upptekt á startara í toyotu

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Elítan
Innlegg: 38
Skráður: 11.feb 2014, 19:18
Fullt nafn: Hlynur St Þorvaldsson
Bíltegund: Land Cruser

upptekt á startara í toyotu

Postfrá Elítan » 19.júl 2015, 10:20

Sælir

ég er í vandræðum með startaran hjá mér þar sem hann klikkar bara stundum og er lengi að tengja, veit að þetta er þekkt vandamál. En mig vantar sett til þess að gera upp startarann, hvar er best að leita af varahlutum.


Með fyrirfram þökk




Baddi100
Innlegg: 26
Skráður: 26.jan 2012, 12:36
Fullt nafn: Bjarni

Re: upptekt á startara í toyotu

Postfrá Baddi100 » 19.júl 2015, 11:38

Sæll. Er með Hilux þar sem startarinn hegðaði sér svipað og þú lýsir. Var ráðlagt að skipta um snertlur (kosta 1000-3000 kr.) og gerði það en ekkert breyttist. Þá var mér bent á af klárum manni að tengja granna vírinn, sem liggur milli startarans og að svissinum, beint á plúspólinn og þá startaði hann eins og nýr. Líklega er þetta svissbotninn sem er farinn hjá þér ef þetta er eins og hjá mér. Þú getur líka útbúið þér start-hnapp sem þú tengir með plús inn á granna vírinn í stað þess að kaupa 14.000 kr. svissbotn, ef það er þetta sem er að.

Kv. Bjarni


Höfundur þráðar
Elítan
Innlegg: 38
Skráður: 11.feb 2014, 19:18
Fullt nafn: Hlynur St Þorvaldsson
Bíltegund: Land Cruser

Re: upptekt á startara í toyotu

Postfrá Elítan » 19.júl 2015, 15:27

Takk Bjarni

ég hef þetta í huga, en miða við hvernig þetta lýsir sér hjá mér held ég að þetta sé staðbundið við startarann, ég ætlaði allavega að byrja þar, hugsa að hann sé kominn á tíma með smá viðhald. Búinn að standa sína vakt í 340 þús. En svissinn vikrar þar sem hann sendir straum niður að startara en stundum stoppar það þar en kemur síðan alltaf á endanum inn, miða við hvað ég hef lesið á netinu þá er þetta þekkt vandamál að snertur safna á sig spanskrænu og að lokum hætta að draga pinnan inn til að hleypa straum á startmótorinn. Hef fundið sett á netinu en annað hvort fæst það ekki sent á skerið eða það er svo dýrt að senda það hingað að umboðið fer að vera kostur í stöðunni.

En er ekki einhver sem veit um fyrirtæki sem selur svona sett hérna heima eða um síðu sem hægt er að panta af ?

Vildi helst gera þetta sjálfur svo að maður sé ekki bíllaus í marga daga.


Kv. Hlynur


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: upptekt á startara í toyotu

Postfrá villi58 » 19.júl 2015, 19:34

Athugaðu Ásco á Akureyri, þeir hafa átt þetta til á lager.
Mjög eðlileg bilun eftir 340 þús. km.


oskarg
Innlegg: 25
Skráður: 05.des 2010, 21:03
Fullt nafn: Óskar Gústavsson

Re: upptekt á startara í toyotu

Postfrá oskarg » 19.júl 2015, 19:56

Rafstilling í Dugguvogi á þetta alla jafna til. Eitt þarf að hafa í huga þegar skift er um snertuna. Þegar þú festir neðri hlutann (startara megin) passaðu að allur flötur þeirra snerti efri hluta hennar til að ná bestu sambandi. Neðri hlutinn getur nefnilega snúist aðeins þegar þú herðir rærnar.


Höfundur þráðar
Elítan
Innlegg: 38
Skráður: 11.feb 2014, 19:18
Fullt nafn: Hlynur St Þorvaldsson
Bíltegund: Land Cruser

Re: upptekt á startara í toyotu

Postfrá Elítan » 20.júl 2015, 19:36

Snillingarnir í Rafstillingu áttu auðvita allt sem mig vantaði og bíð ég nú spenntur eftir að pósturinn skili sér til mín. Og ekki skemmdi verðið fyrir.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir