Síða 1 af 1

Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 23.feb 2015, 20:39
frá pattipileloader
Er með eina fyrirspurn. þið verðið bara að dæma hversu gáfuleg hún er.

ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að ''loka'' C grindinni í 1500 raminum mínum til að stífa hann upp.
Hún er lokuð fremst og að húsinu og verður síðan að C frame. Þetta er langi pikkinn en að sama skapi er hann ekki með mikla burði. Hvað hafa menn verið að gera?

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 23.feb 2015, 20:53
frá ivar
Fyrsta spurning er: af hverju að stífa hann og hversu mikið þarftu að stífa hann?

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 23.feb 2015, 21:20
frá pattipileloader
Aðalega til að minnka líkurnar á að sveigja grindina í honum. er þetta kannski bara heimska í mér? Grindin fjaðrar eitthvað X mikið veit ég en bíllinn er með sveigða grind í dag eftir fyrri eiganda. var aðalega líka að velta því fyrir mér ef ég rétti hann almennilega hvort það gæfi eitthvað af sér ef hann færi á stærri dekk seinna meir. Þá væntanlega þyrfti ég að breyta fjöðruninni í honum líka dáldið. er ég á villigötum?

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 23.feb 2015, 22:22
frá Kiddi
Er þetta breyttur bíll? Hvar bognaði grindin?

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 24.feb 2015, 09:17
frá Tómas Þröstur
Í sjálfu sér ef málið er að fá betri aksturseiginleika þá er það líklega meðal annars mjög góð hugmynd að loka grindinni ef opn alla leið. En þymgdaraukning og mikil vinna og margir "minni" USA bílar þola ekki mikla aukna þyngd ef bíllinn á að vera löglegur og eigi að vera hægt að taka meira en bara eina samloku með sér og þurfa að éta hana á leiðinni.

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 24.feb 2015, 17:23
frá fordson
Þórir gerði þetta við hrollin eftir lengingu, snarlagaðist

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 24.feb 2015, 18:27
frá ellisnorra

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 24.feb 2015, 22:47
frá fordson
Það er svo magnað hvað kaninn dýrkar flatjárn

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 24.feb 2015, 22:57
frá pattipileloader
Þetta er nákvæmlega það sem ég var að skoða um daginn haha, en nei hann er ekki breyttur, hann situr á 33 tommu dekkjum í dag og hann er svignaður á milli húss og palls virðist vera, allavega þegar maður horfir á pallinn á honum að aftan... hann er með 8 feta pallinum líka og þess vegna lengri, og í algjörri hreinskilni má hann alveg verða þyngri finnst mér, finnst ekki mikil auka þyngd í auka flatjárni til að loka hásingunni. ég held hann verði mikið skárri... kannski maður spjalli við þórir...

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 24.feb 2015, 23:38
frá olei
Er víst að grindin sé vandamálið?
Getur verið að boddýfestingar undir pallinum séu aflagaðar eða jafnvel boddýpúðar orðnir þreyttir?

Ég held að það þurfi ansi mikið til að beygja svona grind varanlega - en það hefur svosem gerst.

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 25.feb 2015, 13:52
frá Adam
Er þetta nokkuð bíll sem er vínrauður og grár?

Re: Sjóða upp og loka grindum í pickupum.

Posted: 25.feb 2015, 15:34
frá Kiddi
pattipileloader wrote:Þetta er nákvæmlega það sem ég var að skoða um daginn haha, en nei hann er ekki breyttur, hann situr á 33 tommu dekkjum í dag og hann er svignaður á milli húss og palls virðist vera, allavega þegar maður horfir á pallinn á honum að aftan... hann er með 8 feta pallinum líka og þess vegna lengri, og í algjörri hreinskilni má hann alveg verða þyngri finnst mér, finnst ekki mikil auka þyngd í auka flatjárni til að loka hásingunni. ég held hann verði mikið skárri... kannski maður spjalli við þórir...


Hvort áttu þá við að pallurinn halli öðruvísi en húsið þegar þú horfir á bílinn frá hlið eða þegar þú horfir á hann aftanfrá?

Ef pallurinn hallar öðruvísi en húsið þegar þú horfir frá hlið þá er það í raun ekki að fara að hjálpa þér mikið að loka grindinni. Það sem myndi gagnast betur þar væri að þykkja grindina að ofan og neðan en ekki endilega í miðju.

Hinsvegar ef grindin er undin þá myndi þetta hjálpa töluvert (ef búið væri að rétta grindina). Það gæti verið smá hausverkur að græja alla þverbita í grindinni svo vel sé en síðan myndi bíllinn svosem alls ekki versna við að fá fleiri þverbita. Það er síðan önnur spurning hvað menn nenna að leggja mikla vinnu í gamlan 33" Ram...