Hilux með vélarvesen!

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Helgi1
Innlegg: 26
Skráður: 12.sep 2012, 20:21
Fullt nafn: Helgi Ólafsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Hilux með vélarvesen!

Postfrá Helgi1 » 14.mar 2015, 20:54

Þannig er nú það að vélin í Hiluxnum mínum ákvað að byrja með eitthvað bölvað vesen!
Þetta er 2,4 dísel turbo með intercooler og lýsir sér þannig að að hann fer varla í gang nema eftir svona 20 sekúndna start en þá byrjar hann að taka örlítið við sér og svo svona 10sec seinna hrekkur hann í gang.
Hann helst ekki í gangi nema að góðri inngjöf sé haldið en annars drepur hann einfaldlega á sér! Stundum lagast þetta og verður hann þá allt í lagi þangað til að gefið er vel inn en þá byrjar þetta aftur.
Þetta byrjaði allt eftir eina hressilega inngjöf þar sem hann stóð heitur og fínn inni.
Tankurinn var nýlega aftengdur og þessvegna hefur eitthvað smá loft farið inn á kerfið... Gæti það verið að valda þessu?

Með von um að einhver viti hvað er að barninu mínu!
Kv.Helgi




birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá birgiring » 14.mar 2015, 21:34

Þetta er mjög líkt því að hann dragi loft inn í lögnina einhversstaðar.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá Sævar Örn » 14.mar 2015, 23:33

skrítið að hann sé stundum eins og í lagi, mér dytti í hug að hann væri orðinn seinn á tíma ...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá sukkaturbo » 15.mar 2015, 16:28

Mundi skoða lagnir fyrir olíu aftur í tank eru þær rétt tengdar affall og aðallögn. Svo glóðarkertin og stýringuna


Höfundur þráðar
Helgi1
Innlegg: 26
Skráður: 12.sep 2012, 20:21
Fullt nafn: Helgi Ólafsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá Helgi1 » 17.mar 2015, 21:35

Þetta er komið í lag! Hann var að draga loft!


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá sukkaturbo » 18.mar 2015, 07:21

Sæll hvar var hann að draga loft væri gott að setja það í gagnabankan


Höfundur þráðar
Helgi1
Innlegg: 26
Skráður: 12.sep 2012, 20:21
Fullt nafn: Helgi Ólafsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá Helgi1 » 18.mar 2015, 21:47

Rörin við aðaltankinn voru orðinn eitthvað slöpp


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá sukkaturbo » 19.mar 2015, 17:18

takk gerist oft

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Hilux með vélarvesen!

Postfrá Þráinn » 25.mar 2015, 12:41

hef lent í tvígang í því að handolíudælan ofan á síunni dragi loft, hef tengt framhjá henni með lítilli síu til að útiloka hana og fengið svo sambærilegt hús til skiftanna

Svona til að setja í reynslubankann!


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir