Síða 1 af 1
Skástífu pælingar
Posted: 12.jún 2015, 11:22
frá gummiwrx
Hversu mikid fokk er það ef að framm og aftur skástífa snýr eins ? Báðar tengdar við hásingu farþegameginn og grind bílstjora meginn.
Einhver talaði um að yrðu leiðinlegar hreyfingar á bílnum, en hversu slæmt erum við að tala um ?
Þetta er i CJ7 willys, ekki hugsaður sem fjallabíll bara rúntari og leikfang
Re: Skástífu pælingar
Posted: 12.jún 2015, 12:58
frá Startarinn
Mér var ráðlagt að gera þetta svona í mínum bíl af reyndari manni, sem ég gerði. Ég hef ekki orðið var við neinar leiðinlegar hreyfingar
Re: Skástífu pælingar í CJ 7 (meiga þær tengjast sömumegin)
Posted: 12.jún 2015, 14:45
frá gummiwrx
gummiwrx wrote:Hversu mikid fokk er það ef að framm og aftur skástífa snýr eins ? Báðar tengdar við hásingu farþegameginn og grind bílstjora meginn.
Einhver talaði um að yrðu leiðinlegar hreyfingar á bílnum, en hversu slæmt erum við að tala um ?
Þetta er i CJ7 willys, ekki hugsaður sem fjallabíll bara rúntari og leikfang
Re: Skástífu pælingar
Posted: 12.jún 2015, 17:38
frá Valdi B
mér var ráðlagt að hafa þær á móti hvor annari í mínum bíl á sínum tíma, aðalmálið með það var að bíllinn yrði mun svagari ef þær snúa í sömu átt.
sem er skiljanlegt og eru þær á móti hvor annarri í flestum bílum sem eru original með skástífu framan og aftan til dæmis patrol og landcruiser
Re: Skástífu pælingar
Posted: 12.jún 2015, 20:16
frá Sævar Örn
skiptir sáralitlu máli ef þú ert með lítinn halla á þeim en ég myndi í þínum sporum ekki leggja of mikið á mig til að hafa stífurnar endilega á móti hvorri annarri, ég t.d er með þær eins framan og aftan á mínum jeppa og það er ekki að gera neitt illt og þó er talsverður halli á henni að framan en enginn að aftan