Patrol erfiður í gang

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Patrol erfiður í gang

Postfrá malibu » 20.júl 2015, 09:33

Góðan daginn Patrol menn og konur

Er að glíma við gangsetningarvandamál í Nissan patrol árg. 2000 með 2.8 tdi vélinni (98 eða 99 módel af vél). Það lýsir sér þannig að stundum vill hann ekki í gang fyrr en eftir endurteknar tilraunir ef hann er heitur.Þegar hann er kaldur þá hinsvegar rýkur hann í gang í fyrsta. Síðan lenti ég í því um daginn að hann fór bara alls ekki í gang og ég startaði bara út af geyminum. Þá setti ég geyminn í hleðslu og daginn eftir þá rauk hann í gang í fyrsta. Hann gengur hinsvegar mjög vel og er kraftmikill svona m.v. Nissan 2.8 og reykir ekkert.
Það að hann fari í gang kaldur segir mér að þetta séu ekki glóðarkertin. Það er meira eins og að hann sé ekki að fá olíu.
Hvernig er best fyrir mig að rekja þessa bilun? Er þetta olíuverkið eða einhver rafmagnsmál?

Kv. Örn




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá Aparass » 21.júl 2015, 22:26

Þarft sennilega að láta ventlastilla hann.
Þeir ná ekki þjöppu heitir þegar bilið verður vitlaust en detta strax í gang kaldir.
Algengt vandamál í þessum vélum.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá Sævar Örn » 23.júl 2015, 17:37

x2 við ventlastillingu, hafði ekki trú á því fyrr en ég horfði á það virka
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá malibu » 26.júl 2015, 22:20

Takk fyrir þessa ábendingu, er farinn að hallast að því að þetta tengist þjöppu. Setti nýjan og kröftugan geymi í bílinn, hann startar bílnum af meiri krafti og þá hrekkur hann í gang heitur strax eða eftir nokkra snúninga. Hvert er best að snúa sér með ventlastillingu?


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá Boxer » 29.júl 2015, 16:08

Sæll Örn

Ég á svona ´99 Patrol Y61 RD28ETI, sem hagaði sér nákvæmlega eins og þú lýsir.

Til að byrja með þá er algert frumskilyrði að láta hann hita sig þangað til að AIR BAG ljósið er hætt að lýsa, því að það er ekkert að marka "gorminn" í mælaborðinu, og þessir mótorar virðast þurfa svolítinn langan tíma tl að hita sig, bæði heitir og kaldir.
Glóðarkertin eru á í 30 sek eftir að svissað er á og ekki startað, eftir að í gang er komið er straumur á kertunum þangað til kælivatnið nær 75°C eða mótorinn snýst yfir 2250rpm, þetta stendur í manualnum og ég er búinn að staðfesta það með því að setja díóðu inn í bíl sem er tengd við kertin.
Það er einnig mikilvægt að ef maður klúðrar starti þ.e. startar of fljótt (áður en AIR BAG ljósið slökknar) og bíllinn fer ekki í gang þá verður maður að svissa af bílnum og bíða í lágmark 5 sek, þangað til að maður heyrir í relyinu slá út, því að ef svissað er af og á strax aftur þá hitar bíllinn sig ekki í seinna skiptið, hann verður að bíða í þessar 5 sek.

En til þess að losna við þetta vandamál með heitræsingu þá keypti ég tappa sem skrúfast aftan í olíuverkið á milli spíssarörana.
Ég hafði enga trú á þessu en sölumaðurinn hjá Framtak Blossa sem seldi mér tappan fullyrti að þetta virkaði og tappinn kostaði ekki nema um 3000kr þannig að ég sló til, og furðulegt nokk þá steinhætti bíllinn að vera með vesen.
Eftir að hafa skoðað gamla og nýja tapan saman þá er nú samt sennilega bara O-hringurinn á tappanum sem munar um, alaveggna litu þeir nákvæmlega eins út við sjónskoðun.
Það þarf spes lykil á tappan, en ég smíðaði hann bara, var ekki mikið mál.
Við það að skipta um þennan tappa þá stórbatnaði bíllinn og hætti alveg að vera leiðinlegur í gang heitur.

En samt fannst mér startið samt alltaf vera svolítið lélegt í honum og hélt kanski að geymirinn væri að verða ónýtur.
Ákvað að taka startarann í sundur, þrífa hann, pússaði ankerið og smurði fóðringar og liði, og viti menn það var eins og ég væri að starta bílnum á 24V eftir þessa aðgerð.
Startarinn snýst svo mikið hraðar, og það skilar sér í því að bíllinn er mikið fljótari í gang.
Ég er því ennþá með gamla geyminn en bíllinn rýkur í gang.

Þessi tvö atriði eru mjög ódýr og einföld, og virkuðu fyrir minn bíl.
Vissulega hjálpar ventlastilling, en ég myndi ekki sleppa þessum atriðum.


Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá malibu » 30.júl 2015, 22:09

Ertu með meiri upplýsingar um þennan tappa? Ég talaði nefnilega við Framtak Blossa og kom þar að tómum kofanum.


