Síða 1 af 1

Glóðarhitun í Toyota Dobulacab disel 91

Posted: 17.apr 2015, 16:48
frá sukkaturbo
Sælir félagar nú er komið að þeirri stundu að tengja glóðarhitunina í Bellu. Mig langar alveg rosalega að vera með hana eins og hún er orginal í Dobulcab disel þar sem nóg er að svissa á og allt gerist sjálfkrafa. Kertin hitna og ljósið eða gormurinn sloknar og maður startar í gang.
Ég get auðveldlega smíða hnapp og haldið í 6 sek og allt það en hitt væri draumur. Ég á relýið fyrir glóðarkertin og get útbúið lítið gaumljós en vantar tímastýringuna eða heilan fyrir þetta og veit ekki einu sinn hvar hún er í hiluxnum og svo er spurning er eftir á hitunar dæmi í dollunni. Hefur einhver þekkingu á þessu eða hefur gert þetta sem nennir að gefa ráð um þetta. Kveðja Guðni og Bella

Re: Glóðarhitun í Toyota Dobulacab disel 91

Posted: 17.apr 2015, 18:55
frá villi58
Farþegamegin bak við plastklæðningu rétt ofan við gólf, þarna held ég að stýringin sé staðsett í Hilux, Realy er v-megin innann á innra brettinu ef ég man rétt. Á örugglega teikningar af þessu.
Kveðja!
VR.

Re: Glóðarhitun í Toyota Dobulacab disel 91

Posted: 17.apr 2015, 19:32
frá sukkaturbo
Sæll Villi og takk fyrir að svara mér kveðja guðni

Re: Glóðarhitun í Toyota Dobulacab disel 91

Posted: 17.apr 2015, 21:03
frá villi58
Ég held að ég sé með réttu teikninguna af rafkerfinu í Hilux, get skannað hana úr bókinni og sent þér ef þú villt.
Verður þó ekki fyrr en á morgun þar sem ég er að breyta í tölvukerfinu hjá mér og á eftir að tengja allt dótið sem tengist tölvunni.
Kveðja! VR

Re: Glóðarhitun í Toyota Dobulacab disel 91

Posted: 17.apr 2015, 21:19
frá sukkaturbo
Sæll villi takk fyrir það það er ekkert stress hjá mér ennþá er að safna efni og Gísli er að koma um 20 þessa mánaðar og það væri gott að vera með sem mest tilbúið kveðja guðni

Re: Glóðarhitun í Toyota Dobulacab disel 91

Posted: 25.apr 2015, 12:39
frá bjarni73
ef þig vantar eitthvað í sambandi við þetta þá á ég allt til

Re: Glóðarhitun í Toyota Dobulacab disel 91

Posted: 25.apr 2015, 14:18
frá sukkaturbo
Sæll Bjarni og takk fyrir þetta hef samband er að fara að REYNA að græja þetta á næstunni