Vesen með pústgreinapakkningu

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá Tollinn » 30.jún 2015, 22:28

Sælir félagar

Nú var ég að henda út pústgreininni í lúxanum (22re) og skellti flækjum í greyið. Það munar nú um það en málið er að ég setti nýja pakkningu og taldi mig herða flækjurnar þokkalega (pinnboltar og rær orðnar þreyttar). Það pústar meðfram pakkningunni og ég taldi planið á flækjunum fínt og hreinsaði báða fleti. Nú dauðsé ég eftir því að hafa ekki skipt pinnboltunum út en velti því fyrir mér. Er pakkningin ónýt fyrst það er búið að pústa meðfram? og annað, er til eitthvað pakkningalím sem þolir þennan hita?

kv Tolli



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá Sævar Örn » 01.júl 2015, 00:09

er flangsinn á greinunum jafn þykkur? Gæti verið þynnri flangs á flækjunum?

getur ekki verið að brjóstið á pinnboltanum sé of langt og þar af leiðir að greinin herðist ekki almennilega að heddinu heldur herðist róin bara í brjóstið á pinnboltanum, ég hef séð þetta gerast og í það skipti dugði að nota þunnar skífur úr Byko og það þegir
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá Tollinn » 01.júl 2015, 08:11

Já, þetta þykir mér bara líkleg skýring. Spurning með pakkninguna því ég hef þurft að keyra bílinn aðeins og það pústar svona skemmtilega með pakkningunni og ég er hræddur um að hún sé ónýt. Hvað með pakkningalím?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá Sævar Örn » 01.júl 2015, 08:15

ju liklega er hun brunnin nema þetta sé stálpakkning
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá MixMaster2000 » 01.júl 2015, 14:05

Sæll. Slepptu bara pakkningunni og notaðu bara Rautt Véla Silicon. Fræðilega þolir það ekki hitan, en það gerir það samt.
Ég, og fleiri, höfum margoft gert þetta þegar verið er að setja flækjur á vélar. Það getur oft verið bölvað bras á pústpakkningum þegar flækjur eru komnar í, vegna þess hve mikil hreifing er á þeim og fletir oft orpnir og mis vel planaðir.

En auðvitað er ekkert verra að vera með pinnboltana í lagi. Og jafnvel að hafa þá aðeins lengri og hafa hólka undir rónum til að ná góðu togi í boltana.

kv Heiðar Þorri
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá Tollinn » 01.júl 2015, 22:36

ertu að meina þetta? sleppa pakkningunni, en ef ég kaupi rautt vélasilicon og set beggja megin við pakkninguna? Finnst einhvern veginn skrítið að sleppa henni alveg


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá Stjáni Blái » 02.júl 2015, 00:13

Sleppa pakkninguni og nota eingöngu sílikon.
Marg oft verið gert og svínvirkar eins og Heiðar minnist á hér að ofan !


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Vesen með pústgreinapakkningu

Postfrá Tollinn » 02.júl 2015, 08:36

Já, ég er búinn að kaupa pinnbolta og ætla að prufa að herða saman en ef það gengur ekki ætla ég að prufa þetta með sílikonið. Ekki geta menn bara rekið strax í gang um leið og búið er að herða þetta í silicon?

kv Tolli


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir