ABS vesen á Pajero Sport
Posted: 15.apr 2015, 23:41
Sælir, ég verslaði mér 2003 módel af Pajero Sport 3.0 og fékk að heyra það frá seljanda að ABS ljósið væri á annaðslagið og vélarljósið einnig ( farinn hitari í súrefnisskynjara ) og var að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að redda þessu ABS máli, þegar það er á þá bremsar hann ágætlega en svo um leið og það fer þá víbrar bremsupedalinn óeðlilega og það kemur svona flaut, svo þegar ég er við það að stoppa þá dregur smám saman úr víbringnum og svo hættir það. Gæti verið að skynjari sé farinn eða eitthvað meira vesen?
Svo með hitarann í súrefnisskynjaranum, kemur þetta eitthvað niður á eyðslu ef hann er ekki að fúnkera 100%?
Mbk,
Bubbi
Svo með hitarann í súrefnisskynjaranum, kemur þetta eitthvað niður á eyðslu ef hann er ekki að fúnkera 100%?
Mbk,
Bubbi