Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
grantlee1972
Innlegg: 31
Skráður: 25.jan 2015, 19:37
Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
Bíltegund: 4runner 1991

Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá grantlee1972 » 10.júl 2015, 19:17

Daginn gott fólk. Ég er með tvo Hyundai Starex árg. 1999,2.5 TD báðir eknir um 220.000 kem. Þessir mótorar heita d4bf og er sami 4d56 sem var i Mitsubishi bilum her áður fyrr. Annar er með nýlega uppteknum mótor (var vélarvana þegar ég fékk hann). Eftir upptekt a mótor tok ég fljótlega eftir því að það heyrðist ekkert túrbínu hljóð í honum og hann var auk þess full slappur. Hinn bíllinn þar sem ekkert hefur verið átt við mótorinn virkar aðeins betur (body lélegt a honum og vil þvi frekar vinna með hinn) sérstaklega þegar ekið er upp brekkur og heyrist ljúft túrbínu hljóð.Ég prófaði að mæla boostið a báðum og ná þeir sama boost, nema að það þarf meiri snúning a upptekna motornum til að ná sama boosti.
Datt i hug að túrbína eða wastegate væri að svíkja mig og svissaði því milli bíla, með afgasgreinina i heild sinni. Allt kom fyrir ekki, nákvæmlega sama staða. Ennþá of kraftlítill miðað við hinn og ekkert túrbinuhljóð. Finnst frekar fúlt að vera með upptekinn mótor sem er að skila minna en hinn sem ekkert hefur verið átt við.
Er svolítið hugsi yfir því hvað veldur. Dettur helst i hug að vanti meiri olíu eða flýta þurfi olíuverki nema að mótorinn sé bara óþéttur. Rétt búið að aka kvikindinu 2000 kem eftir upptekt. Olíuverkið er rafstyrður fjandi af zexel gerð, fullt af skynjurum og sjálfsagt ekki hægt að skrúfa upp í því eða flýta með góðu móti eða hvað?
Er einhver með góð ráð eða ábendingar um næstu skref?
Alveg rétt, check enginn ljósið er að kvikna af og til a upptekna motornum. Veit einhver hvernig a að lesa tölvuna i þessum bilum (já eða Galloper, Pajero með d4bf / 4d56 mótor)?




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá biturk » 10.júl 2015, 19:23

Þjöppumældu hann
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá svarti sambo » 11.júl 2015, 01:25

Ef að heddpakkningin hefur komið frá Kistufelli, uppá höfða, Þá var líftíminn á minni ca: 500km. í samskonar vél, sem ég tók upp. Keypti orginal pakkningu og bíllinn gengið eins og klukka síðan. En hann náði ekki að blása út í vatnsgang, heldur blés hann upp með heddboltunum. Hélt fyrst að hann væri að blása upp með spíss. Helti sápulög yfir spíssa og bolta, með vélina í lausagangi og þá fór að freiða í kringum einn heddboltann. Það er líka spurning, hvort að það sé sprunga í afgashúsinu á túrbínunni. tók eftir því hjá mér, þegar að ég var að taka mótorinn upp, að það var sprunga við wastegate ventilinn í afgashúsinu.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
grantlee1972
Innlegg: 31
Skráður: 25.jan 2015, 19:37
Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
Bíltegund: 4runner 1991

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá grantlee1972 » 11.júl 2015, 11:47

Takk fyrir kommentin. Allir varahlutir eru orginal frá Umboðinu og var með vin minn flinkan bifvélavirkja sem vann i umboðinu með mer i upptektinni. Eina sem var ekki skipt um i motornum voru stimplar, stangir, hringir og olíu dæla en allt þetta var skoðað, hreinsað og metið i lagi. Ég svissaði allri púst greininni með túrbínu, wastegate, milli mótora. Turbinan var að virka vel i hinum motornum og ætti því ef allt er í lagi, að virka vel á þeim upptekna. Ég er þvi farinn að hallast að þvi að annað hvort se mótorinn ekki nægilega þéttur a hringjum eða að Olíuverkið eða annað eldsneytistengt se að stríða mer. Samt finnst mer varla passa að mótorinn se ekki nægilega þéttur þvi ég næ upp sama boost a þessum tveimur mótorum, NEMA það gerist örlítið hraðar (a lægri snúning) i gamla motornum og maður finnur það á vinnslunni. Upptekin mótorinn virkar alveg, bara hinn er aðeins snarpari og þar heyrist túrbínu hljóð (ju er reyndar líka að fá check engine ljós af og til a upptekna mótorinn sem fer venjulegast ef ég slæ af eða kúpla, þ.a.að snúningur fellur). Þessir motorcar eru ekki nema 80 hp, þ.a. maður má ekki við að missa nein hp. Ætla að prófa sápu aðferðina og athuga hvort freyði. Eg hallast frekar að þetta se eldsneytis tengt. Tek eftir þegar ég set upptekna mótorinn stundum i gang, þá se ég hvítan reyk i bakspeglinum, en se þetta aðeins þegar sett er i gang. Prófaði þetta núna rétt i þessu, ´sja link a videó her:

https://youtu.be/xXkA9eW7A08

Reyndar kemur smá hvítt fyrst og breytist í grá / svart. Aldrei verið með dísel bíl áður og þekki því lítið inn á þetta, þykist hafa heyrt að hvítur reykur bendi til of lítils eldsneytis á meðan svartur of mikil eldsneytis.

