að vera með lokur sem passa upp á rillurnar á öxulendanum hjá þér, man ekki hvað þær eru margar á Trooper, bara rífa hlífina af og telja :)



Kv
Helgi Axel

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 23:17
frá LeibbiMagg
þakka þér fyrir þetta helgi einmitt það sem ég var að spurja um hvort þetta gengi ekki upp hjá mér en ef einghver veit hvort driflokurnar sem ég er með passi uppá þá megiði segja mér endilega eða segja mér hvaða lokur passa takk

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 23:22
frá ofursuzuki
Ég held ég fari rétt með að það eru engar driflokur á þessum bíl hjá þér heldur það sem er kallað "shift on the fly" með rafstýrðu vacumdóti sem er staðsett bílstjóramegin á hásingarstubbnum. Er ekki takki í mælaborðinu fyrir 4X4 sem
þú þarft að setja á til að eitthvað gerist og svo er skipt milli háa og lágadrifs með stöng. Ef þú ætlar að afleggja þessu sýstemi þarftu annað hvort að setja heilan öxul í þeim megin sem þessi útbúnaður er því öxullinn þar er í tvennu lagi eða sjóða saman öxulpartana. Veit að það hefur verið gert á MMC L200 sem er með svona útbúnaði. Þegar þú ert búinn að þessu getur þú sett á hann venjulegar driflokur.
Þessi útbúnaður er oft til leiðinda þannig að ég skil vel að þú viljir losna við hann. Það er bara eitt sem ég er ekki viss
á en það er hvort þú þarft ekki eftir sem áður að nota takkann til að segja öllu rafmagns dótinu að hann sé kominn í fjórhjóladrifið, held að þetta sé eitthvað tengt vélartölvunni og jafnvel ABS bremsum ef hann er með þær.

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 23:26
frá LeibbiMagg
jú þetta er svoleiðis en veit ekki með þetta tölvu dæmi sko ...ef menn vita um einhverja sem hafa gert þetta mega þeir allveg deila þeim með mér þannig ég geti kanski sett mig i samband við þá og spurt útí þetta....en hvernig er það gæti ég soðið öxul bitana saman og sett annann milli kassa þannig ég gæti sett i framdrifið með stöng en ekki takka? eða er það bara vitleysa?

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 23:27
frá LeibbiMagg
og ef ég get það hvaða bíl gæti ég notað millikassa frá?

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 23:35
frá ofursuzuki
Held að það sé of mikið mál að fara að skipta um millikassa og ég veit ekki hvaða kassi gæti gengið við þetta og örugglega yrði það eitthvert mix. Bróðir minn á svona bíl og er að spá í að gera þetta sama og ætlar hann að taka bara í burtu arminn sem færir til hulsuna sem læsir öxlunum saman en skilja allt hitt dótið eftir svona til öryggis en svo er bara að prófa hvort það skipti einhverju mál þó takkinn sé ekki á. Eins og ég sagði þá veit ég að hulsan hefur verið soðin föst á svona útbúnaði og hefur það alveg verið að virka.

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 23:37
frá LeibbiMagg
okey glæsó ætlar hann semsagt að sjóða öxulbitana saman ? skyldi ég þetta rétt? ef hann verður buinn að þessu á undan mér máttu segja honuma að skella inn herna hvað hann gerði og hvað á að gera:P

Re: driflokur

Posted: 16.jan 2011, 23:39
frá ofursuzuki
Já ég veit ekki betur en hann ætli að gera þetta svona og ég skal setja það hér inn þegar hann er búinn að prófa þetta.

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 00:00
frá LeibbiMagg
takk

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 11:00
frá SiggiHall
Eruð þið vissir um að hann sé ekki alltaf í 4x4 á millikassanum, og það eina sem 4x4 takkinn geri sé að tengja öxulinn?

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 11:21
frá HaffiTopp
..

