Síða 1 af 1

Stýrisendar

Posted: 15.apr 2015, 18:04
frá j76
Ég er með gamlan Dodge Dakota og það er kominn tími á fóðringar í klöfunum,stýrisenda og spindilkúlur. Ég er búinn að renna í gegnum marga spjallþræði og í Ameríkuhrepp eru menn hrifnir af Moog og halda því fram að allt annað sé sóun á peningum. Eru eitthver trúarbrögð í gangi varðandi val á stýrisendunum hérna heima, hverju mæla menn með?
Kv, Jóhann

Re: Stýrisendar

Posted: 15.apr 2015, 19:02
frá Gulli J
Ég trúi á Moog.

Re: Stýrisendar

Posted: 16.apr 2015, 12:59
frá j76
Hefur þú reynslu af Raybestos eins og Bílanaust er að selja?

Re: Stýrisendar

Posted: 17.apr 2015, 00:22
frá Fordinn
j76 wrote:Hefur þú reynslu af Raybestos eins og Bílanaust er að selja?


Þetta er engin gæda vara. Ég mæli með að finna td frá Moog það endist betur... og fá þá smyrjanlega...

Re: Stýrisendar

Posted: 17.apr 2015, 08:33
frá Gulli J
j76 wrote:Hefur þú reynslu af Raybestos eins og Bílanaust er að selja?


Ég hef sett annað en Moog, man ekki hvað það heitir, en það entist ca árið.

Keipti einu sinni Raybastos og spicer stýrisenda,sama part no. þegar kassinn var opnaður þá voru þeir báðir greinilega úr sömu verksmiðjunni í Kína.

Re: Stýrisendar

Posted: 17.apr 2015, 16:49
frá Kiddi
Ég hef notað Raybestos og þeir endast alveg svona lala, er ekkert að stressa mig á því samt því ekki eru þeir dýrir...