Rafmagnslás LC90

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Rafmagnslás LC90

Postfrá johnnyt » 30.jún 2015, 11:00

Sælir

Ég tók eftir því í gær að það var einhver sprunga í húsinu utan um rafmagnslásin á afturhásingunni. Fór eitthvað að kroppa í það og þá datt ágætis stykki af. Mín spurning er því ef að það kemst eitthvað vatn í þetta fyllist þá ekki drifið af vatni ? Er hægt að skipta bara um húsið eða þarf að skipta um allan lásin ?

Læt tvær myndir fylgja með sem ég tók af þessu, (afsaka léleg gæði á símamyndunum )

11650850_10152952367046485_229223945_n.jpg
11650850_10152952367046485_229223945_n.jpg (66.6 KiB) Viewed 1396 times
11126856_10152952367111485_435666605_n.jpg
11126856_10152952367111485_435666605_n.jpg (56.71 KiB) Viewed 1396 times



User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Rafmagnslás LC90

Postfrá jongud » 30.jún 2015, 11:22

Þú getur skrúfað rafmótorinn og mekkanóið kringum hann af (3 boltar) en þá er ca. þumlungssvert gat inn í köggulinn. En það er ekki mikið mál að smíða plötu sem lokar því (þétta svo með pakkningalími).
En þú ert illa staddur með lásinn, þú þarft að fá alveg nýjan mótor eða setja lofttjakk á köggulinn.


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Rafmagnslás LC90

Postfrá E.Har » 30.jún 2015, 11:31

Ef þú ert með loftlás að framan er ódyrast að fá lás hjá Kristjáni í Borgarnesi. undir 30 þús lofttjakkur.
Svo þarftu slöngu og smádót frá landvelum 2 þús kall ef þú ætlar að hafa hann með frammlás. undir 10 ef þú ætlar að hafa hann sér.
Fín útfærsla og flott smíði.

En rafmótorinn í lásnum hjá þér er farinn. kostar fullt af 10 þúsundköllum að laga hann.


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Rafmagnslás LC90

Postfrá johnnyt » 30.jún 2015, 12:37

Takk kærlega fyrir svörin. Þá þarf maður líklega að fara að hugsa um að fá sér lofttjakk undir bílinn með haustinu. En það er enginn hætta á að drifið fyllist af vatni ef maður er í einhverju vatnasulli í sumar þegar þetta er svona ?
Ef þú ert með loftlás að framan er ódyrast að fá lás hjá Kristjáni í Borgarnesi. undir 30 þús lofttjakkur.
Svo þarftu slöngu og smádót frá landvelum 2 þús kall ef þú ætlar að hafa hann með frammlás. undir 10 ef þú ætlar að hafa hann sér.
Er því miður ekki með loftlás að framan en get ég ekki alveg sett lofttjakk undir að aftan þrátt fyrir það ?

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Rafmagnslás LC90

Postfrá jongud » 30.jún 2015, 13:20

johnnyt wrote:Takk kærlega fyrir svörin. Þá þarf maður líklega að fara að hugsa um að fá sér lofttjakk undir bílinn með haustinu. En það er enginn hætta á að drifið fyllist af vatni ef maður er í einhverju vatnasulli í sumar þegar þetta er svona ?
Ef þú ert með loftlás að framan er ódyrast að fá lás hjá Kristjáni í Borgarnesi. undir 30 þús lofttjakkur.
Svo þarftu slöngu og smádót frá landvelum 2 þús kall ef þú ætlar að hafa hann með frammlás. undir 10 ef þú ætlar að hafa hann sér.
Er því miður ekki með loftlás að framan en get ég ekki alveg sett lofttjakk undir að aftan þrátt fyrir það ?


Það skiptir engu máli hvort það er lás að framan eða ekki, aðalatriðið er að það þarf að redda sér loftdælu fyrir lásinn sama hvar hann er og hversu margir.


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Rafmagnslás LC90

Postfrá E.Har » 30.jún 2015, 13:28

Ok man ekki hvað svona segullás kostar. það fer einn úr Hilux hjá mér í næstu viku og lofttjakkur í staðinn. kannski er hægt að sameina þá eitthvað1
Ég fékk mér tjakk hjá Krsitjáni. Og set hann í í næstu viku.

Þú þarft ekki lás að framan bara ódyrara þar sem þá ertu með loftdælu :-)
Ef þú ert ekki með dælu þá kostar td ARB dæla og rofi eitthvað.

Tóti Mussó átti svoleiðis í vor en getur verið seld. En altaf spurning hvað menn vilja splæsa í svona eða hvort menn vilja halda í orginalinn, eða bara taka þetta úr og setja plötu yfir gatið :-)

Þetta eru í raun 3 kostir svona gróft sett upp, en þitt er valið.

1 Setja plötu yfir gatið Ódýrast en enginn lás)
2 Kupa annan rafmagnspung í staðinn fyrir þennan sem er að deyja. (sennilega dýrast en heldur bílnum orginal)
3 Setja lofttjakk í staðin fyrir rafmagn. (sennilega besti búnaðurinn )


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Rafmagnslás LC90

Postfrá johnnyt » 30.jún 2015, 13:44

Er mikið að spá í að mixa reimdrifna dælu og kút í haust, er ekki alveg hægt að taka loft af kútnum fyrir svona lofttjakk ?
Er þetta alveg nógu þétt eins og er til að vera í einhverju vatnasulli í sumar eða fyllist drifið af vatni ? Einhver sem getur svarað því ?


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Rafmagnslás LC90

Postfrá E.Har » 30.jún 2015, 14:13

Nei það sem bætist við er slanga úr kútnum segulrofi. Ódyrastur í landvélum ofg einhver fittings. Ca 5-7 þús kall


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur