Síða 1 af 1
					
				Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 29.apr 2015, 11:00
				frá jonr
				
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 29.apr 2015, 18:15
				frá draugsii
				Þetta er svolítið töff, hvernig ætli endingin hafi verið á þessu
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 29.apr 2015, 21:42
				frá Sævar Páll
				Þetta er svo brilliant hugmynd. Af hverju er ekki verið að fjármagna þetta!? :D
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 30.apr 2015, 08:06
				frá jongud
				Sævar Páll wrote:Þetta er svo brilliant hugmynd. Af hverju er ekki verið að fjármagna þetta!? :D
Afhverju að hafa tvö mismunadrif og tvö drifsköft þegar eitt af hvoru er nóg?
 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 30.apr 2015, 08:38
				frá Sævar Örn
				til að gera haft þessa bíla í upprunalegri hæð, ég veit ekki til þess að það hafi tekist með því að setja undir þá hásingu enda er vélin fest frekar neðarlega í grindina í þeim
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 30.apr 2015, 08:42
				frá Polar_Bear
				Þetta var framleitt 70´s og 80´s
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 01.maí 2015, 02:09
				frá grimur
				Nokkra liði í viðbót og það hefði verið hægt að sleppa drifunum, bara beintengja sköftin út í hjól!
Hvernig er það með nútíma kúluliði, það væri líklega bara alveg hægt....og kannski plánetugír í nafið.
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 01.maí 2015, 23:22
				frá villtur
				Það þarf ekki fleiri mismunadrif með þessu móti en bara niðurfærslu við hjólin.  Væntanlega er mismunadrifið fyrir framdrifið í millikassanum.  Ef því er ekki bara sleppt?
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 02.maí 2015, 00:14
				frá svarti sambo
				Er ekki málið, bara að setja fjóra góða glussarótora á hjólin og öfluga glussadælu aftaná skiftinguna. Svo er maður bara með glussaskiftir sem læsingu, til að breyta stefnu glussans. Laus við öll drifsköft og hásingar. Hásingarnar og drifsköftin, færu bara í tankinn á pallinum. :-)
			 
			
					
				Re: Alltaf lærir maður eitthvað nýttt: VEMCO drif
				Posted: 02.maí 2015, 13:34
				frá Sævar Örn
				
Hér sést hvernig mismunadrifið er útfært, þetta er alveg eins og í hefðbundnu drifi nema hlutirnir snúa ekki eins, eins og ég skil þetta þá fer öxullinn h/m á myndinni í gegnum mismunadrifið