Síða 1 af 1

Drifhlutföll

Posted: 24.apr 2015, 14:10
frá Bjarni67
Er einhver þarna úti sem getur sagt mér hvort ég geti notað drifhlutföll úr Toyota Hilux eða 4runner í Land cruiser 90.

Re: Drifhlutföll

Posted: 24.apr 2015, 15:51
frá jongud
Bjarni67 wrote:Er einhver þarna úti sem getur sagt mér hvort ég geti notað drifhlutföll úr Toyota Hilux eða 4runner í Land cruiser 90.


Já, það á að passa á milli, afturhásingarnar á þeim öllum er 8-tommu toyota og framdrifið er 7,5-tommu

Re: Drifhlutföll

Posted: 24.apr 2015, 20:04
frá BragiGG
Ekki sama framdrifið samt þó þð sé jafn stórt...

Re: Drifhlutföll

Posted: 25.apr 2015, 09:45
frá Bjarni67
Þannig að ég get notað úr afturhásingu en ekki úr framhásingu. Hver er munurinn að framan ef bæði drifin eru 7.5" þ.e.a.s. 7.5 úr LC 90 og 7.5 úr hilux eða 4runner.

Re: Drifhlutföll

Posted: 25.apr 2015, 10:21
frá jongud
BragiGG wrote:Ekki sama framdrifið samt þó þð sé jafn stórt...


Ekki sama framdrifið?
samkvæmt ARB er 7,5-tommu 10 bolta í LC90 og 4Runner fram til 2003 og í Hilux fram til 2005. Og RD 90 loftlæsing passar í öll.

Re: Drifhlutföll

Posted: 25.apr 2015, 11:53
frá bragig
Framdrifin í 90 krúser eru 7.5" Reverse (yfirlyggjandi kambur), Hilux og 4runner ekki reverse. Gæti samt verið eins miðja í þessum drifum svo mögulegt er að nota sama lás.

Re: Drifhlutföll

Posted: 25.apr 2015, 12:34
frá Bjarni67
Takk fyrir þessi svör.

Re: Drifhlutföll

Posted: 26.apr 2015, 10:49
frá jongud
bragig wrote:Framdrifin í 90 krúser eru 7.5" Reverse (yfirlyggjandi kambur), Hilux og 4runner ekki reverse. Gæti samt verið eins miðja í þessum drifum svo mögulegt er að nota sama lás.


Takk, gott að vita þetta...

Re: Drifhlutföll

Posted: 26.apr 2015, 11:03
frá hobo
bragig wrote:Framdrifin í 90 krúser eru 7.5" Reverse (yfirlyggjandi kambur), Hilux og 4runner ekki reverse. Gæti samt verið eins miðja í þessum drifum svo mögulegt er að nota sama lás.


Á þetta ekki að vera yfirliggjandi pinion eða high pinion?

Re: Drifhlutföll

Posted: 26.apr 2015, 14:42
frá bragig
hobo wrote:
bragig wrote:Framdrifin í 90 krúser eru 7.5" Reverse (yfirlyggjandi kambur), Hilux og 4runner ekki reverse. Gæti samt verið eins miðja í þessum drifum svo mögulegt er að nota sama lás.


Á þetta ekki að vera yfirliggjandi pinion eða high pinion?


Jú auðvitað, fór orðavillt á lyklaborðinu.