Hilux með vélarvesen!
Posted: 14.mar 2015, 20:54
Þannig er nú það að vélin í Hiluxnum mínum ákvað að byrja með eitthvað bölvað vesen!
Þetta er 2,4 dísel turbo með intercooler og lýsir sér þannig að að hann fer varla í gang nema eftir svona 20 sekúndna start en þá byrjar hann að taka örlítið við sér og svo svona 10sec seinna hrekkur hann í gang.
Hann helst ekki í gangi nema að góðri inngjöf sé haldið en annars drepur hann einfaldlega á sér! Stundum lagast þetta og verður hann þá allt í lagi þangað til að gefið er vel inn en þá byrjar þetta aftur.
Þetta byrjaði allt eftir eina hressilega inngjöf þar sem hann stóð heitur og fínn inni.
Tankurinn var nýlega aftengdur og þessvegna hefur eitthvað smá loft farið inn á kerfið... Gæti það verið að valda þessu?
Með von um að einhver viti hvað er að barninu mínu!
Kv.Helgi
Þetta er 2,4 dísel turbo með intercooler og lýsir sér þannig að að hann fer varla í gang nema eftir svona 20 sekúndna start en þá byrjar hann að taka örlítið við sér og svo svona 10sec seinna hrekkur hann í gang.
Hann helst ekki í gangi nema að góðri inngjöf sé haldið en annars drepur hann einfaldlega á sér! Stundum lagast þetta og verður hann þá allt í lagi þangað til að gefið er vel inn en þá byrjar þetta aftur.
Þetta byrjaði allt eftir eina hressilega inngjöf þar sem hann stóð heitur og fínn inni.
Tankurinn var nýlega aftengdur og þessvegna hefur eitthvað smá loft farið inn á kerfið... Gæti það verið að valda þessu?
Með von um að einhver viti hvað er að barninu mínu!
Kv.Helgi