Síða 1 af 1

Vitara hámar í sig olíu og reykir

Posted: 12.apr 2015, 14:33
frá hjorturj
Heil og sæl öllsömul

Er á Suzuki Vitara 95 módeli, breytt á 33" dekkjum. Hún er farin að reykja svakalega, hvítblár reykur og er að háma í sig olíu. Setti 2 lítra af olíu á hana og 10 dögum seinna þurfti að fylla á olíuna aftur. Það er líka kominn einhver sláttur, traktoragangur, í hana og ég finn titringinn vel inn í bíl. Ég er að reyna að spara mér ferð á verkstæði og kann þetta ekki sjálfur.
Kannast einhver við þetta og gæti bent mér hvað gæti verið að?

Re: Vitara hámar í sig olíu og reykir

Posted: 12.apr 2015, 14:49
frá villi58
hjorturj wrote:Heil og sæl öllsömul

Er á Suzuki Vitara 95 módeli, breytt á 33" dekkjum. Hún er farin að reykja svakalega, hvítblár reykur og er að háma í sig olíu. Setti 2 lítra af olíu á hana og 10 dögum seinna þurfti að fylla á olíuna aftur. Það er líka kominn einhver sláttur, traktoragangur, í hana og ég finn titringinn vel inn í bíl. Ég er að reyna að spara mér ferð á verkstæði og kann þetta ekki sjálfur.
Kannast einhver við þetta og gæti bent mér hvað gæti verið að?

Trúlega er mótorinn kominn á tíma, væntanlega þarf að rífa hann í spað og skipta út slithlutum og fl. Gæti verið besta lausnin að kaupa notaðan mótor í góðu ástandi. Getur verið merki um að stimpilhringir séu búnir eða ventlaþéttingar.
Ef það er túrbína í bílnum þá skoða hana, getur verið að smurolíjan sé að fara inn á vél ef hún er búinn með sinn lífdaga.

Re: Vitara hámar í sig olíu og reykir

Posted: 13.apr 2015, 08:14
frá jongud
Hvað er vélin mikið ekin?

Re: Vitara hámar í sig olíu og reykir

Posted: 13.apr 2015, 12:36
frá hjorturj
Ekin svona 210 þús