Síða 1 af 1
Gang truflun í Terrano bensín
Posted: 06.mar 2015, 11:19
frá Sadvs
Sælir snillingar er hér með bíl sem ég eignaðist Nissan Terrano 2.4 bensin 2001 model sem vill ekki ganga á ingjöf ,fer stundum í gang og gengur hæga gánginn en ef maður bætir við deyr á honum og kemur vélarljós , er búinn að skifta út loftflæði skynjaranum nýr breytti engu. stundum nær maður honum á fullan snúning og er hann allt í lagi þangað til að maður drepur á honum starta aftur þá gengur hann bara hægan gang nær ekki snúning og blikkar þá mótor ljósi (eins og missi samband blikkar ljósi jafn og vélinn dettur út) jæja nú hætti ég svo ég drepi ykkur ekki úr leiðindum :-) P.s svo gæti maður látið lesa hann en það er ekki nógu gamann...
Re: Gang truflun í Terrano bensín
Posted: 06.mar 2015, 23:47
frá olei
Ég hef sannfrétt að varahlutasalar elska viðgerðarþræði á netinu þar sem mönnum er bent á að prófa að skipta um hitt og þetta - af því að bíllinn hennar ömmu lagaðist við að skipta um það sko!
Annað heiti yfir aðferðina er að "kasta varahlutum á vandamálið".
Persónulega hallast ég alltaf að skipulagðri bilanaleit af því að hún er ódýrari og skilvirkari - og raunar oft á tíðum eina leiðin til að fá bílinn í lag.
Fyrst bíllinn er að blikka vélarljósinu er augljóst fyrsta vers að láta lesa hann.
Re: Gang truflun í Terrano bensín
Posted: 07.mar 2015, 12:40
frá Sadvs
Takk fyrir fljótt svar , þetta er nú rétt hjá þér enda stóð til að láta frænda villulesan en ég hef heyrt að þessir bila hafi verið með eitthvað rafmagns vesen og var að fiska eftir helstu bilunum í svona bílum og hvar væri veikasti hlekkurinn væri í rafmagninu. kv SS