Sælir snillingar,
Ég er með 98 árg af 2.8 sjálfskiptum pajero sem neitar að fara í gang. Ég heyri startarann snúast, en ekkert meir, hann bara fríhjólar, það er nægur straumur og ekkert skrall eða skruðningar, maður heyrir startarann bara snúast.
Getur einhver frætt mig um hvort þetta er bara startarinn eða eitthvað verra?
Startara vandamál á Pajero 2.8
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
bobo70 wrote:Sælir snillingar,
Ég er með 98 árg af 2.8 sjálfskiptum pajero sem neitar að fara í gang. Ég heyri startarann snúast, en ekkert meir, hann bara fríhjólar, það er nægur straumur og ekkert skrall eða skruðningar, maður heyrir startarann bara snúast.
Getur einhver frætt mig um hvort þetta er bara startarinn eða eitthvað verra?
Væntanlega samkvæmt lýsingu þá skítur hann ekki bendexinu aftur eða fram, eftir hvernig þessir startarar eru.
Taka hann úr og gera hann upp. Veit ekki með þessa hvort komi til greina að segulspólan sé sér tengd, kanski skoða tengingar með því að taka þær af og skoða hvort það getur verið sambandsleysi. Hvað er hann gamall eða hvað langt síðan hann var gerður upp ??
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
Takk fyrir svarið Villi, ég eignaðist bílinn í þessu ástandi, þannig að ég veit ekkert um hvort nokkuð hafi verið gert fyrir þennan startara.
En mér sýninst að eina vitið sé að rífa startarann úr og koma þessu í hendurnar á fagmanni.
Hvað má ég reikna með að svona upptekt kosti?, svona til að koma í veg fyrir að ég verði okrað á mér :)
En mér sýninst að eina vitið sé að rífa startarann úr og koma þessu í hendurnar á fagmanni.
Hvað má ég reikna með að svona upptekt kosti?, svona til að koma í veg fyrir að ég verði okrað á mér :)
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
bobo70 wrote:Takk fyrir svarið Villi, ég eignaðist bílinn í þessu ástandi, þannig að ég veit ekkert um hvort nokkuð hafi verið gert fyrir þennan startara.
En mér sýninst að eina vitið sé að rífa startarann úr og koma þessu í hendurnar á fagmanni.
Hvað má ég reikna með að svona upptekt kosti?, svona til að koma í veg fyrir að ég verði okrað á mér :)
Tjakkaðu á tengjum sem koma á startarann og skoðaðu hvort sé komin spansgræna eða hvort vírar séu í lagi.
Finnst eins og hann þurfi uppgerð en ekkert öruggt með það. Mundi taka hann úr sjálfur eða fá einhvern vin eða kunningja gera þetta, þetta er í raun ekkert svo flókið að gera upp svona startara en það þarf réttu verkfærin.
Ef þú ferð með hann á verkstæði þá kemst þú ekki til Balí næstu árin, nei bara grín en þetta getur verið fjandi dýrt sem fer eftir því hvað þarf að gera, hverju þarf að skipta út. Gangi þér vel með startarann !
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
Ég myndi taka hann úr og fara með hann í Rafstillingu í Súðavog. Hef mjög góða reynslu af þeim og hafa ekki verið dýrir (raunar ótrúlega ódýrir). Þú getur líka birjað á að hringja í þá og fengið góð ráð.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
Mundu bara að taka geyminn úr sambandi áður en þú hefst handa.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
vertu alveg viss um að vélin snúist ekki áður en þú tekur startarann úr, það getur hljómað eins og startarinn fríhjóli t.d. ef vél er alveg þjapplaus og startarinn snýr henni áreynslulaust
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
Ég lenti í startaraveseni um daginn og það var bara sambandsleysi en hann var reyndar alveg dauður,það var einfalt að laga, skoðaðu hann vel áður en þú ferð með hann í viðgerð. Þetta gæti líka verið bendexinn en þá heyrir maður í startaranum eins og hann snúist eftir að þú hættir að starta
KV Óttar
KV Óttar
Re: Startara vandamál á Pajero 2.8
Takk fyrir svörin strákar, ég smellti mér á námskeið á youtube :) https://www.youtube.com/watch?v=PV74-_wK0fY
og ætti að vera orðinn fær í að sjúkdómsgreina startarann eftir að hann kemur úr, svo sjáum við til með framhaldið.
og ætti að vera orðinn fær í að sjúkdómsgreina startarann eftir að hann kemur úr, svo sjáum við til með framhaldið.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur