Hvernig tékkar maður alternator

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Hvernig tékkar maður alternator

Postfrá Tollinn » 06.mar 2015, 19:28

Sælir félagar

Mig grunar að alternatorinn í bílnum sé ónýtur. Hvernig er best að tékka á þessu (með fjölsviðsmæli) þannig að allur vafi sé tekinn af

með fyrirfram þökk

Tolli




Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Hvernig tékkar maður alternator

Postfrá Hlynurn » 06.mar 2015, 20:25

Mældu pólana á rafgeyminum á meðan bílinn er í gangi, á að mælast á bilinu 13-14volt. ef það er yfir því þá er líklegt að spennustillirinn sé eitthvað að stríða þér, einnig er fínt að athuga reimina í leiðinni, hvort sé of laus eða hvort að trissuhjólið sjálft sé í lagi.
Síðast breytt af Hlynurn þann 06.mar 2015, 20:26, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Atttto
Innlegg: 122
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: Hvernig tékkar maður alternator

Postfrá Atttto » 06.mar 2015, 20:25

viðnámsmæla milli plús og jörð með rafalann ótengdann en það er ekki öruggt að þú fáir rétta niðustöðu með því,
Best er að megga svona rafala. þá færðu rétta niðurstöðu.

(er ég kannski að rugla má ekki örugglega megga svona rafala eins og riðstraums rafala???)

kipptu honum bara úr og farðu með hann á rafmagns verkstæði þeir segja þér í hvaða ástandi hann er á augnabliki.


Kv. Atli
Síðast breytt af Atttto þann 06.mar 2015, 23:06, breytt 1 sinni samtals.
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Hvernig tékkar maður alternator

Postfrá Tollinn » 06.mar 2015, 21:18

Takk fyrir þetta

Ég var búinn að mæla á geymirinn en hann sýndi enga hleðslu en geymirinn sjálfur tekur hleðslu með hleðslutæki. Öll öryggi eru í lagi en það furðulega gerðist að dagljósin virðast ekki virka lengur.

kv Tolli


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvernig tékkar maður alternator

Postfrá olei » 06.mar 2015, 23:53

Mig minnir að besta hleðsluspenna fyrir sýrugeyma sé 13,8v - flestir alternatorar fara svolítið hærra áður en þeir slá af þannig að alternator í lagi ætti að halda 13,8v -14,3v yfir rafgeyminn ef engir stórnotendur eru í gangi í bílnum. Ef spennan yfir geymana er að lulla í 12,x v eða neðar er alternatorinn ekki að hlaða, það er fyrsta vers í svona vandamálum að prófa það.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hvernig tékkar maður alternator

Postfrá Izan » 07.mar 2015, 10:29

Sælir

Fínar lýsingar, bara spennumæla yfir geyminn með bílinn í gangi, þarf reyndar stundum að gefa honum aðeins og láta hann ganga á ca 1200 snúningum og ef spennan hækkar ekki upp fyrir 12,xx þá er eitthvað að. Hleðsluspennan á að vera um 13,8 en hú getur verið lægri ef geymarnir eru galtómir og mikið álag á alternatornum.

Logandi hleðsluljós er líka góð vísbending um bilaðann alternator og eins ef útvarpið hljóðar eins og vélin.

Kv Jón Garðar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 63 gestir