Síða 1 af 1

Breytingar á Jeep

Posted: 06.jan 2011, 17:58
frá pardusinn
Sælir félagar.
Langar að forvitnast um breytingar á 1993 módelinu af Cherokee fyrir 38" ætlunin er að byrja á að hafa original hásingarnar undir til að byrja með en er einhverstaðar hægt að fá tilbúna hluti í breytingar á undirvagni sem til þarf. það er töluvert til af þessum bílum sem búið er að breyta og spurning hvort einhver á til mót eða teikningar af hlutum sem þarf.

Re: Breytingar á Jeep

Posted: 06.jan 2011, 21:26
frá juddi
Talaðu við þá í Vögnum og þjónustu þeyr hafa smíðað síkkunakitt að framan

Re: Breytingar á Jeep

Posted: 06.jan 2011, 22:08
frá Stjáni
Held ég hafi séð í öðrum þræði hér einhversstaðar að héðinn væri líka með
síkkunarkit í þá ég er alltaf á leiðinni að tala við þá þar hef bara ekki hafið mig í það ennþá :)

Re: Breytingar á Jeep

Posted: 07.jan 2011, 01:28
frá pardusinn
Takk strákar.

Re: Breytingar á Jeep

Posted: 07.jan 2011, 10:30
frá juddi
Spurning hvort það sé þá ekki Héðinn sjálfur sem er með Áhaldaleiguna stórhöfða 35 S:5877790

Re: Breytingar á Jeep

Posted: 07.jan 2011, 19:50
frá pardusinn
Talaði við Vagna og þjónustu, þeir eiga til síkkunarsettið að framan 25.000 og talaði svo við Héðinn og hann var með allt til að breyta að aftan sem er í raun það sama og þegar verið er að gormavæða Hiluxinn á 16.500.-