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá Boxer » 31.júl 2015, 03:35

Sæll Örn

Mig minnir endilega að þetta hafi verið Framtak Blossi, til að vera viss skal ég finna kvittunina, en það mun ekki gerast fyrr en um helgina.
En ég fann myndir síðan ég gerði þetta og læt þær flakka, þær eru ekki mjög góðar, teknar á síma en gefa vonandi einhverja hugmynd.

Image
Hér má sjá aftan á olíuverkið þar sem tappinn er á milli spíssarörana.
Image
Hér sést hvernig lykiðfarið er þríhyrnt, ég fann mér passandi rör og sauð inn í það doppur og svo boltahaus til að geta skrúfað kvikindið úr.
Image
Hér eru svo tapparnir saman, gamli og nýi.
Image
Image

Vonandi ertu einhverju nær, en ég skal svo finna kvittunina og þá vonandi partanúmer.


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá Boxer » 04.aug 2015, 16:58

Jæja, ég fann reyndar ekki nótuna sjálfa, en fann pakkann sem boltinn kom í sem og pakkninguna utan af boltanum.
Boltinn kom frá Framtak Blossa og ég keypti hann þann 27-6-2014.
Hér má sjá mynd af pakkanum, vel merktur Framtak Blossa.
Image

Hér er svo pakkinn utan af boltanum og partanúmerin sjást, ég held að það efra sé Zexel og það neðra sé Bosch.
Image

Hér er svo gamli boltinn og lykillinn sem ég smíðaði, lykillinn mætti vera fallegri, en var smíðaður á 0-9 úr því sem hendi var næst.
Image
Image

Vonandi kemur þetta að einhverju gagni.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá Járni » 06.aug 2015, 14:16

Magnað, ég hafði ekki heyrt um þetta áður. Ég átti patrol með sömu vél sem var viðkvæmur í starti, notaði Airbag ljósið alltaf og þá datt hann alltaf í gang hratt. Hinsvegar ef maður klikkaði á tímasetningunni þá gat þetta tekið tíma. Snarskánaði við uppgerð á spíssum og ventlastillingu.

Eflaust margir sem ættu að prófa þennan tappa. Fengust engar nánar upplýsingar um virknina?
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá malibu » 06.aug 2015, 22:18

Sælir

Takk fyrir góð ráð. Ég endaði á að kaupa bæði þennan tappa hjá Framtak Blossa og að panta svokallað cover plate með upphækkun eða brjósti til að flýta olíuverkinu í heitstarti. Þetta fann ég eftir leit á Áströlskum spjallþráðum og er lausn framleiðenda á þessu tiltölulega algenga vandamáli . Ég gleymdi að taka mynd af orginal stykkinu við hlið þess nýja en eins og sést á myndinni þá er c.a. 4 mm upphækkun sem þrýstir kólfi lengra inn í olíuverkið á meðan orginal stykkið er alveg flatt. Það er skemmst frá því að segja að nú fer bíllinn í gang á fyrsta snúning hvort sem hann er heitur eða kaldur. Ég merki engar breytingar á afgashita eða lausagangi þannig að þessi flýting eða breyting virðist bara hafa áhrif á startið.

09621L.JPG
09621L.JPG (75.19 KiB) Viewed 4541 time


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá Boxer » 10.aug 2015, 18:55

Sæll Örn

Flott að heyra að Patrolinn sé farinn að fara í gang heitur sem kaldur.
Ég gleymdi að minnast á "cover plate", en hef einmitt lesið á áströlsku Patrol spjöllunum að hún geri gott, sem og að BOSCH gaf út technical bulletin um þetta hot start mál, sjá hér http://www.fortematica.pt/y61/V0011.pdf
Ég talaði við umboðið hérna heima (RVK) í fyrra þegar ég var að standa í mínu brasi, vísaði í þetta skjal frá BOSCH, og ætlaði að fá þá til að pannta plötuna fyrir mig, en mætti þar bara alls engum þjónustuvilja, og nánast leiðindum.
Svo fann ég engan í Ástralíu sem vildi senda plötuna til Íslands, þannig að þá datt ég niður á þennan bolta og bíllinn lagaðist og ég hafði ekkert pælt meira í þessu.

Ertu til að deila með okkur hvar þú færð cover plötuna, þar sem ég hef áhuga á að verða mér út um svoleiðis, sérstaklega þar sem BOSCH mælir með henni.

User avatar

hjotti
Innlegg: 78
Skráður: 08.nóv 2010, 22:22
Fullt nafn: Hjörtur Vífill Jörundsson

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá hjotti » 10.aug 2015, 21:26

sælir er þetta gamla eða nýja 2.8 olíuverkið sem þið eruð að ræða?
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1


Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá malibu » 10.aug 2015, 21:50

Sælir

Þeir pöntuðu þetta fyrir mig í Framtak Blossa. Hluturinn er frá DENSO, part númer 096218-1030. Síðan þarf O hring með sem þeir eiga væntanlega á lager.

Kv. Örn


Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Re: Patrol erfiður í gang

Postfrá malibu » 10.aug 2015, 21:51

Þetta er nýja olíuverkið (rafstýrða)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir