Síða 1 af 1

Boddy hækkun á LC-90

Posted: 13.mar 2015, 09:34
frá Bjarni67
Ég er búinn að leita mikið hér á þessum vef hvað þarf að gera ef maður hækkar bílinn á boddy.

Þarf að lenga í stýrisstöng ?
Þarf að breyta vatnskassafestingum?
Hvað með bremsuslöngur og barka?
Eitthvað annað?

Það er mikið búið að hækka LC 90 á boddy þannig að að hlýtur einhver að geta svarað mér varðandi þetta.

kv, Bjarni

Re: Boddy hækkun á LC-90

Posted: 13.mar 2015, 20:23
frá Einar Örn
Þarf að lenga í stýrisstöng ? já
Þarf að breyta vatnskassafestingum? já
Hvað með bremsuslöngur og barka? er ekki viss . það þarf ekki á hilux
Eitthvað annað? áfillingarrörið fyrir olíutankinn, og reyna að nota sem fæsta upphækkunarklossa

það kemur líklega meiri gráða á stíristöngina og þarf þá að breyta henni

svo er spurning hvort þú sért með bsk bíl eða ssk uppá stangir í gírkassa

hef ekki breitt svona bíl en þetta er svona það sem ég man eftir þegar ég breytti hiluxinum hjá mér