Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá eyberg » 17.maí 2015, 10:37

Sælir félagar vantar að vita hvað koppafeiti/smurefni á að nota í gírana á þessu spili, sýnist það vera orðið þurt af smurefni.


Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá Sæfinnur » 17.maí 2015, 13:18

Þetta virðist nú bara vera smurt með koppafeiti. Annars er á þessum þræði allt um service á svona spili http://www.wanderingtrail.com/Repairs_R ... winch.html

User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá eyberg » 17.maí 2015, 14:32

Það er minst á þetta, er þetta bara venjuleg koppafeiti ?
Grease up the interior of the end housing with some high pressure bearing grease
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá Haukur litli » 17.maí 2015, 16:06

Ég myndi bara nota eitthvað á borð við Mobil Mobilux EP 2 feiti. Ef gírinn er óþéttur þá myndi Mobil Mobilux EP 004 henta betur.

User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá eyberg » 17.maí 2015, 16:40

Haukur litli wrote:Ég myndi bara nota eitthvað á borð við Mobil Mobilux EP 2 feiti. Ef gírinn er óþéttur þá myndi Mobil Mobilux EP 004 henta betur.


Hvar ertu að versla hana ?
Gæti ég notað þessa ?
http://www.matweb.com/search/datasheettext.aspx?matguid=f75ccb7c18e64f1ebbc506baffffb123
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá olei » 17.maí 2015, 18:11

Warn gefur upp á mx 12000 spilin - sem eru með plánetuniðurgírun:
Molylube #1 or Aeroshell #17
Sjá t.d hér: http://forum.ih8mud.com/threads/winch-g ... se.252759/

Þetta er semsé EP (extreme pressure) feiti með 5% Molybdenum Disulphide - í daglegu tali kölluð "mólí feiti" :)

Hér er Olís með moly feiti - þeir gefa reyndar ekki upp hlutfall af M.D en hún er EP2. Lýsingin er dæmigerð fyrir þessa tegund af smurfeiti.
MOLYTEX EP 2

Moly-blönduð smurfeiti
LÝSING
MOLYTEX
EP 2 er framleitt úr mikið hreinsuðum grunnolíum, þyk
k
tum með lithiumsápu
(lithium-12 hydroxysterarat).
MOLYTEX EP 2 er ennfremur blandað molybdensúlfíði og blýlausu háþrýstibætiefni, ásamt
bætiefnum gegn oxun og ryði.
NOTKUN
MOLYTEX EP 2 er notað til að smyrja undirvagna, kúluliði í stýrisbúnaði,
h
jöruliði o.fl.
MOLYTEX EP 2 er einnig notað til smurnings í iðnaði, þar sem fyrirmæli eru um feiti með
molybensúlfíði og þar sem hið smurða svæði vinnur undir háum þrýstingi og við lítinn hraða.
EIGINLEIKAR OG KOSTIR
MOLYTEX EP 2 hefur framúrskarandi háþrýstieiginleika og veitir góða vör
n gegn tæringu og
ryði.
MOLYTEX EP 2 hefur mikið mekanískt þol, hrindir frá sér vatni og hefur góða eiginleika við
lágan hita.
MOLYTEX EP 2 hentar vel til smurnings á stöðum þar sem álag og ytri skilyrði gera erfitt um
vik að smyrja svo fullnægjandi sé með venjulegri feiti.
MOLYTEX EP 2 á ekki að nota til að smyrja hraðgengar kúlu- og rúllulegur.
Pakkningar: 400 g, 18 kg, 50 k


N1 er líka með moly feiti, en gefa ekki upp hlutfall M.D fremur en olís:
https://n1.is/vorur/smuroliur/smurfeiti ... grease-ep/

Ég hef notað þessa feiti frá N1 talsvert , m.a í gíra á rafmagnsspilum. Veit ekki annað en hún virki fínt þar eins og víðar.
Síðast breytt af olei þann 17.maí 2015, 18:27, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá eyberg » 17.maí 2015, 18:26

Takk fyrir þetta, fer þá niðrí N1 verslun á morgun :-)
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá olei » 17.maí 2015, 20:09

Það ætti að virka. Ég held reyndar að það sé hærra hlutfall af moly í þessari feiti sem Warn mælir með en ég er ekki viss. Þykir mjög ólíklegt að það komi að sök.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá Haukur litli » 17.maí 2015, 20:10

eyberg wrote:
Haukur litli wrote:Ég myndi bara nota eitthvað á borð við Mobil Mobilux EP 2 feiti. Ef gírinn er óþéttur þá myndi Mobil Mobilux EP 004 henta betur.


Hvar ertu að versla hana ?
Gæti ég notað þessa ?
http://www.matweb.com/search/datasheettext.aspx?matguid=f75ccb7c18e64f1ebbc506baffffb123


Ég versla oftast feiti hjá Åkrehamn Trålbøteri. Veit ekki hvort þú átt leið þar framhjá. :D

Þessi Texaco feiti ætti að virka fínt á spilið.

User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Hreinsun og uppgerð á Warn XD9000

Postfrá eyberg » 17.maí 2015, 20:56

Takk fyrir en nei á ekki leið þarna um en hef verið talsvert í Åkrehamn í kringum 2009 til 2011 :-)
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 62 gestir