Síða 1 af 1

patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 04.apr 2015, 18:12
frá hlorri
Góðan daginn langaði nú bara að forvitnast hvort einhver hér hafi sett patrol hásingar undir 4runner?

Kv. Hlynur

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 04.apr 2015, 19:55
frá jongud
hlorri wrote:Góðan daginn langaði nú bara að forvitnast hvort einhver hér hafi sett patrol hásingar undir 4runner?

Kv. Hlynur


Veit ekki með 4Runner en ég veit um Hilux með patrol hásingum. Framhásingin var líka styrkt með því að möndla nöf undan 80 cruiser á hana.
Hér eru upplýsingar;
http://jakinn.is/?album=jeppasyning-ferdaklubbs-4x4-2013&mynd=Syning_702.JPG
Og hér er mynd af bílnum
http://jakinn.is/?album=jeppasyning-ferdaklubbs-4x4-2013&mynd=Syning_697.JPG

Image

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 00:38
frá hlorri
Takk fyrir þetta :)

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 08:42
frá Hilmar Örn
patrol er med mun breidari hásingar en 4runner, ef thu ert med breyttan bil tharftu liklegast ad fá thér breidari kannta eda breikka núverandi kanta.
kosturinn vid thetta er ad thu færd stödugri bíl í hlidarhalla.

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 10:36
frá biturk
Væri ekki skynsamlegra að fara í 60 cruiset hásingat eða amerískat?

Patrol hásingat eru með rándýra íhluti og mökk þungar

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 11:37
frá jeepcj7
Patrol hásingar eru ekki þungar þú þarft bara að taka lýsi.;O)
Afturhásingin er innan við 100 kg td.

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 11:46
frá Freyr
Það hefur nú vantað eitthvað á þá hásingu, bremsur o.fl.? Viktaði Y61 afturhásingu með bremsum og olíu en engu öðru (ekki hangandi á henni stífur, demparar eða neitt annað) og hún var 138 kg. Varðandi þyngdarmun á toy og nissan þá er mjókkuð 80 cruiser afturhásing 135 kg (mjórri hásing en patrol) svo það er nú ekki stóri munurinn á þessum tveimur framleiðendum. Toy með stærri miðju, fljótandi nöf og viðameiri bremsur en patrol með mikð sverari öxla, að vísu sami sverleiki á rillustykkinu en svo sverast patrol öxlarnir verulega mikið upp fyrir utan rillurnar.

Kv. Freyr

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 11:53
frá haflidason
af hverju var ekki bara notuð cruieser hásing í staðinn fyrir að setja nöf af svoleiðis á patrol hásingu?

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 11:57
frá jeepcj7
Y60 búið að hreinsa af festingar haft eftir Magga go4it.
En ég trúi varla þessari tölu með y61 hásinguna þar sem ég hef vigtað dana 60 semi um 130 kg með 3" borðabremsum og að öllu leyti sterkari og sverari hásing.

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 12:06
frá Freyr
Ég viktaði einmitt í sömu viku tvær full float D60 hásingar með skálabremsum á sömu vikt, önnur var 135 kg og hin 140 kg. Var sjálfur mjög hissa á niðurstöðunni og taldi viktina vera að blekkja en ég steig á hana sjálfur á staðnum og hún var á réttu róli. Ég þarf eiginlega að komast í aðra patrol afturhásingu til að vikta....

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 12:09
frá Freyr
haflidason wrote:af hverju var ekki bara notuð cruieser hásing í staðinn fyrir að setja nöf af svoleiðis á patrol hásingu?


Í cruiser þarf að velja um sterkt drif en lélegan hjólabúnað (veika öxulliði og stýrisarma sem losnar upp á) í 60 eða þá sterkari hjólabúnað og veikara drif í 80. Ef sett er 60 cruiser miðja í 80 hásingu þarf aðra stýrisarma o.fl. því 9,5" toy er ekki reverse eins og org. framdrifið í 80. Hinsvegar er patrol framdrifið reverse og gengur því með óbreittum stýrisgang í 80 hásingu.

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 13:35
frá xenon
Ég er að smíða Lc80 framhásingu með Lc60 miðju fékk efni í þetta á um 100 þús rúm (lc60 hásingu með 4:88 og orginal barkalás sem er komin með loft tjakk) ég þarf svo að smíða nýjan lengri öxulinn og færa millibilsstöngina fram fyrir hásingu, ég ætlaði að setja patrol miðju í þessa Lc80 hásingu því það er minni vinna bara skipta um kúlu í hásinguni en til að þetta gangi upp með orginal öxlum þarf ARB lás fyrir patrol drifið og mixa þetta saman með hlutum úr Lc80 ARB lás og eftir smá útreikninga þá fór ég Lc60 leiðina því bara ARB lás, Hlutföll og legur í þetta blessaða patrol drif var komið nærri hálfri milljón, nýr öxul og ný millibillstöng nær verði á patrolo hlutfalli, en með Lc80 og Lc60 drifum aftan og framan fær maður meiri möguleika á hluftöllum en að blanda saman patrol og toyota ég ætla að prufa 5:29 á 46" Lc80

Kv Snorri

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 14:42
frá tnt
jamm Snorri ,en Patrol er rewerse ekki lc 60 .þetta hefur allt sína kosti og gallaðPatrol er líka high pinion sem er gott á hækkaða bíla

Re: patrol hásingar undir 4runner?

Posted: 05.apr 2015, 15:28
frá jeepson
Kosturinn við þetta breiðar hásingar er einnig að þú getur haft meira backspace á felgunum. Það hlífir líka legum.