Velti þvi fyrir mer olíuverki já eða jafnvel spissum sem voru keyptir uppteknir i Kistufelli a höfðanum(skilaði mínum spilum inn og borgaði a milli). Ætli næsta skref se ekki að þjöppumæla og e.t.v svissa spíssum milli mótora og sjá hvað gerist, já og gera freyði æfinguna? Hvað dettur mönnum annað í hug? Ég var í loftvandamáli með bílinn í vetur sem var leyst með því að skipta öllu út frá tanki fram að olíuverki.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá svarti sambo » 11.júl 2015, 12:21

Hvítur reykur, þýðir að það sé að fara óbrennd hráolía út í eldgrein eða vatn saman við olíuna. Getur verið of seinn á olíutíma. Hvort sem að það er vegna of hár opnunarþrýstingur á spíssum eða olíuverk ekki alveg rétt stillt. Olíuverkið er stillt með klukku.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
grantlee1972
Innlegg: 31
Skráður: 25.jan 2015, 19:37
Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
Bíltegund: 4runner 1991

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá grantlee1972 » 11.júl 2015, 13:01

Ef maður vill fá einhvern til að kíkja á þetta, hvert ætti maður helst að fara? Fékk ekkert út úr því að fara með bílinn í umboðið þegar inngjafarskynjarinn var í rugli, fann út úr því sjálfur á endanum. Einhverjar upp á stungur?


Höfundur þráðar
grantlee1972
Innlegg: 31
Skráður: 25.jan 2015, 19:37
Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
Bíltegund: 4runner 1991

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá grantlee1972 » 11.júl 2015, 13:31

Var að hugsa, ótrúlegt en satt, gæti verið að ventla stilling sé röng, hummmmm. Ætla skoða málið. Aðrar hugmyndir?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá svarti sambo » 11.júl 2015, 14:26

Ventlastillingin er framkvæmd í tveimur þrepum. Og ef að þú hefur verið með vanann mann í þessu og með allar upplýsingar. þá þætti mér ólíklegt að ventlastillingin sé röng, nema að menn hafi verið að gera þetta uppá gamla mátann. Þyrfti að fletta þessum upplýsingum upp, ef þig vantar þær. En þar sem að þú nefndir að það hafi ekki verið skift um stimpilhringi og slífar hónaðar, þá spyr ég. Var clerencinn í lagi á hringjunum. Þú sérð þetta ekki bara með augunum. Finnst þér munur á önduninni, á milli véla. Það kallast ekki að taka mótor upp, við að skifta um nokkrar pakkningar og skoða hluti. Þegar mótor er tekinn upp, þá er skift um slífar, hringi og allar legur, og stundum stimpla. ásamt allar pakkningar + hedd yfirfarið og planað.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
grantlee1972
Innlegg: 31
Skráður: 25.jan 2015, 19:37
Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
Bíltegund: 4runner 1991

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá grantlee1972 » 11.júl 2015, 19:45

Jú það var allt mælt upp þmt. hringir, slífar hónaðar, sveifarás renndur, skipt um allar legur, allt orginal varahlutir og pakkningar, heddið yfirfarið, ventlar slípaðir, þrýstiprófað oþh. Man satt að segja ekki með ventlastillinguna, komin tæp 2 ár síðan mótorinn var tekinn upp og bíllinn lítið notaður síðan. En væri gott að fá upplýsingar um þetta ef þú átt þetta hjá þér.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá svarti sambo » 11.júl 2015, 20:18

Hérna hefur þú eitthvað til að moða úr.

Ventlastilling.jpg
Ventlastilling.jpg (1.57 MiB) Viewed 1645 times


Síðan á:

Dísan í spíssunum á að vera: DN 10 PDN 130
Opnunarþrýstingur spíssa: 120-130 kg/cm2

Olíutíminn stilltur:
Sveifarásinn er settur á 7° eftir topp og
plunger lift á þá að vera 1mm +/- 0,003

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
Fer það á þrjóskunni


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá biturk » 11.júl 2015, 20:51

Sneriru hringjunum nakvæmlega eins fyrsy þú tókst þá úr?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
grantlee1972
Innlegg: 31
Skráður: 25.jan 2015, 19:37
Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
Bíltegund: 4runner 1991

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá grantlee1972 » 11.júl 2015, 21:14

Takk fyrir þetta, fer í málið á næstu dögum. Hringirnir voru settir í eins og þeir komu úr. Tja nema eitthvað hafi ruglast, sem á varla að hafa gerst þar sem vinur minn bifvélavirkinn, er mikill nákvæmnis maður.
Ekki vill svo til að þið vitið hvort og þá hvernig á að lesa tölvuna í þessum bílum án þess að vera með tölvu, eins og maður gat í þessum eldri bílum? Hef séð leiðbeiningar fyrir lestur á Mitsubishi Delica 2.5, sem mér skilst að séu "sömu" bílar eða því sem næst, en finn þær ekki aftur.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Túrbína, heyrist ekkert i (d4bf / 4d56) - upptekinn motor

Postfrá biturk » 11.júl 2015, 21:18

Bara að spá, ef þeir eru ekki með raufina a sama stað i hringnum þa eru þeir ekki rétt slípaðir inn og þétta ekki eins og þeir eiga að gera
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir