Daginn,
Er með Hyundai Starex 1999, dísel, 4x4. Maður setur bílinn í 4x4 (hi/lo) með takka inn í bíl, en lokur eru handvirkar.
Ég skipti um peru í mælaborðinu sem var ónýt, sem sýnir að bíllinn sé í 4WD hi. Ljósið virkar nú fínt. En við þetta kviknuðu 3 önnur viðvörunarljós í mælaborðinu. Viðvörun fyrir: vatn í hráolíusíu, handbremsu / bremsuvökva og hleðslu.
Hvað í óskupunum getur verið hér á ferðinni, jarðtengingar vandamál? Fletti upp skematískri mynd í manual fyrir bílinn, fyrir öryggi nr. 13 (sjá viðhengi, dró rauðan hring utan um peruna sem ég skipti um og aftur utan um ljósin þrjú sem kviknuðu í framhaldinu). Ég kann ekkert í rafmagnsfræðum, en velti fyrir mér hvort það er tilviljun að þessi viðvörunar ljós eru teiknuð í röð á þessari mynd í gegnum öryggi 13. Eitthvað sem menn geta sagt til um og bent mér á, útfrá þessu?
Kveðja góð
Geir Þór
Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
- Viðhengi
-
- Hleðsluljós - water seperator - hand break1.jpg (78.27 KiB) Viewed 2942 times
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
Hvernig peru settir þú í fyrir þá ónýtu, spurning með tengingar að yfirfara þær, eitthvað hefur farið úrskeiðis við peruskipti.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
hefurðu mælt hleðsluna á bílnum?
þessi ljós kvikna öll ef alternator bilar, og það gæti verið mjög óheppileg tilviljun að það hafi gerst samtímis
þessi ljós kvikna öll ef alternator bilar, og það gæti verið mjög óheppileg tilviljun að það hafi gerst samtímis
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
Er hann örugglega að hlaða? Skv. teikningunni kvikna öll þrjú ljósin ef hann hleður ekki. Ef þú hefur voltmæli geturðu staðfest hvort hann hleður með því að mæla spennuna yfir geyminn með bílinn í gangi. Ætti að vera 13,5 til 14 volt ef hann er að hlaða eðlilega.
Það finnst mér líka líklegast.
--
Kveðja, Kári
villi58 wrote:spurning með tengingar að yfirfara þær, eitthvað hefur farið úrskeiðis við peruskipti.
Það finnst mér líka líklegast.
--
Kveðja, Kári
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
Re: Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
Sælir og takk fyrir svörin,
Ég náði í nákvæmlega eins peru í umboðið. Skipti um hana og nú virkar 4wd hi ljósið, sem virkaði ekki áður. En þá kviknuðu þessi þrjú í staðinn.
En er það ekki skrýtið að öll þrjú ljósin kvikni ef hann er ekki að hlaða, þar sem það er sérstakt ljós fyrir hleðslu? REyndar held ég að hann sé ekki að hlaða, hann varð dauður í framhaldinu að ég skipti um peruna.
Ég náði í nákvæmlega eins peru í umboðið. Skipti um hana og nú virkar 4wd hi ljósið, sem virkaði ekki áður. En þá kviknuðu þessi þrjú í staðinn.
En er það ekki skrýtið að öll þrjú ljósin kvikni ef hann er ekki að hlaða, þar sem það er sérstakt ljós fyrir hleðslu? REyndar held ég að hann sé ekki að hlaða, hann varð dauður í framhaldinu að ég skipti um peruna.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 25.jan 2015, 19:37
- Fullt nafn: Geir Þór Geirsson
- Bíltegund: 4runner 1991
Re: Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
Prófaði að mæla spennuna með bílinn í gangi, gefur rétt undir 12 V.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
Yfirfara allt sem þú snertie sem viðkemur peruskiptunum
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Re: Skipt um peru í mælaborði - kviknar á þremur öðrum ljósum!
grantlee1972 wrote:En er það ekki skrýtið að öll þrjú ljósin kvikni ef hann er ekki að hlaða, þar sem það er sérstakt ljós fyrir hleðslu?
Dálítið ruglingslegt jú, en ekki óalgengt. Ég held að þetta sé gert sem lampaprófun; öll ljósin eiga að kvikna þegar svissað er á bílinn, áður en er startað, og einfaldasta leiðin til að láta það gerast er að láta þau kvikna með hleðsluljósinu sem alltaf á að loga á þeim tímapunkti hvort eð er. Hins vegar þýðir það að þau kvikna líka öll með hleðsluljósinu ef að hleðslan af einhverjum ástæðum bilar. Hin ljósin tvö geta hinsvegar virkað sjálfstætt; ef þú færð vatn í síuna eða bremsuvökvinn lækkar, kvikna aðeins viðkomandi ljós.
Varðandi hleðsluna, þá er líka vert að fara yfir öll öryggi. Mögulegt að einhver tenging hafi náð að snerta jörð og tekið út öryggi þegar þú varst að skipta um peruna.
--
Kveðja, Kári.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur