Nú var ég að sjá að efri stífufestingarnar á hásingunni hjá mér eru ryðgaðir nánast í sundur og því þarf að skipta um.
Vitið þið hvort einhverstaðar sé hægt að fá turnana tilbúna eða efnið í þá niðurskorið?
Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
-
- Innlegg: 2699
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
Mig minnir að Arctic-Trucks eigi þetta til og líka umboðið.
Ég þurfti að láta skipta út báðum og það var eiginlega bara umboðið sem lagði í það, Stál og Stansar þorðu því ekki.
Það kostaði helling en umboðið lagaði þetta vel.
Ég þurfti að láta skipta út báðum og það var eiginlega bara umboðið sem lagði í það, Stál og Stansar þorðu því ekki.
Það kostaði helling en umboðið lagaði þetta vel.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
Sosem ekki fflókin smíði
Áttu ekki slípirokk, borvél og skrúfstykki og aðgang að suðuvél?
Áttu ekki slípirokk, borvél og skrúfstykki og aðgang að suðuvél?
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 2699
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
biturk wrote:Sosem ekki fflókin smíði
Áttu ekki slípirokk, borvél og skrúfstykki og aðgang að suðuvél?
Miðað við hvað það kostar lítið að láta smiðjur eins og áhaldaleiguna skera þetta fyrir sig þá finnst mér það vitleysa að gera þetta sjálfur.
En það þýðir að það þarf að eiga teikningar af þessu.
Veit einhver um teikningar af þessum stífuturnum sem væri hægt að deila hérna á spjallinu?
Ég er alveg viss um að þeim yrði líka vel tekið annarsstaðar, t.d. á áströlskum og amerískum Toyota-vefsíðum enda er þetta ryðvandamál á mörgum týpum, eins og 4runner, landcruiser 90, 100 og 120.
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
Það er hægt að fá þetta hjá ArticTrucs kostar 13500kr.
Sennilega er þetta líka til hjá Áhaldaleigunni en hann er i sumarfríi nuna.
Sennilega er þetta líka til hjá Áhaldaleigunni en hann er i sumarfríi nuna.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
Áhaldaleigan framleiðir þetta fyrir Arctic Trucks, sem á teikningarnar.
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
Maður er nú á frekar slöppu tímakaupi við að hanna og láta smíða þetta upp á nýtt ef AT selur þetta á 13500.
Svona í framhjáhlaupi....veit einhver hvaða stál AT er að nota í grindarsmíðina hjá sér, heyrði að það væri eitthvað skárra en þetta vanalega ST52, eða ÍST355 eins og það kallast víst nuna.
Svo væri nú ekkert galið að heimta efnisvottorð með svona dóti, það er nokkuð sem er sífellt að verða mikilvægara þegar efnissalar (aðallega heildsalar erlendis) eru að spara aura og kaupa efni héðan og þaðan með vafasaman uppruna.
Kv
Grímur
Svona í framhjáhlaupi....veit einhver hvaða stál AT er að nota í grindarsmíðina hjá sér, heyrði að það væri eitthvað skárra en þetta vanalega ST52, eða ÍST355 eins og það kallast víst nuna.
Svo væri nú ekkert galið að heimta efnisvottorð með svona dóti, það er nokkuð sem er sífellt að verða mikilvægara þegar efnissalar (aðallega heildsalar erlendis) eru að spara aura og kaupa efni héðan og þaðan með vafasaman uppruna.
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
við Valli skiptum um annan stífuturninn á ca 5 klst, býsna vel gert þó ég segi sjálfur frá en svo skipti ég um turn nokkrum dögum síðar (í öðrum bíl) og þá tók það um 4,5 klst, var einn en á móti slípaði ég ekki jafnmikið niður á hásingu og Valli gerði í sínum bíl en ég slípaði niður í þykkt efni í afganginum af gamla turninum, svo einhver tími sparaðist á því.
þá tók ég báða turnana á þriðja bílnum en það voru bara sprungur komnar í annan turninn svo það var miklu minna verk að ryðbæta þá.
Efnið er s.s. 13.900kr efni í tvo turna en amk fyrir minn smekk þurfti að búa til stærra mót framantil á turnunum.
þá tók ég báða turnana á þriðja bílnum en það voru bara sprungur komnar í annan turninn svo það var miklu minna verk að ryðbæta þá.
Efnið er s.s. 13.900kr efni í tvo turna en amk fyrir minn smekk þurfti að búa til stærra mót framantil á turnunum.
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
Eru þetta þreytusprungur eða ryðskemmdir sem menn eru að sjá í þessu?
Kv
Grímur
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 2699
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
grimur wrote:Eru þetta þreytusprungur eða ryðskemmdir sem menn eru að sjá í þessu?
Kv
Grímur
Efri stífuturnarnir á Toyota afturhásingum eru með ryðvandræði. Saltdrullan sest í kverkina, járnið ryðgar og þynnist og þá koma þreytusprungur.
Það verður að passa þegar þetta er smíðað upp á nýtt að hafa stærra gat en upprunalega til að hleypa drullunni niður úr kverkinni.
Re: Stífu festingar á hásingu LandCruiser 90
Takk fyrir þetta, mjög gott að deila svona atriðum hérna, alveg í smáatriðum :-)
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur