Síða 1 af 1
Hvað millikassi var í 1988 S10 ?
Posted: 14.mar 2015, 17:55
frá Nenni
Hvað millikassi var í Blazer S10 88 árg ? 2,8l er víst aftaná T5 B&W kassa.
Re: Hvað millikassi var í 1988 S10 ?
Posted: 14.mar 2015, 18:36
frá Nenni
Þolir þessi búnaður 400N og 289Hp (þ.e T5 og hvaða millikassi sem er á þessu) bíl sem viktar 2,3 tonn ?
Re: Hvað millikassi var í 1988 S10 ?
Posted: 14.mar 2015, 20:22
frá jeepcj7
Gírkassinn er T5 og getur lifað aftan á þessu með vægri meðferð er samt ekki mjög traustur kassi þeir voru frekar misjafnir eftir því hvað þeir voru settir aftan á styrklega séð ss. ekki allir eins og þessi er líklega frekar veikur þar sem hann er aftan á lítilli vél.
Og svo er eins og þú kannski veist annað kúplingshús fyrir 2.8 v6 sem er 60 gráðu vél heldur en td.4.3 sem er 90 gráðu vél og er eins og v8 chevy að aftan.
Millikassinn er næstum örugglega NP 231 og hann þolir þetta vel alveg tröllsterkur kassi en fisléttur.
Re: Hvað millikassi var í 1988 S10 ?
Posted: 14.mar 2015, 20:43
frá Nenni
Þetta á nú reyndar að fara aftaná á bmw mótor en ég var að spá í hvort að maður ætti frekar að reyna að mixa E4OD eða eitthvað gott aftan á þetta.
Ég treysti þessari bmw skiptingu ekki lengra en ég get hent henni og þar sem hún er helvíti þung þá erum við að tala um kanski 30 cm.
Ég þarf að láta skafa af bellhuosing og sjóða plötu á þetta hvort sem er þannig að ég er ekki bundinn af neinu nema einhverju sem hægt er að mixa við.
Við erum að tala um 44" eða 46" dekk þannig að hvað þem fer við þetta þarf að halda.
Re: Hvað millikassi var í 1988 S10 ?
Posted: 14.mar 2015, 22:07
frá jeepcj7
Ef þú dettur um AX15 kassa úr cherokee td. held ég að þú sért í fínum málum og einmitt með 231 millikassa bæði létt og sterkt.
Re: Hvað millikassi var í 1988 S10 ?
Posted: 14.mar 2015, 22:24
frá Nenni
Nú var S10 bæði í boði með 205 og 231 og 2w útgáfuni aftan á allavegana v6 og v8 vélum en var það ekki sami kassinn ?
Google virðist vita lítið um þetta svo að reynsluboltarnir verða að tjá sig um þetta.
Ég veit bara að ég ómögulega nenni aftur trukkakassa með low fyrst aftur.
Ég átti Camaro með svona kassa á fornöld og ég man að hlutföllin í honum voru mjög góð fyrir high rev mótora.
Re: Hvað millikassi var í 1988 S10 ?
Posted: 15.mar 2015, 10:59
frá jongud
Nenni wrote:Nú var S10 bæði í boði með 205 og 231 og 2w útgáfuni aftan á allavegana v6 og v8 vélum en var það ekki sami kassinn ?
Google virðist vita lítið um þetta svo að reynsluboltarnir verða að tjá sig um þetta.
Ég veit bara að ég ómögulega nenni aftur trukkakassa með low fyrst aftur.
Ég átti Camaro með svona kassa á fornöld og ég man að hlutföllin í honum voru mjög góð fyrir high rev mótora.
Nú ertu örugglega að rugla saman S10 og K10.
S10 er svokallaður "compact pickup" og kom aldrei með NP205, K10 er hins vegar þessi gamli stóri