nissan 2.7 snillingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

nissan 2.7 snillingar

Postfrá solemio » 24.apr 2015, 22:54

er ekki einhver her sem veit allt(eða allavega eitthvað)um 2.7 disel velarnar.
er með 98 bil og hann for allti einu að setja smuroliu framúr ser og afturur.ja og setur oliu ut um gat a kvarðarörinu.
lumar kannski einhver a þessu kvarðaröri og öndunargræjunni.
datt i hug að hun hefði stiflast



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá svarti sambo » 24.apr 2015, 23:12

Þetta hljómar eins og haugslitin vél á höfuðlegum og sennilega rifin á cylendrum líka. Ef öndunin er ekki stífluð, þá hlítur að vera rok út um hana. Ættir að sjá það í áfyllingarstútnum fyrir smurolíuna. Ef það er rok, þá er hún að blása niður. Finnur líka pústlykt þar.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá solemio » 24.apr 2015, 23:52

hun hefur ekki hreyft smuroliu,flottur gangur,dettur i gang,get tekið kvarðann ur ekkert fruss upp um hann,enginn blaleytur reykur sem yfirleitt er fylgifiskur leguvandræða


Höfundur þráðar
solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá solemio » 24.apr 2015, 23:55

það er einsog það se oliuskilja a önduninni

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá svarti sambo » 25.apr 2015, 02:31

Er olíuhæðin rétt í pönnu. s.s. réttur kvarði á vélinni. Yfirleitt, þegar vélar byrja að leka með sveifaráspakkdósum, þá þýðir það mikið slit á höfuðlegum. þ.e.a.s. þær opnast við kastið á sveifarásnum og þær þola minna kast, ef þær eru orðnar gamlar. En þar sem að þú talar um bæði leka að framan og aftan samtímis, þá myndi ég halda að það væri kominn tími á höfuðlegur og sjálfsagt eitthvað meira í kjallaranum. Menn hafa líka sprengt út dósir, með að setja of mikla olíu á vél. Mældu lengdina á kvarðanum (fjöðrinni) og ég skal svo mæla lengdina á mínum, til að vera viss um að það sé ekki búið að setja annan kvarða. Þú getur líka plásið í öndunarlögnina, með munninum og fundið, hvort að það sé einhver fyrirstaða. taktu bara lokið af smurolíu áfyllingar stútnum fyrst. Ég bara man ekki í augnablikinu, hvort að það sé svona olíugildra í ventlalokinu. En ég tel það mjög líklegt.
Fer það á þrjóskunni


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá olei » 25.apr 2015, 03:58

Það er olíugildra á lögninni frá ventlalokinu inn og sogið á túbínunni, fest undir fremri intercooler boltann bílstjóramegin. Smá græja, hálf bjórdós eða svo.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá villi58 » 25.apr 2015, 09:52

Eins og kemur fram hér ofar þá getur verið vitlaus kvarði á vélinni þannig að það er of mikil olía á henni.
Svolítið skrítið hvað hún lekur á mörgum stöðum, hef ekki trú á því að þetta allt byrji á sama tíma nema sé of mikil olía á vélinni.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá birgiring » 25.apr 2015, 11:07

Óskaplega líkt því að öndunin frá sveifarhúsinu/ventlalokinu sé stífluð.
Þá byrjar hann að æla smurolíu allstaðar allstaðar út.


Höfundur þráðar
solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá solemio » 25.apr 2015, 11:40

það er 2ja millimetra gat a kvarðarörinu fyrir ofan beygjur,startkransinn er alveg þurr svo ekki er leki þar.nybuinn að skipta um oliu og það var sett uppgefið magn a hann.væntanlega hefur allt bara verið orðið gegnsosa i oliu ,verið sma dreitl en opnast svo betur.
VONANDi:)))


Höfundur þráðar
solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá solemio » 25.apr 2015, 17:37

Er eitthvað hægt sð þrifa þessa skilju.ef ekki lumar þa kannski einhver a svona.


Höfundur þráðar
solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: nissan 2.7 snillingar

Postfrá solemio » 27.apr 2015, 20:37

þetta var bara gat a kvarðaröri sem gerði allt löðrandi i oliu


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur