Breyting á 100 cruiser ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá MIJ » 11.mar 2015, 22:36

Nú er ég aðeins að gæla við að kaupa svona bíl og setja á 46" og var að velta fyrir mér hvernig menn væri að gera þetta.
Hver hásingafærslan er og hvaða framhásingu menn hafa verið að setja undir þá.
Væri til í að fá að heyra kosti og galla á þessum hugleiðingum.


If in doubt go flat out

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá xenon » 11.mar 2015, 23:11

Með hásingar þá hafa menn sett patrol hásingar framan og aftan, líka haldið orginal aftur hásinguni og smíðað að framan Lc80 hásingu með Lc60 9.5" drifi og breikkað hana í leiðini (Lc100 hásingin er breiðari en Lc80 orginal)
Færslað að aftan er bara smekks atriði á að færa hana bara svo dekkið sleppi við fremri hluta hjóla skálar eða færa hana aftur að afturljósi til að fá sem mesta lengd milli hjóla.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá jeepcj7 » 11.mar 2015, 23:20

Það er líka einn kosturinn að nota dana 50 eða 60 að framan og jafnvel aftan líka þá 60,10.5 sterling eða jafnvel 14 bolta gm bara spurning um smekk.
Patrol framhásing er mjög tæp undir þetta þungan bíl þó það geti alveg gengið uppá burð að gera.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá jongud » 12.mar 2015, 09:17

jeepcj7 wrote:Það er líka einn kosturinn að nota dana 50 eða 60 að framan og jafnvel aftan líka þá 60,10.5 sterling eða jafnvel 14 bolta gm bara spurning um smekk.
Patrol framhásing er mjög tæp undir þetta þungan bíl þó það geti alveg gengið uppá burð að gera.


Er dana 50 nógu sterk fyrir 46-tommur með sína 30-rillu tannstöngla inn í drifið?


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá MIJ » 12.mar 2015, 12:05

Hugmyndafræðin var einmitt að nota patrol hásingar þar sem ég á þær til með lásum og 5:42 hlutföllum, ætli það sé oft lágt fyrir krúserinn. Eins var ég að spá í að nota patrol millikassa til að fá handbremsuna og á til lo gír úr patrol hvort ætli sé meiri smíðavinna að smiða logír og millikassa aftan á toyota skiftinguna eða kaupa annan milligír og smíða patrol kassa aftan á hann.
If in doubt go flat out

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá Óttar » 12.mar 2015, 14:17

Hvað stærð er á patrol drifum og hvað eru öxlarnir stórir? veit það einhver? er patrol svipað þungur og 100 cruiser?

Kv Óttar

User avatar

Atttto
Innlegg: 122
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá Atttto » 12.mar 2015, 16:07

MIJ wrote:Hugmyndafræðin var einmitt að nota patrol hásingar þar sem ég á þær til með lásum og 5:42 hlutföllum, ætli það sé oft lágt fyrir krúserinn. Eins var ég að spá í að nota patrol millikassa til að fá handbremsuna og á til lo gír úr patrol hvort ætli sé meiri smíðavinna að smiða logír og millikassa aftan á toyota skiftinguna eða kaupa annan milligír og smíða patrol kassa aftan á hann.



Smári í skerpingu á til mót af toy skiftingunni og patrol millikassanum (nema hann sé búinn að losa sig við þau) ásamt því að vita nákvæmlega hvernig öxul þarf að ríla á milli eftir að pabbi smíðaði 4,2 toy með skiftingu í patrol og hann notaði patrol millikassann. Smári fékk mótin í lok verks.

kv. Atli Þ
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá jeepcj7 » 12.mar 2015, 20:18

Patrol drif er 233mm ca.9.2" fín drif og að framan er 31 rilla á öxlunum en 33 rillur að aftan og svo er til enn stærra afturdrif 260 mm minnir mig og þar eru öxlarnir 37 rillur en öxlarnir eru ekki fljótandi í patrol en fínn búnaður.
Patrol er svipað þungur og 100 cruiser allavega lítið léttari en er alltaf tæpur eftir breytingar með burðinn.
Dana 50 er með svipaða "tannstöngla"inn í drif og land cruiser enda drif sem hefur oft verið notað í svoleiðis smíði þar sem öxullinn passar nokkur veginn í drifið.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá jeepson » 12.mar 2015, 21:49

Markús ætlar þú að rífa rauða pattann í þessa smíði eða?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá MIJ » 13.mar 2015, 13:35

það var jafnvel hugmyndin já
If in doubt go flat out

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá jeepson » 13.mar 2015, 17:44

Hmm. Verður hann nokkuð til sölu? Ætlaru bara að nota hásingarnar og millikassana? Ef svo fer þá máttu hafa samband við mig um restina. Ég gæti jafnvel látið hafa aftur hásingu með 5,42. Það eru allar legur nýjar í afturdrifi.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá Kiddi » 13.mar 2015, 18:55

Sæll

Ég er sammála Hrólf um að Patrol framhásing er í það tæpasta undir svona bíl. Reyndar held ég að Patrol afturhásing sé það líka, en þar værir þú í raun að minnka bæði öxla og drif. Toyota afturdrifið er 241 mm (9,49") en Patrol afturdrifið er 233 mm (9,17"). Toyota öxlarnir eru að sama skapi 34,8 mm sverir á móti 33,3 hjá Nissan. Patrol afturdrif brotna nokkuð reglulega hjá björgunarsveitum í það minnsta en ég hef heyrt þá kenningu að lágu hlutföllin séu ekki sérlega vel smíðuð (sel það ekki dýrar en ég stal því!).

Það sem hefur verið gert (ef minnið svíkur mig ekki), er annars vegar að setja Dana 60 framhásingu og nota áfram original afturhásinguna, og hins vegar að setja Dana 60 bæði að framan og aftan. Báðar útfærslur hafa komið vel út eftir því sem ég best veit.

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Breyting á 100 cruiser ?

Postfrá Lindemann » 13.mar 2015, 20:50

Patrol afturhásingar eru líka fáanlegar með 10,2" drifi(260mm) en þau eru víst ekki mikið sterkari þar sem pinjón er jafn stór, þó kamburinn sé stærri.

Eitthvað um patrol hásingar hér:
http://www.patrol4x4.com/forum/nissan-patrol-gu-gr-10/gu-diff-ratios-rear-diff-types-29/
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir