Síða 1 af 1

spindilleguskipti í jimny

Posted: 23.mar 2015, 22:33
frá íbbi
ég jánkaði því víst að skipta um spindillegur í jimny-inum hjá systur minni (bölvun bílamannana í flestum fjölskyldum)

hef ekki átt við þetta áður, var að spá í hvað ég ætti að láta systu versla í þetta svo ég stoppi ekki í miðju verki,

kv, ívar

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 24.mar 2015, 01:22
frá olei
Þar sem ég hef aldrei séð spindillegur í Jimny þá mæli ég með 3L af Fullers India pale ale. Það ætti að duga til að rífa þetta og taka saman innkaupalistann. Nema náttúrulega ef um helgarálag sé að ræða, þá þarf sennilega allt að 10 lítrum. Allavega hljómar ekki sennilega í mín eyru að það sé skynsamlegt að leggja í svona verkefni allsgáður - svona smádót þarfnast jú sérstakar einbeitingar!

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 24.mar 2015, 07:43
frá Hólmar H

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 24.mar 2015, 08:29
frá Sævar Örn
Ég myndi hiklaust setja nýjar liðhúsaþéttingar og pakkdós inn í hásingarörið, þetta er lítill kostnaður og sparar tvíverknað ef draslið fer að leka eftir að hreyft er við þessu gamla dóti

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 24.mar 2015, 16:45
frá juddi
Kaupa sett í umboðinu fínt verð eins og á flestu þar

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 24.mar 2015, 18:00
frá íbbi
Jà èg get ekki annað en hrósað umboðinu, þetta er þriðji jimny-inn í fjölskyldunum og við erum með xl7 líka, og umboðið hefur verið til fyrirmyndar,

Hehe, Jà èg þóttist vita að þetta væri nokkra öllara verk, en èg var settur à snúruna fyrir nokkrum àrum og get því miður ekki haft söngvatn við hönd við bílaviðgerðir. :)

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 02:25
frá íbbi
nu er ég farinn í þetta. þetta er nú allt af einfaldari sortini, það er ró fyrir hjólaleguni með götum í. eins og sú sem er í terrano og flr, sem ég þarf að losa til að draga höbbinn af,

í þeim bílum sem ég hef gert þetta hef ég getað losað þetta með veim skrúfujárnum og jafnvel skapt á milli, en í þessum virðist þetta heldur meira hert en það. suzuki gefur upp um eða yfir 200nm herslu á þessu, er í lagi að nota hamar og skrúfjárn?

hvernig hafa menn verið að losa þetta? ég á engan topp sem gengur í þetta

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 04:42
frá Ingójp
Þegar ég var að skipta um felguboltana í sidekick þá notaði ég skrúfjárn og hamar.

Merkti bara og taldi hringina. Kannski á einhver þennan topp hér til að lána þér?

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 09:02
frá sra
Þú þarft ekkert að losa þetta. Fjarlægðu liðhúsþéttinguna, aftengdu slöngurnar fyrir lokurnar, kipptu spindlunum úr og draslið kemur af. ( öxullinn fylgir, dregst út úr hásingunni )

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 12:51
frá Sævar Örn
Getur líka losað legustútinn af með legunni og öllu saman, 4 boltar við hjólnafið með 14mm haus ef ég man rétt, þetta eru kúlulegur þessvegna er herslan svona mikil

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 13:19
frá íbbi
ahh snilld, takk fyrir

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 18:33
frá íbbi
Er einhver möguleiki à að nànast leguhringnum úr àn blàa lykilsins? ?

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 18:41
frá Sævar Örn
Já það er til sérverkfæri til að gera þetta, fæst líklega hjá Suzuki í skeifunni en ég lét smíða þetta fyrir mig hjá rennismið, svo lánaði ég gripinn og hann hefur ekki fundist síðan

Það er mikilvægt sérstaklega að herða þetta nægilega vel því legurnar eyðileggjast fljótlega ef það kemur eitthvað fríhlaup í þær, þær þola það verr heldur en kónísku legurnar sem eru í elstu jimny bílunum og vitara og flestum öðrum jeppum

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 19:40
frá íbbi
ertu þá tala um hjólaleguna? eða spindilleguna, bara svo ég sé ekki að miskilja

ég tók spindilinn úr í heilu með höbbanum og dró öxulinn úr. spindillegurnar voru gjörsamlega toastaðar, sú neðri var komin í búta,

hringurinn sem er utan um legurnar, sem virðist vera pressaður í sætið, hann er skemmdur að neðan og ég tók eftir því að hann fylgir með legunum, hafa menn verið að berja þá úr? ég er ekki með gas eða suðutæki, og er búinn að reyna berja hann úr með hamar og meitil en hann haggast ekki, ég mundi vanalega sjóða í svona og berja hann svo úr en er að þessu við æði óviðunandi aðstæður sem og hálf verkfæralaus :) en mér er ansi illa við að setja þetta saman með neðri hringnum skemmdum,

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 21:53
frá Sævar Örn
jú þu verður að skipta um þá líka, ég hef ekki lent í að þeir séu ótrúlega fastir í, yfireitt duga örfá högg með litlum hamri og meitli, afhverju er þetta svona skemmt? ætli kúluliðurinn í öxlunum hafi verið að rekast í þa?

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 28.mar 2015, 22:01
frá sra
Það á ekki að vera stórmál að slá slífarnar úr með úrreki og þokkalegum hamri. Ef þú ferð með úrrek gegnum efri slifina á þá neðri á að vera á tveimur stöðum tekið úr svo hægt sé að berja hana úr. Bara byrja á að koma slífinni á hreyfingu og klappa svoá vixl. Stundum þarf gott högg til að koma þessu af stað. Láttu þér ekki detta í hug að setja þetta saman með gömlu slifunum. Gangi þér vel

Re: spindilleguskipti í jimny

Posted: 29.mar 2015, 04:10
frá íbbi
þær höðust úr á endanum, en voru alveg skuggalega fastar,

hann var á original legunum,( og þær voru gjörsamlega komnar í köku og voru búnar að skemma út frá sér. mig grunar að það útskýri líka hversu fast þetta var, ég náði þeim ekki úr fyrr en ég var búinn að skera í þær(204 þús km og 10 ár)