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 18:46
frá LeibbiMagg
þetta er líka bara spurning um hvað menn vilja og hvað menn vilja ekki

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 19:56
frá jeepcj7
Ætli það sé ekki sniðugast að fá dótið úr eldri trooper sem er með 3.1 vélinni ef á að spá í svona æfingum,þar er handskiptur millikassi og lokur ekkert rafmagnsdrasl.Jafnvel hirða bara hásingarstubbinn líka yfir.
Annars líst mér ekkert á að sjóða rillu stykkið við öxlana,líst miklu betur á að festa bara gaffalinn á.
Eina vesenið annars á þessu dóti í bílnum hjá konunni :o) er að 2 skipti er einn af grönnu vírunum sem kemur á spólurnar niðri á hásingu búinn að brotna/liðast í sundur.

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 20:11
frá ellisnorra
"Leibbari", hvað er að þessum búnaði sem fer svona í þig? Ef þetta virkar, hvað er þá vandamálið? Eða virkar þetta kannski ekki?

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 20:14
frá helgiaxel
Þessi búnaður virkar þannig að á öðrum öxlinum er rilluflangs sem annaðhvort læsir honum eða kúplar honum út, það er vacumpungur sem stýrir þessu hann er minnir mig gormlestaður og vacumið tekur hann úr lás, þannig að þegar hann er í 4x4 þá er það gormurinn sem heldur honum læstum en vacumið tekur hann af, held að þetta sé svona, lang algengasta útgáfan, þegag annar öxullinn er kúplaður frá með vacumi snýr hinn pláhnetugírnum inni í drifunu en snýr ekki drifinu sjálfu(þ.e kamb og pinjon)
Í millikassanum er er rafmagnsspóla sem setur hann í 4x4, þú kemst ekki í lága drifið nema vera fyrst í 4x4 þannig að þú getur tengt saman vírana á stöðuskynjarnum í framdrifinu hjá þér, ekki víst að það þurfi samt en þú færð ekki ljósið í mælaborðið nema tengja þá saman.
Þessi flangslás sem er við framdrifið hjá þér alveg jafn sterkur og öxlarnir hjá þér ef ekki sterkari þannig að það ætti að vera nóg að láta gorminn sjá um að halda þessu lokuðu og setja manual lokur út í hjólnöf. en ef þetta er á hinn veginn að það er vacum sem setur læsinguna og önnur slanga sem tekur hana af þá getur opnað vacumpunginn og þvingað hann fastann lokaðann, annað hvort með stífum gormi eða til að vera alveg öruggur , sett stoppskrúfu á hann.
Mjög lítið mál og ætti að vera alveg skothelt

Kv
Helgi Axel

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 20:18
frá birgthor
Ef þetta er eins og á gamla cherokee með vagúm púng á hásingu og gaffall sem færir hulsu til þess að splitta öxlunum saman þá er mjög einföld aðgerð að festa bara gaffalinn. Ég gerði þetta á cherokee sem ég átti og það tók um það bil 2klst, þá er bíllinn alltaf að snúa framdrifinu með. Það er bara ágætt, ekkert teljandi meira slit né eyðsla. Og þá ertu alltaf öruggur að með að hann svíkji ekki.

Re: driflokur

Posted: 17.jan 2011, 21:40
frá LeibbiMagg
elli það er nefnilega málið þetta virkar ekki við fórum í jeppa ferð uppí öxarfjarðarheiði og þaðan uppá óttar og eftir þá ferð kem ég honum ekki í framdrifið og þetta er ekki i firsta skiptið sem þettta er að svíkjast og þess vegna er þessi búnaður farinn i taugarnar á mér:)

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 11:20
frá Stebbi
Ef að spólan á millikassanum er ekki til vandræða og bara framdrifsdótið sem er að stríða þér þá myndi ég bara festa framdrifið með því að taka af því vacumið. Í nánast öllu þessu vacumdóti þá er það gormur sem setur saman öxulinn og vacum sem tekur hann í sundur. Ef þú gerir það svona þá hefurðu enþá 4x4 takkann til að tengja framdrifið í millikassanum og sterku flangsana útvið hjól, þeir eru mun sterkari en lokur.
Best er samt sem áður að laga þetta þannig að það sé ekki til vandræða, þetta er almennt nokkuð góður búnaður. En ef stefnan er að smíða eitthvað tröll úr hinum og þessum hlutum þá mæli ég með gastækjum eða plasmaskurðarvél og hreinsa allt draslið undan, setja hásingu undir og spá ekki í þessu meir.

