Síða 1 af 1
Hæð á loftpúðum
Posted: 11.maí 2015, 08:06
frá binso
Sælir spjallverjar.
Langaði til að forvitnast aðeins með hæðina á 1200kg púðum undir Toyotu Double cab að aftan.
Ég var að reyna að leitast eftir þessum upplýsingum en hef ekki fundið það enn.
Hvaða hæð eru menn með þessa púða í keyrslu og djöflagangi.
Re: Hæð á loftpúðum
Posted: 11.maí 2015, 09:50
frá karig
Hér er smá teikning, svo er ágætt að vera með þá 6-7 cm hærri en venjulega, en sjálfsagt skiptir máli hvaða demparar eru notaðir með púðunum, upp á svagleikann að gera, ég var með OME dempara sem voru alveg dauðir saman og með þeim verður bíllinn ansi svagur í miklum ójöfnum. kv,k.
Re: Hæð á loftpúðum
Posted: 11.maí 2015, 09:55
frá binso
er þá vinnuhæðin á þeim um 23 cm í kjörstöðu, 30cm undir toyotuna?
ég er nefninlega í tómum vandræðum að finna bestu stöðuna Mér sýnist eins og þetta sé smíðað vitlaust undir, þannig að í kjörstöðu þá er demparinn hjá mér nánast alveg samann og lemur þar afleiðandi alltaf samann á honum.
Re: Hæð á loftpúðum
Posted: 11.maí 2015, 16:23
frá karig
Skrítið að samsláttarpúðinn skuli ekki stoppa samslátt á undan demparanum, það er um að gera að fá dempara sem nýta allt travel sem púðinn býður upp á, en í fullri lengd er púðinn 57 cm, áður en ráðist er í að færa demparafestingar, kv,k.