Síða 1 af 1

Ballansering á 318 mopar

Posted: 07.jan 2011, 19:22
frá Sævar Páll
er að pæla í að skipta út original 318 (76 módelið) hreyflinum hjá mér út fyrir nýrri LA mótor, svona öðru megin við 90' ( með rúlluás og tilbehör) og ætla að halda gamla 4 gíra kassanum áfram. Var að hugsa hvort að það breytist eitthvað balanseringin á vélinni á lífsspani LA seríunar. Eftir því sem að mér skilst á alvefnum eru þær allar internally ballanced en ég vildi bara fá álit ykkar líka og hvort að það væru einhverjar aðrar breytingar á vélinni.
Og smá auka, ef að ég fer og fæ mér unga LA týpu með rúlluás og innspýtingu, get ég þá swappað kveikjunni og milliheddinu af gamla mótornum yfir á þennann eða þarf ég að nota kveikju með yngri tannhjóli?

KV Sævar P, í vangaveltum...

Re: Ballansering á 318 mopar

Posted: 08.jan 2011, 07:56
frá Offari
Sæll Sævar ég held að allar 318 vélar séu núll ballanseraðar en farir þú í 360 þarf svinghjól og conwector að fylgja því þar er allt ballanserað saman. En hvenær kemur þessi LA vél það er verið að bjóða mér 318 vél "87 áttu einhvern fróðleik handa mér um þá vél? Kv Starri.

Re: Ballansering á 318 mopar

Posted: 10.jan 2011, 14:45
frá Dodge
Palli.. þú ert sumsé að tala um að fara i slétt sama combó og ég er með í mínum.(utan við beinskiftinguna.)
Kveikja og millihedd passar á milli.

318 er alltaf internally ballanced.
360 er alltaf externally ballanced
340 er external með cast ás og internal með forged ás ef ég man rétt.

Sumsé þú þarft 360 svinghjól ef þú ætlar í þann pakkann.

Ég er með 91 árg 360 í mínum með rúlluás.

Re: Ballansering á 318 mopar

Posted: 10.jan 2011, 21:25
frá Sævar Páll
Takk fyrir það stebbi og Starri.
Þannig að ég skil það rétt að ef að ég næ mér í um 90 módel af 318 LA mopar sem var með sjálfskiptingu get ég notað hana sem beinann staðgengil í stað eldri bróðurs hennar? með sama swinghjóli og sömu mótorpúðunum? En er hún samt með gamla kílreimamekkanóinu eða er hún komin með flatreim og þessháttar? Gæti ég ekki þá líka skipt reimskífunni á sveifarásnum og notað gömlu reimdrifnu íhlutina?

Sævar P. Fullur af spurningum...

Re: Ballansering á 318 mopar

Posted: 11.jan 2011, 11:58
frá Dodge
Það passar já. en þú þarft að setja eldri kveikju í hana því þessar nýrri eru með tölvustýrða flýtingu og
þessvegna er enginn miðflóttaafls flítir í henni.

Þessar sleggjur eru því miður ennþá með kílreima kerfi en ekki flatreim.

Og já reimskífur og þ.h. passa á milli.

Ef þú ert bara að spá í 318 þá á held ég Jónas orginalinn úr mínum Ram. '88 módel með rúlluás.

Re: Ballansering á 318 mopar

Posted: 11.jan 2011, 20:14
frá Sævar Páll
Flott er, heyri í honum. Held ég haldi mig við 318 í bili. En ef ég ætlaði að skrúfa saman kompakt orkuver í bílinn, er þá ekki hægt að skrúfa Magnum hedd svo til beint ofan á rúllu 318 ef ég næ mér í Magnum millihedd fyrir blandara? og passa La style flækjur á Magnum?

Kv Sævar P, fróðleiksfús..

Re: Ballansering á 318 mopar

Posted: 12.jan 2011, 12:01
frá Dodge
Nú hef ég bara ekkert kynnt mér magnum vélarnar, en ég held þau passi ekki beint.

Er ekki líka betra að redda sér þá complett 360 magnum vél eða jafnvel bara 5,7 HEMI, þær fást á klink úti og svo er alltaf verið að auglýsa einhverjar úrbræddar vélar hérna á skerinu fyrir lítið.