Subaru Leone bremsur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Subaru Leone bremsur

Postfrá Gudni Thor » 21.feb 2015, 16:54

Er med gamlar subaru dælur á 9" í Willys. Dælur uppteknar m nýjum stimplum og gúmmíum og höfuddælan úr Range Rover sem er jú líka med diska ad aftan, en ég fæ bara næstum engar bremsur ad aftan ? búinn ad skrúfa stimplana út en taka bara örlítid samt e-h hugmyndir? tarf madur ad herda útí svo tad liggi vid ad thær liggi útí eda hvad?




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá olei » 21.feb 2015, 18:32

Lýsingin passar mjög vel við gamlar Subuaru bremsudælur í jeppa.

Ég mixaði svona kerfi í willys hjá mér fyrir margt löngu - af því að þetta virtist vera það heitasta á þeim tíma - og fékk aldrei annað en lítilsháttar hægjur að aftan. Hann dró ekki afturhjólin á malarplani á 38" dekkjum. Þannig rann hann í gegnum skoðun hvað eftir annað!! Handbremsan var síðan bara til skrauts en aftur, tók nóg til að fá skoðun. Ég var reyndar með Scout dana 44 frambremsur sem eru með mjög stórum stimplum. Hlutfallið milli fram og aftur var bara þannig að afturbremsurnar tóku nær ekkert í. Eftir að mæla stimplana og reikna út átakið frá þeim var ég svosem ekkert hissa þó hann bremsaði svona illa að aftan. Hefði betur gert það áður en ég smíðaði þetta drasl í bílinn.

Þú gætir athugað hvort að það séu einhverjir ventlar á bremsulögnunum sem gætu verið að trufla.
Síðast breytt af olei þann 21.feb 2015, 18:44, breytt 4 sinnum samtals.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá Sævar Örn » 21.feb 2015, 18:33

stimplarnir eiga ekki að skrúfast út, snerillinn inni í dælunni á að þvinga simpilinn út þegar tekið er í handbremsuna

Stimpillinn þrýstist út eins og um hefðbundna dælu væri að ræða þegar stigið er á fetilinn


spurning hvort höfuðdæla sé að anna þessu vökvaflæði, t,d, ef fyrir voru skálabremsur að aftan með tiltölulega litlu flæði
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá Gudni Thor » 21.feb 2015, 21:54

já D44 wagoner ad framan stórar dælur, engir ventlar eda slíkt á lögn. og tad hafa verid diskar ad aftan ádur (Range Rover) bremsadi fínt thá. en var eitt sinn med scout d44 aftan med skálabremsum og thá dró hann afturhjólin á malbiki vid frekar litla hemlun.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá grimur » 21.feb 2015, 22:51

Er ekki bara loft að þvælast í þessu?
Það virkar stundum að láta standa yfir nótt og lofttæma svo upp á nýtt. Að sjálfsögðu með slöngu ofaní affallsbrúsa á lofttæminipplinum. Svo er ekki útilokað að nippillinn sé ekki lengur í hæsta punkti ef dælurnar snúa mikið öðruvísi en upphaflega.
Þessar dælur reyndust mér prýðilega enda ættaðar úr eðalvögnum miklum.

Gangi þér vel með þetta :-)
G


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá olei » 21.feb 2015, 23:33

Gudni Thor wrote:já D44 wagoner ad framan stórar dælur, engir ventlar eda slíkt á lögn. og tad hafa verid diskar ad aftan ádur (Range Rover) bremsadi fínt thá. en var eitt sinn med scout d44 aftan med skálabremsum og thá dró hann afturhjólin á malbiki vid frekar litla hemlun.

Kannski var RR dótið með stærri stimplum og/eða diskum?


Höfundur þráðar
Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá Gudni Thor » 22.feb 2015, 09:42

Takk fyrir ábendingar. ætla ad skoda tetta betur m loft nippillinn er efsti punktur en getur jú samt leinst loft á kerfinu og eins ad skoda mismun á dælustærdum, vona ad ég turfi ekki ad skipta um höfuddælu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá jongud » 22.feb 2015, 11:03

Ertu með stillanlegan bremsudeili á lögnunum hjá þér?
Á ensku heitir þetta "proportion valve"


Höfundur þráðar
Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá Gudni Thor » 22.feb 2015, 19:16

Nei er ekki med neinn deili á lögnunum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá jongud » 23.feb 2015, 08:12

Gudni Thor wrote:Nei er ekki med neinn deili á lögnunum.


Það gæti verið málið. Til þess að diskabremsur (og bremsur yfirleitt) virki rétt þarf að deila aflinu rétt á milli fram- og afturhjóla. Þar getur mismunandi þyngd og hleðsla skipt miklu.
Oft þegar settar eru diskabremsur að aftan þar sem þær voru ekki fyrir, þá vilja bílar bremsa allt of vel að aftan, og þá þarf að setja bremsudeili til að minnka aflið að aftan.
En í þínu tilviki þá bremsar hann of lítið.
Nú veit ég ekki hvort það er hægt að skrúfa bremsudeila "í hina áttina" þannig að þeir minnki aflið í frambremsurnar, en það getur vonandi einhver hér á spjallinu svarað því.

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá MixMaster2000 » 23.feb 2015, 16:03

Hérna er ágætis lesning um bremsukerfi, þó þessi grein sé miðuð að minni bílum.

http://www.how-to-build-hotrods.com/brake-system.html

"MASTER CYLINDER
At the least in a brake system, change to a dual reservoir master cylinder. The master cylinder needs to match your braking system. Otherwise you can have all sorts of problems. A drum/drum system needs a drum/drum master cylinder, a disc/drum system needs a disc/drum master cylinder, a disc/disc needs a disc/disc master cylinder."

kv Heiðar
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


Höfundur þráðar
Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Subaru Leone bremsur

Postfrá Gudni Thor » 23.feb 2015, 18:12

Àhugavert held alveg örugglega ad ég sé med disk disk cylinder en stærdin gæti verid röng samt og svo rifjadist upp fyrir mér ad Range var med tetta tengt á soldid sérstakan hátt og tveggja stimpla dælur ad framan. http://www.range-rover-classic.com/_/rs ... 0%2018.jpg


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir