Síða 1 af 1

Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 28.jún 2015, 11:26
frá jongud
Jæja, þar sem talstöðin er komin í jeppann þá er næst að hugsa fyrir loftdælu.
Jeppinn er LandCruiser 90 með 3ja lítra 1KZ-TE díselvélinni.
Ég býst við að fara erfiðari og dýrari leiðina og smíða festingar fyrir A/C dælu á mótorinn.
Ég mældi götin á heddinu þar sem dælan kemur upprunalega (allavega í einhver af þeim).
Framan á heddinu eru 3 stk. 8mm snittaðar holur.
Á hliðinni farþega-megin eru 2 stk. 10mm snittaðar holur hlið við hlið ofarlega, og ein 8mm snittuð neðar.
Ég er að dunda mér við að teikna þetta upp í Libre-Cad forritinu (fínt að nota tækifærið og læra á það).
Einnig er ég búinn að finna góðar upplýsingar með öllum málum á Sanden-A/C -dælum;
http://www.sanden.com.sg/opencms/opencms/sites/default/Sanden/_configuration/Catelogue/Catelogue.jsp?ptid=1004
Ef maður smellir á hlekkina fyrir mismunandi dælur (t.d. SD5H09) þá eru góðar málsettar myndir þar undir:
Image

En aftur að teikningunum; hér eru fyrstu drög;
fyrst er endinn á blokkinni:
Blokk_endi.png
Endinn á heddinu
Blokk_endi.png (3.02 KiB) Viewed 7304 times

Síðan er það hliðin farþega-megin:
Blokk_hlið.png
Heddið farþega-megin
Blokk_hlið.png (6.35 KiB) Viewed 7304 times


Ég á enn eftir að málsetja þetta, en .dxf skrárnar eru hér fyrir þá sem vilja
Blokk_endi.dxf
Blokk_grunnur.dxf

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 28.jún 2015, 11:29
frá jongud
Og auðvitað man maður eftir einu smátriði;
Efri 10mm boltagötin á hliðinni eru með 1cm "upphækkun" en neðra 8mm gatið ekki, þannig að það þarf að gera ráð fyrir því í allri smíði.
Næsta skref er að klippa teikningarnar út úr pappa og máta við heddið.

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 28.jún 2015, 14:01
frá jongud
Smá breytingar eftir að hafa klippt út pappamót.
Blokk-hlið-2.png
Blokk-hlið-2.png (3.74 KiB) Viewed 7273 times

Blokk-endi-2.png
Blokk-endi-2.png (3.33 KiB) Viewed 7273 times

Nú er bara að málsetja þetta og/eða láta skera þetta úr 3-4mm plötu

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 28.jún 2015, 16:56
frá jongud
Og þá byrjaði að rigna...

Þá er ekkert annað að gera en að læra að málsetja;
Blokk-hlið-3-malsett.png
málsett teikning af hlið
Blokk-hlið-3-malsett.png (7.58 KiB) Viewed 7245 times

Blokk-endi-3-malsett.png
málsett teikning af enda
Blokk-endi-3-malsett.png (6.66 KiB) Viewed 7245 times


Aðeins þurfti að breyta teikningunni fyrir endann af því að tímakeðjulokið var fyrir.

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 28.jún 2015, 18:49
frá Járni
Flott, ég þarf að kanna svona teikninga mál, á eftir að fara í sömu æfingar á defender en þar eru lika original göt fyrir ac.

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 28.jún 2015, 20:17
frá jongud
Eitt sem maður ætti alltaf að athuga fyrir svona æfingar er hvort maður getur útvegað sér "original" festingarnar og dælu. Það sparar manni mjög mikla vinnu. Ég gerði það á Ford Ranger einu sinni (sjá hér)
Image
Þarna þurfti ég bara að kaupa nýuppgerða A/C-dælu frá USA og setja smurglas o.s.frv. við hana.
Það er hins vegar ansi erfitt á LandCruiser 90. Helst gæti maður fundið þetta í Ástralíu, en þar eru loftkælingarnar notaðar grimmt og festingarnar eftirsóttar og þar með dýrar.

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 01.júl 2015, 14:07
frá jongud
Sendi teikningarnar í tölvupósti til Áhaldaleigunnar á Stórhöfða 35 eftir að hafa komið þar við. Svo var hringt eftir ca. klukkutíma og þá var það tilbúið.
Fínt verð, efniskostnaður plús 8-kr. hver skorinn sentimetri.
Image

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 01.júl 2015, 18:01
frá jongud
Aftur byrjaði að rigna þannig að maður teiknaði hugmynd af annarri útgáfu sem yrði beygð í vinkil (þá þarf ekki að sjóða eins mikið).
daelufesting-sameinad.png
daelufesting-sameinad.png (7.33 KiB) Viewed 7055 times

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 03.júl 2015, 17:14
frá jongud
Næst var farið í að blinda olíugöngin milli fram- og afturhlutans á dælunni og brenndu strokkarnir voru slípaðir aðeins.
Ég býst við að skrúfa og pakkningalím sé nóg.

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 07.júl 2015, 16:42
frá jongud
Þá er maður kominn með útgáfu nr.2 og búið að skera hana út. Það þarf samt ennþá að sjóða í hornin, en þarna er maður bara með eitt stykki úr 3mm plötustáli og svo strekkjara.
utg-2-mynd.png
utg-2-mynd.png (7.64 KiB) Viewed 6934 times

Og svona lítur stykkið út þegar búið er að beygja það til, ég notaði prófíltengið, klaufhamar og krafttöng, en á eftir að fínvinna þetta og sjóða í hornin.
DSC_2130a.JPG
DSC_2130a.JPG (764.3 KiB) Viewed 6934 times

Og svona lítur þetta út utan á vélinni.
DSC_2139a.JPG
DSC_2139a.JPG (938.38 KiB) Viewed 6934 times

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 08.júl 2015, 21:04
frá Járni
Professionalt

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 09.júl 2015, 08:13
frá jongud
Járni wrote:Professionalt


Ha ha!
Ef einhverjir verkfræðingar hefðu séð aðfarirnar þegar ég beygði þetta hefðu þeir líklega hlaupið æpandi í burtu.

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 15.júl 2015, 18:43
frá jongud
Þá er búið að sjóða þetta saman og við fyrstu mátun lítur þetta vel út. Maður er ekki alveg búinn að gera upp við sig hvort maður lætur reimina fara á allar þrjár trissurnar eða bara á vatnsdæluna og A/C-dæluna.
DSC_0087.JPG
DSC_0087.JPG (1.56 MiB) Viewed 6753 times

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 29.júl 2015, 23:18
frá magnum62
Flott hjá þér félagi Jón. Kv. MG magnum

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 07.jún 2019, 10:51
frá johnnyt
Sæll. Áttu þessar teikningar ennþá og gætir mögulega sent þær í tölvupósti ?

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 07.jún 2019, 11:11
frá jongud
johnnyt wrote:Sæll. Áttu þessar teikningar ennþá og gætir mögulega sent þær í tölvupósti ?


Ég skal reyna að finna þær, í hvaða tölvupóstfang á að senda?

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 07.jún 2019, 11:32
frá johnnyt
Væri geggjað ef það væri hægt. nonnitobbi@gmail.com
Hvað heitir þessi dæla sem þú ert með ?

Re: Festingar fyrir 1KZ-TE

Posted: 08.jún 2019, 08:56
frá jongud
johnnyt wrote:Væri geggjað ef það væri hægt. nonnitobbi@gmail.com
Hvað heitir þessi dæla sem þú ert með ?


Minnir að hún heiti Sanden 508