Síða 1 af 1
Benz kassi af 352 benz
Posted: 27.apr 2015, 21:12
frá jeepson
Sælt veri fólkið. Er einhver hérna sem getur sagt mér hvort að kassi aftan af 352 benz fáist með 5.gír sem yfir gír? Ég veit um einn kassa aftan 352 vél en hann er víst með 5.gír beint í gegn. Ég er að pæla í þessu til að setja aftan á cummins vélina mína. Svo var ég búinn að heyra af 6 gíra kassa en skylst að hann sé víst frekar stór. Þannig að hann er kanski ekki sá hentugasti til að mixa í pattann minn. Já og hvað heita þessir benz kassar?
Mbk Gísli.
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 27.apr 2015, 21:33
frá Startarinn
Mig minnir að Unimog 416 hafi verið með 6 gíra kassa, en hann var með sér stöng fyrir áfram og afturábak, en var læstur þannig að afturábak var bara hægt að nota í fyrsta og öðrum
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 27.apr 2015, 22:43
frá jeepson
En hvernig er staðan á þessum 5 gíra kössum? Eru þeir með yfirgír?
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 27.apr 2015, 23:08
frá Kiddi
Hvaða hlutfall er í 1. gír? Skiptir það endilega máli hvort það sé yfirgír?
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 04.maí 2015, 17:03
frá jeepcj7
Ég hef bara séð bens kassana með 5 beinan í gegn aldrei yfirgír.
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 04.maí 2015, 20:06
frá Styrmir
Af hverju þarf að vera yfir gír?
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 04.maí 2015, 21:33
frá Offari
Þú færð þér bara hærri hlutföll í bílinn sterkari drif og þá þarftu ekki kassa með yfirgír. En Benz kassinn er bara fjögra gíra plúss einn undirgír (minnir að hann sé 1/6,5 eða 1/7
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 05.maí 2015, 08:18
frá jongud
Einhversstaðar minnir mig að ég hafi séð skrifað týpunúmer 712.000 þegar verið var að ræða um svona kassa.
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 05.maí 2015, 18:59
frá jeepson
Já það er svo rosalega auðvelt að fá hærri hlutföll í patrol. En ég er að skoða kassa úti þannig að það verður bara pantaður NV4500kassi sem passar beint á :D
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 05.maí 2015, 19:17
frá Kiddi
4.62:1 eru nú ekkert svakalega lág hlutföll, þannig séð...
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 05.maí 2015, 20:41
frá Freyr
Bensínkarlarnir með 4:10 vilja ábyggilega ólmir skipta við þig til að lækka sína í 4,63
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 05.maí 2015, 21:17
frá jeepson
Freyr wrote:Bensínkarlarnir með 4:10 vilja ábyggilega ólmir skipta við þig til að lækka sína í 4,63
Já það gæti verið. Þarf að skoða það eitthvað. Annars er ég kominn á þá skoðun að kaupa kassa að utan. Ég er búinn að hafa samband við aðila sem er með nokkrar tegundir af uppgerðum kössum, hann hefur ekki svarað enþá en voandi fæ ég svar á næstu dögum.
Re: Benz kassi af 352 benz
Posted: 06.maí 2015, 02:23
frá lecter
þessi kassi hefur 9;1 i 1 gír minnir að hann sé til í rútu með yfirgir hann er 70kg en ekkert svo mikið stærri en gm trukkaboxin sem voru bara 7;1