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 11:36
frá LeibbiMagg
langar rosalega að skella undir hann patrol hásingum en efnahagurin býður ekki uppá það akkurat þessi árin skulum við segja

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 12:23
frá ofursuzuki
Mér hefur nú heyrst að það sé oftar en ekki sem þessi útbúnaður er að svíkja, sérstaklega þegar bíllinn er kominn á
töluvert stærri dekk. Sá svona dót úr L200 þar sem rílustykkið var allt orðið nagað og spennti sig alltaf í sundur.
Ég sé nú heldur ekki afhverju ekki að setja driflokur úr því verið er að afleggja þessu á annað borð, það hlítur að vera
betra að vera ekki að snúa öllu framdrifsdótinu þegar ekki er verið að notað það og þó að flangsarnir séu sterkari
en lokurnar þá held ég að það sé betra að brjóta eina loku heldur en að brjóta eitthvað annað. Hef aldrei lent í því að brjóta loku en er búinn að brjóta drif og hefði nú heldur kosið lokuna. Það hafa verið settar Dana hásingar undir þessa bíla að framan úti í USA og er það að því er mig minnir útaf svipuðum hlutföllum, það var hægt að fá 5.38 hlutföll í þessa bíla og
þá passaði að vera með Dana að framan því þar var líka til 5.38 hlutfall.

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 12:49
frá HaffiTopp
..

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 14:29
frá LeibbiMagg
búnaðurinn er bilaður en ég ætla ekki að laga vacuum bunaðinn með þvi að setja manual driflokur ég ætla að sleppa þvi að gera við bunaðinn og skipta þessu systemi bara hreinlega ut .... en hvað sem þvi líður þá er þetta eithvað sem ég ætla að gera og menn virðast vera með misjafnar skoðanir um þetta mál en öll skítköst eru vinsamlegast afþökkuð samt sem áður en ef þið hafið eithvað hjálplegt að segja eins og sumir hafa verið að gera herna þá er ég mjög þakklátur

en ég er semsagt allveg áhveðinn i þvi að þessi bunaður er bilaður og eins og ég sagði áðan ætla að sleppa þv að gera við þennan bunað og hreinlega skipta honum út

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 17:08
frá Stebbi
Eftir nokkrar sekúndur af gúggli þá segir alnetið sem aldrei lýgur að það séu 17 rillu öxlar að framan í Trooper og ég er ekki viss um að þú finnir nokkuð hérna heima sem passar nema þá nýtt, nema að þú sért heppinn og finnir einhvern Isuzu 87+ sem er með lokum á partasölu, tók eftir því að það eru eins öxlar gefnir upp í alla IFS Isuzu jeppa frá árinu '87. Warn framleiðir lokur á þessa bíla en það er bara í dýrari týpuni.

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 18:56
frá LeibbiMagg
þakka þér fyrir þetta stebbi

Re: driflokur

Posted: 18.jan 2011, 19:02
frá helgiaxel
annars gæti ég átt lokur fyrir þig úr Isuzu crew cap 95árg, veit ekki hvort það eru sömu rillurnar, og ef þú hefur áhuga þá er líka með framdrif og afturhásingu úr svona bíl með 4,56 hluföllum, það er orginal 4,30 hjá þér

Hérna eru upplýsingar um Isuzu drif
http://www.zu4x.com/modules.php?name=Co ... age&pid=21

Kv
Helgi Axel
898-6514