loftpúðar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
bilmar
Innlegg: 26
Skráður: 11.apr 2010, 21:46
Fullt nafn: Ingi Jónsson

loftpúðar

Postfrá bilmar » 10.jan 2011, 18:03

Er að setja firestone 9901 loftpúða undir hiluxinn minn og er í vandræðum með að finna hversu langt þeir meiga ganga í sundur.
Er einhver sem veit þetta?

Takk fyrir
Ingi




Óskar Dan
Innlegg: 65
Skráður: 20.feb 2010, 15:21
Fullt nafn: Óskar Dan Skúlason

Re: loftpúðar

Postfrá Óskar Dan » 10.jan 2011, 18:19

er þetta með plastbottni?
ef svo er var mér sagt 20cm saman og 50cm sundur.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: loftpúðar

Postfrá Polarbear » 10.jan 2011, 19:40

rétt hjá Óskari

ef þetta eru plastbotnapúðarnir þá er þetta 30 cm fjöðrunarsvið, minnsta lengd:20 cm, mesta lengd 50cm. (+- 1-2 cm í hvora átt er i lagi í endunum m.v. þessar tölur).

er sjálfur með svona í bílnum mínum en ekki alveg sáttur... þetta eru svo burðarmiklir púðar að þeir eru hálf leiðinlegir í léttum bíl ef hann er óhlaðinn. Svo myndi ég taka tvívirka dempara með þessu, ekki svona "dauðir saman, stífir sundur" eins og ég var látinn kaupa. þeir bara berja alltof mikið saman þegar þeir eru loftlitlir við litla hleðslu á palli t.d.


Höfundur þráðar
bilmar
Innlegg: 26
Skráður: 11.apr 2010, 21:46
Fullt nafn: Ingi Jónsson

Re: loftpúðar

Postfrá bilmar » 10.jan 2011, 20:14

Takk fyrir þetta drengir. Þetta eru einmitt þessir með plastbotninum.

Var að velta því fyrir mér hvort ekki væri nóg að staðsetja demparana þannig að púðarnir færu ekki yfir þessa 50 cm eða er nauðsinlegt að setja strappa eða eithvað til vara?


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: loftpúðar

Postfrá Þorsteinn » 10.jan 2011, 22:00

þú þarft enga strappa.. lætur demparana taka við þessu

kv. Þorsteinn

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: loftpúðar

Postfrá Polarbear » 10.jan 2011, 22:21

ég er ekki með strappa. en ég mun setja þá í. það borgar sig að eitthvað geti tekið við ef það skyldi gefa sig demparafesting eða eitthvað.

þú hannar fjöðrunina þannig að í mesta samslætti (maximum saman-kraminn samsláttarpúði) er loftpúðinn pressaður saman í 20 cm. og þegar demararnir slá út í botn þá er loftpúðinn í sundur um 50 cm. best er að láta strappa taka átakið af því að slá út dempurunum, það fer ekkert vel með þá að slá þeim í botn. (hvorki inn né út)

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: loftpúðar

Postfrá karig » 11.jan 2011, 09:19

Afsakið að ég skýt inn smá spurningu en hvað eruð þið með mörg pund í þessum púðum í ykkar Hiluxum, ég er með um 25 pund í mínum, mætti kannski vera meira? Kv, Kári.

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: loftpúðar

Postfrá karig » 11.jan 2011, 10:24

Smá meira, smíðuðu þið þetta þannig að púðarnir séu í miðju fjöðrunarsviði þegar bíllinn er í hefðbundinni aksturshæð að aftan? Kv, Kári.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: loftpúðar

Postfrá birgthor » 11.jan 2011, 17:03

Svo ef þú ert með of burðarmikla púða ættiru að geta fært þá aðeins innar að stífufestingum í grind. Þannig ætti álagið að aukast á púsana hefði ég haldið.
Kveðja, Birgir

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: loftpúðar

Postfrá JonHrafn » 20.mar 2011, 17:43

Hvar fær maður svona púða?


Óskar Dan
Innlegg: 65
Skráður: 20.feb 2010, 15:21
Fullt nafn: Óskar Dan Skúlason

Re: loftpúðar

Postfrá Óskar Dan » 20.mar 2011, 20:20

Kiddi Bergs á selfossi á svona púða eða er allavega að flytja þá inn.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: loftpúðar

Postfrá JonHrafn » 20.mar 2011, 20:41

Óskar Dan wrote:Kiddi Bergs á selfossi á svona púða eða er allavega að flytja þá inn.


Ekki veit ég hver það er :þ áttu nafn eða símanúmer? Veistu hvað svona par kostar?


Óskar Dan
Innlegg: 65
Skráður: 20.feb 2010, 15:21
Fullt nafn: Óskar Dan Skúlason

Re: loftpúðar

Postfrá Óskar Dan » 21.mar 2011, 21:03

Kiddi Bergs æa selfossi er með partasölu.
Veit ekki hvað stykkið kostar í dag mátt endilega skrifa það hér ef þú færð verð.

Símin hjá honum er 892-4030

Kv Ôskar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir