Síða 1 af 1
Getið þið hjálpað mér að gefa Rósu nýtt líf ?
Posted: 06.jún 2015, 13:06
frá SiggiJo
Ég á 1990 Feroza sem nú er orðin fornbíll - allavega samkvæmt dagatalinu. Hún er ekin samtals 95 þús km samkvæmt þéttskrifaðri þjónustubók og hún er Akureyrarbíll með einn fyrri eiganda - svo lítið fer fyrir ryði. Þetta er eini bíllinn sem mér hefur einhverntíma þótt smá vænt um. Þótt hún sé höst og hægfara er hún full af karakter sem mér finnst erfitt að finna í nýrri bílum. En hún er aaaaaafar hægfara upp brekkur og ég er að leita leiða til að gefa henni smá búst.
Mig langar til að spyrja menn hér á þessu ágæta spjalli hvað þeir myndu ráðleggja mér í þeim efnum. Mér er ekki kunnugt um neinn annan mótor sem passar beint án þess að mixa eitthvað en kannski skjátlast mér eitthvað í þeim efnum. Önnur hugmynd væri að létt-bústa 1600 vélina með litlum túrbó ef hún þolir það. Er ekki að leita að neinu stórkostlegu - enda myndu drif og kassar ekki þola það, en svona 20-30 hp í viðbót væru vel þegin.
Hefur dottið í hug að etv gætu VW eða Peugeot 1.9TD gengið en er ekkert fastur á að fara í díselvél.
Svo langar mig líka til að spyrja um hvort menn þekki einhverja þúsundþjalasmiði hafa reynslu af svona mixi og taka svona breytingar að sér. Ég fer oft erlendis og sendi stundum vörur til Íslands þannig að það væri ekki mikið mál að kaupa það sem til þarf þar eða jafnvel hentugan mótor fyrir Rósu.
Ég geri mér grein fyrir að þar sem ég verð að kaupa vinnuna verður þetta aldrei fjárhagslega hagkvæmt, en ég vil frekar setja smá pening í hana og hafa hana ánægða, heldur en kaupa einhvern andlitslausan nýtísku bíl.
Allar hugmyndir og komment eru vel þegnar - takk fyrir !!
Re: Getið þið hjálpað mér að gefa Rósu nýtt líf ?
Posted: 07.jún 2015, 23:22
frá SiggiJo
Stundum þarf maður bara að setja eitthvað á blað til að hjálpa sjálfum sér að analysera hlutina og nú er ég dottinn niður á mótor sem gæti hentað vel. Þetta er Mazda 1840cc twin cam mótor sem var m.a. notaður í MX5 bílinn. Hef átt tvo svoleiðis bíla og hef góða reynslu af þeim. Svo eru þeir 140 hp í standard formi sem a er 55 hp aukning frá því sem ég er með núna. Svo er þetta non-interferance mótor, sem er alltaf gott ef tímareimin fer. Einhver komment?
Re: Getið þið hjálpað mér að gefa Rósu nýtt líf ?
Posted: 08.jún 2015, 18:49
frá Startarinn
Sko, maður veit sjaldnast hvað maður á að segja við menn sem eru að velta svona fyrir sér og treysta sér ekki til að gera hlutina sjálfir.
Ég setti volvo 2,3 turbo í Hiluxin hjá mér, og saumaði vélina við orginal gírkassann.
Þetta er gríðaleg vinna ef vel á að vera, bara að tengja rafmagnið tók mig nokkra daga, og ég var með rafkerfið því sem næst klárt til að setja í bílinn
Að ekki sé minnst á höfuðverkinn við að finna út hvernig væri best að sauma þessi tvö rafkerfi saman snyrtilega.
Það er engin ein leið til að gera svona, og þar sem ég tel að þetta hafi ekki verið gert oft (að minnsta kosti fer lítið fyrir því) er mjög erfitt að gefa góð ráð
Re: Getið þið hjálpað mér að gefa Rósu nýtt líf ?
Posted: 08.jún 2015, 19:02
frá Járni
Svona til að reyna að hjálpa eitthvað, þá dettur mér í hug að þú hafir samband við hann Gunnar Þórólfsson þarna fyrir norðan, notendanafn Biturk hér á vefnum. Ef ég man rétt var hann í allskonar grúski og virðist vera afspyrnu hjálpsamur. Ég þekki hann þó ekki persónulega. Svo er það hann Guðni okkar á Sigló, hann er alltaf að föndra allan andskotann og aldrei að vita að hann klári þetta fyrir þig ef þú rað-grillar lambalæri ofan í hann.
Ég vona að ég sé ekki að koma neinum í bobba með því að benda á menn.
Í sambandi við vélarval, myndi ég segja að best væri að finna eitthvað algengt og japanskt. Farið hefur verið langt með 1600 cc suzuki vél hér á landi, með turbo og allskonar látum.
Re: Getið þið hjálpað mér að gefa Rósu nýtt líf ?
Posted: 08.jún 2015, 19:23
frá svarti sambo
Það er líka spurning, hvort að það sé ekki bara nóg að skifta um heddpakkningu og láta plana ca: 1-2mm af heddinu. Þekki þessar vélar ekki nógu vel, til að staðhæfa neitt. En hann ætti að verða aðeins sprækari við það, ef það er hægt.
Re: Getið þið hjálpað mér að gefa Rósu nýtt líf ?
Posted: 08.jún 2015, 19:45
frá biturk
Það hefur verið settur allur andskotinn þarna oní allt frá 4cyl alveg uppi 350tbi chevy
Einfaldast hefur mér sýnst að sé að koma v6 4runner þarna oní eða 22re, það hefur margoft verið gert en lítið til af gôðum myndum
Kosturinn vip að nota toyota af svipaðri árgerð er að þeir deildu margir sömu plöggum og skynjurunm sem tala jafnvel sama tungumálið
En fljótlegast er að græja driflengju með öllu og aðlaga drifsköptnog body að því
Svo má lìka hafa í huga að það er ekkert mál að færa framdrifið hinu megin ef amerískt heillar betur
Drifin í ferozu þola helling og meira til, myndi alveg vera slakur á að hafa áhyggjur af því að brjóta þau :)
Re: Getið þið hjálpað mér að gefa Rósu nýtt líf ?
Posted: 10.jún 2015, 23:11
frá SiggiJo
Takk fyrir kommentin drengir. Er kominn með þúsundþjalasmið í takið sem ætlar að sauma vélina við orginal gírkassann fyrir mig, græja púst og þ.h. Treysti mér til að gera afganginn svona nokkurnveginn sjálfur. Keypti Mazda 1.8 mótorinn úr tjónabíl - sem ég var búinn að hafa augastað á og þar sem þetta er 2002 mótor, er hann 148 hp í stokk formi. Svo fæ ég ECU, allt víralúmið, sviss og lykla, vatnskassa og viftur með vélinni. Hún er ekin 62 þús dokumentaðar mílur með þéttskrifaðri þjónustubók og nýlegri tímareim. Þessi mótor er ekkert þyngri en hinn gamli mótorinn en ætti að verða miklu sprækari og gera bílinn allan skemmtilegri. Svo geri í 2" body hækkun og set hann á 33" dekk og það er nóg fyrir mig....... skelli inn mynd með haustinu þegar þetta er búið.....