Síða 1 af 1

ABS vesen á Pajero Sport

Posted: 15.apr 2015, 23:41
frá Bubbinesk
Sælir, ég verslaði mér 2003 módel af Pajero Sport 3.0 og fékk að heyra það frá seljanda að ABS ljósið væri á annaðslagið og vélarljósið einnig ( farinn hitari í súrefnisskynjara ) og var að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að redda þessu ABS máli, þegar það er á þá bremsar hann ágætlega en svo um leið og það fer þá víbrar bremsupedalinn óeðlilega og það kemur svona flaut, svo þegar ég er við það að stoppa þá dregur smám saman úr víbringnum og svo hættir það. Gæti verið að skynjari sé farinn eða eitthvað meira vesen?

Svo með hitarann í súrefnisskynjaranum, kemur þetta eitthvað niður á eyðslu ef hann er ekki að fúnkera 100%?

Mbk,

Bubbi

Re: ABS vesen á Pajero Sport

Posted: 16.apr 2015, 08:30
frá Sævar Örn
nú er fyrsta verse að láta lesa af bílnum, ég hef séð abs hring á pajero sem er brotinn og olli ekki ólíkum kvilla, það var þá að framan og var abs hringurinn boltaður í bakið á bremsudisknum

Re: ABS vesen á Pajero Sport

Posted: 18.apr 2015, 14:16
frá gislisveri
Sammála Sævari, þetta hljómar meira eins og ABS hringur, frekar en skynjari. Ef skynjari væri farinn væri líklega stöðug, en þegar ABS hringur brotnar verður ójafnt bil á milli tanna og tölvan heldur að hjólin fari mishratt, þess vegna fer allt að víbra eins og þú værir á svelli.
Ef þú lætur lesa af, veistu strax við hvaða hjól vandinn liggur, svo er mjög þægilegt að skoða þetta á bílalyftu ef þú kemst í slíka.

Þegar ljósið er á er ABS kerfið óvirkt og þess vegna víbrar ekkert.
Gangi þér vel.
-GS